Loka stórum hluta Kastrup-flugvallar Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2020 08:20 24 brottfararhliðum verður lokað frá og með 25. nóvember. Getty Líkt og á nær öllum flugvöllum heims hefur flugumferð á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn dregist verulega saman á tímum heimsfaraldursins. Stjórnendur flugvallarins hafa nú tilkynnt að stórt svæði, um 40 prósent flugstöðvasvæðisins, verði lokað tímabundið. Í tilkynningu frá flugvellinum kemur fram að með því að loka svæðunum verði hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir, meðal annars vegna minni rafmagnsnotkunar, viðhalds og hreingerninga. Ákvörðunin felur í sér að frá og með 25. nóvember næstkomandi verði 24 brottfararhliðum skellt tímabundið í lás. „Sérhver króna sem hægt er að spara skiptir sköpum á tímum þar sem flugvöllurinn hefur misst nokkurn veginn allar tekjur sínar, segir Christian Poulsen, rekstrarstjóri á Kastrup. Lokunin nær til svæða í Flugstöð 2 á Kastrup-flugvelli.Kastrup Lokunin mun gilda að minnsta kosti til ársins 2021, svo fremi sem farþegafjöldinn sem fer um völlinn aukist verulega á næstu vikum. Í síðustu viku var greint frá því að lokað hafi verið á áætlunarflug til og frá vellinum milli miðnættis og sex á morgnana. Fyrir heimsfaraldurinn fóru um 83 þúsund farþegar um Kastrup daglega, en nú stendur fjöldinn í um 5.600 að meðaltali á dag. Fréttir af flugi Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Líkt og á nær öllum flugvöllum heims hefur flugumferð á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn dregist verulega saman á tímum heimsfaraldursins. Stjórnendur flugvallarins hafa nú tilkynnt að stórt svæði, um 40 prósent flugstöðvasvæðisins, verði lokað tímabundið. Í tilkynningu frá flugvellinum kemur fram að með því að loka svæðunum verði hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir, meðal annars vegna minni rafmagnsnotkunar, viðhalds og hreingerninga. Ákvörðunin felur í sér að frá og með 25. nóvember næstkomandi verði 24 brottfararhliðum skellt tímabundið í lás. „Sérhver króna sem hægt er að spara skiptir sköpum á tímum þar sem flugvöllurinn hefur misst nokkurn veginn allar tekjur sínar, segir Christian Poulsen, rekstrarstjóri á Kastrup. Lokunin nær til svæða í Flugstöð 2 á Kastrup-flugvelli.Kastrup Lokunin mun gilda að minnsta kosti til ársins 2021, svo fremi sem farþegafjöldinn sem fer um völlinn aukist verulega á næstu vikum. Í síðustu viku var greint frá því að lokað hafi verið á áætlunarflug til og frá vellinum milli miðnættis og sex á morgnana. Fyrir heimsfaraldurinn fóru um 83 þúsund farþegar um Kastrup daglega, en nú stendur fjöldinn í um 5.600 að meðaltali á dag.
Fréttir af flugi Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira