Þór sló Fylkir út Bjarni Bjarnason skrifar 15. nóvember 2020 00:00 Önnur viðureign stórmeistaramótsins í CS:GO var viðureign Þórs og Fylkis. Bæði liðin spiluðu í úrvalsdeildinni og því kunnug hvort öðru. Þórsararnir höfðu gert breytingu á leikmannalistanum og fengið Criis (Kristján Daði Pálsson) til liðs við sig. Fljótt kom í ljós að þarna var gjörbreytt lið Þórs mætt til leiks. Fylkir sem hafði yfirhöndina í deildar viðureignunum átti fá svör við þaulæfðum Þórsörum sem sigruðu viðureignina 2 – 0. Fyrirkomulag viðureignarinnar er „best of three“ þar sem hvort lið fær að velja eitt kort og það þriðja valið af handahófi. Síðan er spilað þar til annað liðið hefur unnið tvö kort. Inferno, fyrsta kort, val Fylkis Þór sem hóf leikinn í sókn (terrorist) sigraði jafna upphafslotu og náði yfirhöndinni í leiknum. Liðsmenn Fylkis voru þó fljótir að spyrna við og var leikurinn jafn framan af. Staðan var 3 – 3 þegar ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) liðsmaður Þórs tók frábæra fléttu. Þór var í undirtölu 2 gegn 4 og spilaði lotuna úr höndum Fylkis, ADHD með 4 fellur. Markaði þessi lota ákveðin skil í leiknum þar sem Þórsarar gáfu í og Fylkismenn reyndu allt sem þeir gátu til að halda í við þá. Var ReaN (Andri Þór Bjarnason) í lykilhlutverki í sókninni og gerði hann Fylkismönnum lífið leitt en þeir náðu aðeins einni lotu til viðbótar í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik Þór 11 – 4 Fylkir. Þórsarar nú í vörn (counter-terrorist) spiluðu þéttan varnarleik sem skilaði þeim upphafslotunum. Fylkismenn svöruðu og komust á skrið með beittum sóknum. Náði Fylkir að tengja saman þrjár lotur þegar að Þórsararnir fengu læsi á sóknarleikinn og skelltu í lás. Með læstri vörn var eftirleikurinn Þórsörunum auðveldur og kláruðu þeir leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan Þór 16 – 7 Fylkir. Dust2, annað kort, val Þórs Allt leit út fyrir að upphafslotan væri Fylkis sem hóf leikinn í sókn. Þeir voru búnir að koma sprengjunni niður og í yfirtölu fjórir gegn tveimur. En með ótrúlegu samspili stálu ADHD og snky (Eiður Eiðsson) lotunni frá þeim. Voru Fylkismenn þó fljótir að hefna harmsins er þeir þvinguðu kaup í næstu lotu og rúlluðu yfir Þór. Aftur var það ADHD sem að sló Fylki út af laginu. Hann var einn eftir á móti þremur og stal lotunni frá þeim. Eftir að Þórsararnir höfðu tengt saman fjórar lotur var það Criis (Kristján Daði Pálsson) sem að sló Fylkismenn alveg niður. En þeir sóttu á svæði A en hann lokaði á þá með því að fella allt liðið. Staðan í hálfleik var Þór 11 – 4 Fylkir. Þórsararnir skullu á þéttri vörn Fylkis í upphafi seinni hálfleiks. Litu Fylkismenn út fyrir að vera við það að finna taktinn þegar að Þórsararnir fundu glufur á varnarleik þeirra. Eftir erfiðar upphafslotur komust Þórsararnir loks í gegn og þurftu þeir ekki margar lotur eftir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik. Lokastaðan Þór 16 – 8 Fylkir. Með frábæru samspili og sannfærandi sigri fóru Þórsararnir í undanúrslit og mættu þar deildarmeisturum Dusty. Fylkir Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Önnur viðureign stórmeistaramótsins í CS:GO var viðureign Þórs og Fylkis. Bæði liðin spiluðu í úrvalsdeildinni og því kunnug hvort öðru. Þórsararnir höfðu gert breytingu á leikmannalistanum og fengið Criis (Kristján Daði Pálsson) til liðs við sig. Fljótt kom í ljós að þarna var gjörbreytt lið Þórs mætt til leiks. Fylkir sem hafði yfirhöndina í deildar viðureignunum átti fá svör við þaulæfðum Þórsörum sem sigruðu viðureignina 2 – 0. Fyrirkomulag viðureignarinnar er „best of three“ þar sem hvort lið fær að velja eitt kort og það þriðja valið af handahófi. Síðan er spilað þar til annað liðið hefur unnið tvö kort. Inferno, fyrsta kort, val Fylkis Þór sem hóf leikinn í sókn (terrorist) sigraði jafna upphafslotu og náði yfirhöndinni í leiknum. Liðsmenn Fylkis voru þó fljótir að spyrna við og var leikurinn jafn framan af. Staðan var 3 – 3 þegar ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson) liðsmaður Þórs tók frábæra fléttu. Þór var í undirtölu 2 gegn 4 og spilaði lotuna úr höndum Fylkis, ADHD með 4 fellur. Markaði þessi lota ákveðin skil í leiknum þar sem Þórsarar gáfu í og Fylkismenn reyndu allt sem þeir gátu til að halda í við þá. Var ReaN (Andri Þór Bjarnason) í lykilhlutverki í sókninni og gerði hann Fylkismönnum lífið leitt en þeir náðu aðeins einni lotu til viðbótar í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik Þór 11 – 4 Fylkir. Þórsarar nú í vörn (counter-terrorist) spiluðu þéttan varnarleik sem skilaði þeim upphafslotunum. Fylkismenn svöruðu og komust á skrið með beittum sóknum. Náði Fylkir að tengja saman þrjár lotur þegar að Þórsararnir fengu læsi á sóknarleikinn og skelltu í lás. Með læstri vörn var eftirleikurinn Þórsörunum auðveldur og kláruðu þeir leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan Þór 16 – 7 Fylkir. Dust2, annað kort, val Þórs Allt leit út fyrir að upphafslotan væri Fylkis sem hóf leikinn í sókn. Þeir voru búnir að koma sprengjunni niður og í yfirtölu fjórir gegn tveimur. En með ótrúlegu samspili stálu ADHD og snky (Eiður Eiðsson) lotunni frá þeim. Voru Fylkismenn þó fljótir að hefna harmsins er þeir þvinguðu kaup í næstu lotu og rúlluðu yfir Þór. Aftur var það ADHD sem að sló Fylki út af laginu. Hann var einn eftir á móti þremur og stal lotunni frá þeim. Eftir að Þórsararnir höfðu tengt saman fjórar lotur var það Criis (Kristján Daði Pálsson) sem að sló Fylkismenn alveg niður. En þeir sóttu á svæði A en hann lokaði á þá með því að fella allt liðið. Staðan í hálfleik var Þór 11 – 4 Fylkir. Þórsararnir skullu á þéttri vörn Fylkis í upphafi seinni hálfleiks. Litu Fylkismenn út fyrir að vera við það að finna taktinn þegar að Þórsararnir fundu glufur á varnarleik þeirra. Eftir erfiðar upphafslotur komust Þórsararnir loks í gegn og þurftu þeir ekki margar lotur eftir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik. Lokastaðan Þór 16 – 8 Fylkir. Með frábæru samspili og sannfærandi sigri fóru Þórsararnir í undanúrslit og mættu þar deildarmeisturum Dusty.
Fylkir Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira