Bil eða Víðisfjarri? Leitað að orði fyrir lykilhugtak í kórónukreppunni Þórir Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni á blaðamannafundi í Hörpu Vísir/vilhelm Enn hefur ekki tekist að finna gott íslenskt orð yfir lykilhugtak í baráttunni gegn kórónuveirufarsóttinni, segir Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þó hafa borist tugir hugmynda en engin náð að festa sig í sessi. Ágústa segir að sárlega vanti góða þýðingu á enska hugtakinu physical distancing, sem lýsir því þegar fólk heldur fjarlægð frá öðru fólki. „Alþjóða heilbrigðismálastofnunin kom upphaflega með social distancing en síðan var því breytt í physical distancing sem er heppilegra,“ segir Ágústa. „Þetta snýst bara um fjarlægð en maður á að halda samskiptum við aðra.“ Ágústa segir að margir virðist hafa fest sig í fyrra hugtakinu, og komið með orð eins og félagsforðun, en ekki tekið eftir því þegar því var breytt. Samt vanti ekki hugvitsamlegar tillögur. Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs.Aðsend „Það hafa komið alveg ótrúlega margar tillögur, alls í kringum 70,“ segir Ágústa. „Þær eru meðal annars nálægðartakmörk, samskiptafjarlægð, fjarlægðarmörk, félagsleg fjarlægð og sumir segja bara bil og vilja ekkert annað orð. Og út í það að vera Víðisfjarri, sem gengur nú ekki. Það er ekkert eitt orð fast en gríðarlega margar tillögur.“ Nýyrðavefurinn er tveggja ára. Hann var birtur á degi íslenskrar tungu fyrir tveimur árum en deginum er einmitt fagnað í dag. Eins og nærri má geta endurspegla hugmyndir að nýyrðum sem Ágústu berast veruleikann og tíðarandann í samfélaginu á hverjum tíma. „Stundum er það þannig að ef það er ekki auglýst eftir orði þá er bara ekkert eitt orð sem sigrar. Svo eru önnur orð sem eru bara notuð eins og smitgát, heimasóttkví og úrvinnslusóttkví. Fólk er bara sátt við þau orð og er ekkert að breyta þeim.“ Eitt orð, sem byrjaði sem slangur, er farið að vinna sér fastan sess í orðaforða margra segir Ágústa. „Það sem lifir er orðið kóviti, um þennan sjálfskipaða sérfræðing í veirufræðum sem veit í rauninni ekki neitt.“ Á vefnum má sjá að umtalaðasta nýyrðið er orð sem er reyndar alls ekki nýtt heldur hefur fengið aðra merkingu. Orðið dóni þýðir ekki bara dóni, það er einhver sem er dónalegur, heldur má nota það yfir dróna með myndavél. Einhverjum finnast slík tæki greinilega vera dónar. Önnur umtöluð orð eru til dæmis blökkudagur fyrir Black Friday, sjallaballi fyrir fyrrum alþýðubandalagsmenn sem nú eru í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn og Víxla, sem er hugsað sem íslenskt heiti á Nintendo Switch leikjatölvunni. Þeir sem heima sitja á þessum heimaverutímum ættu auðveldlega að geta varið tímanum vel við að vafra á nýyrðavefnum. Hægt er að fletta upp vinsælustu nýyrðunum, þeim nýjustu og þeim sem eru mest umtöluð. Þannig er vinsælasta nýyrðið þyrnihrós, sem lýsir því þegar „einhver gefur þér hrós sem er sagt eða meint á niðrandi máta.“ Nýjasta nýyrðið þegar þetta er skrifað er heyrnartappi, sem flestir kalla bara airpods upp á ensku. Önnur orð eru til dæmis standhjól, kraftakría, bossabrennir og brjóstblundur – sem lesendur geta reynt að geta sér til um hvað þýða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Enn hefur ekki tekist að finna gott íslenskt orð yfir lykilhugtak í baráttunni gegn kórónuveirufarsóttinni, segir Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þó hafa borist tugir hugmynda en engin náð að festa sig í sessi. Ágústa segir að sárlega vanti góða þýðingu á enska hugtakinu physical distancing, sem lýsir því þegar fólk heldur fjarlægð frá öðru fólki. „Alþjóða heilbrigðismálastofnunin kom upphaflega með social distancing en síðan var því breytt í physical distancing sem er heppilegra,“ segir Ágústa. „Þetta snýst bara um fjarlægð en maður á að halda samskiptum við aðra.“ Ágústa segir að margir virðist hafa fest sig í fyrra hugtakinu, og komið með orð eins og félagsforðun, en ekki tekið eftir því þegar því var breytt. Samt vanti ekki hugvitsamlegar tillögur. Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs.Aðsend „Það hafa komið alveg ótrúlega margar tillögur, alls í kringum 70,“ segir Ágústa. „Þær eru meðal annars nálægðartakmörk, samskiptafjarlægð, fjarlægðarmörk, félagsleg fjarlægð og sumir segja bara bil og vilja ekkert annað orð. Og út í það að vera Víðisfjarri, sem gengur nú ekki. Það er ekkert eitt orð fast en gríðarlega margar tillögur.“ Nýyrðavefurinn er tveggja ára. Hann var birtur á degi íslenskrar tungu fyrir tveimur árum en deginum er einmitt fagnað í dag. Eins og nærri má geta endurspegla hugmyndir að nýyrðum sem Ágústu berast veruleikann og tíðarandann í samfélaginu á hverjum tíma. „Stundum er það þannig að ef það er ekki auglýst eftir orði þá er bara ekkert eitt orð sem sigrar. Svo eru önnur orð sem eru bara notuð eins og smitgát, heimasóttkví og úrvinnslusóttkví. Fólk er bara sátt við þau orð og er ekkert að breyta þeim.“ Eitt orð, sem byrjaði sem slangur, er farið að vinna sér fastan sess í orðaforða margra segir Ágústa. „Það sem lifir er orðið kóviti, um þennan sjálfskipaða sérfræðing í veirufræðum sem veit í rauninni ekki neitt.“ Á vefnum má sjá að umtalaðasta nýyrðið er orð sem er reyndar alls ekki nýtt heldur hefur fengið aðra merkingu. Orðið dóni þýðir ekki bara dóni, það er einhver sem er dónalegur, heldur má nota það yfir dróna með myndavél. Einhverjum finnast slík tæki greinilega vera dónar. Önnur umtöluð orð eru til dæmis blökkudagur fyrir Black Friday, sjallaballi fyrir fyrrum alþýðubandalagsmenn sem nú eru í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn og Víxla, sem er hugsað sem íslenskt heiti á Nintendo Switch leikjatölvunni. Þeir sem heima sitja á þessum heimaverutímum ættu auðveldlega að geta varið tímanum vel við að vafra á nýyrðavefnum. Hægt er að fletta upp vinsælustu nýyrðunum, þeim nýjustu og þeim sem eru mest umtöluð. Þannig er vinsælasta nýyrðið þyrnihrós, sem lýsir því þegar „einhver gefur þér hrós sem er sagt eða meint á niðrandi máta.“ Nýjasta nýyrðið þegar þetta er skrifað er heyrnartappi, sem flestir kalla bara airpods upp á ensku. Önnur orð eru til dæmis standhjól, kraftakría, bossabrennir og brjóstblundur – sem lesendur geta reynt að geta sér til um hvað þýða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira