Markvörður Dana finnur til með Íslendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 13:00 Kasper með boltann í leik Íslands og Danmerkur á Laugardalsvelli. Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason bíða átekta. Vísir/Vilhelm Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins í fótbolta og enska úrvalsdeildarfélagsins Leicester City, finnur til með íslenska landsliðinu eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ungverjum á fimmtudaginn var. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um hvor þjóðin færi á EM. Hann segir ennig að hann geti sett sig í spor íslenska liðsins. Schmeichel ræddi við Jyllands-Posten fyrir leik Danmerkur og Íslands sem fram fer í kvöld. „Ef ég hefði verið í þessum aðstæðum hefði ég viljað komast eins fljótt og hægt er út á völl aftur. Fá að spila leik og fá góða tilfinningu á ný,“ sagði Schmeichel í viðtalinu. Þá sagðist hann skilja hvernig íslenska liðinu líður. „Get sett mig í þeirra spor þar sem við töpuðum gegn Svíþjóð í umspili. Það sem ég vildi mest af öllu eftir þann leik var að komast út á völl að spila á nýjan leik.“ Varðandi leikinn í kvöld „Ég get ímyndað mér að þeir mæti vel stemmdir til leiks og tilbúnir í leikinn. Þeir vilja eflaust standa sig vel í síðustu leikjum þjálfarans og kveðja hann á góðu nótunum,“ sagði markvörðurinn öflugi að lokum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, tilkynnti á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann yrði ekki áfram með liðið eftir að leikjunum í Þjóðadeildinni væri lokið. Ísland mætir Danmörku í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upphitun hefst klukkan 19.00 og leikurinn svo 19.45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands: Hamrén tilkynnti að hann myndi hætta Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 13:25 Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Þjálfari Dana segir engan reikna með auðveldum leik Þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. 14. nóvember 2020 12:46 Nefnir Steve McClaren óvænt sem mögulegan arftaka Hamrén Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, var óvænt nefndur til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. 14. nóvember 2020 14:00 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Sjá meira
Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins í fótbolta og enska úrvalsdeildarfélagsins Leicester City, finnur til með íslenska landsliðinu eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ungverjum á fimmtudaginn var. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um hvor þjóðin færi á EM. Hann segir ennig að hann geti sett sig í spor íslenska liðsins. Schmeichel ræddi við Jyllands-Posten fyrir leik Danmerkur og Íslands sem fram fer í kvöld. „Ef ég hefði verið í þessum aðstæðum hefði ég viljað komast eins fljótt og hægt er út á völl aftur. Fá að spila leik og fá góða tilfinningu á ný,“ sagði Schmeichel í viðtalinu. Þá sagðist hann skilja hvernig íslenska liðinu líður. „Get sett mig í þeirra spor þar sem við töpuðum gegn Svíþjóð í umspili. Það sem ég vildi mest af öllu eftir þann leik var að komast út á völl að spila á nýjan leik.“ Varðandi leikinn í kvöld „Ég get ímyndað mér að þeir mæti vel stemmdir til leiks og tilbúnir í leikinn. Þeir vilja eflaust standa sig vel í síðustu leikjum þjálfarans og kveðja hann á góðu nótunum,“ sagði markvörðurinn öflugi að lokum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, tilkynnti á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann yrði ekki áfram með liðið eftir að leikjunum í Þjóðadeildinni væri lokið. Ísland mætir Danmörku í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upphitun hefst klukkan 19.00 og leikurinn svo 19.45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands: Hamrén tilkynnti að hann myndi hætta Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 13:25 Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Þjálfari Dana segir engan reikna með auðveldum leik Þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. 14. nóvember 2020 12:46 Nefnir Steve McClaren óvænt sem mögulegan arftaka Hamrén Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, var óvænt nefndur til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. 14. nóvember 2020 14:00 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Sjá meira
Sjáðu blaðamannafund Íslands: Hamrén tilkynnti að hann myndi hætta Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 13:25
Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36
Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15
Þjálfari Dana segir engan reikna með auðveldum leik Þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. 14. nóvember 2020 12:46
Nefnir Steve McClaren óvænt sem mögulegan arftaka Hamrén Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, var óvænt nefndur til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. 14. nóvember 2020 14:00