Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndbandaspilari er að hlaða.
Auglýsing
Núverandi tími 0:00
Lengd 0:00
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
1x
  • Kaflar
  • lýsingar af, valið
  • textar af, valið
    x
    AÐDRÁTTARAÐSTOÐ
    Dragðu aðdráttarsvæðið með músinni þinni.
    100%
    stod2 - beint

    Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því að dómsmálaráðherra telur erfitt að ætla að skylda alla til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærunum. Slíkar hugmyndir hefur sóttvarnalæknir viðrað. 

    Við heyrum einnig frá einum af þeim sem stendur að baki Pfizer-bóluefninu. Hann telur að lífið komist ekki í eðlilegt horf fyrr en næsta vetur. 

    Fjölmiðlar drógu þá ályktun í dag að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði í fyrsta sinn viðurkennt sigur Joe Bidens að einhverju leyti. Donald Trump sagði Biden hafa sigrað með svindli. 

    Viðbragðsaðilar minntust fórnarlamba umferðarslysa í dag. Bráðalæknir segir banaslys ekki eiga að vera óhjákvæmilegan fylgikvilla umferðar. 

    Og Magnús Hlynur leit við í vinnustofu listamanna í Hafnarfirði þar sem Jón forseti er kominn með grímu. 

    Fréttirnar hefjast á slaginu 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og á Vísi. 




    Fleiri fréttir

    Sjá meira


    ×