Þjálfari Dana segir engan reikna með auðveldum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 12:46 Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, reiknar með erfiðum leik á morgun. vísir/getty Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. Telur hann að ákvörðum Erik Hamrén – sem hættir með íslenska landsliðið að loknum leikjunum gegn Danmörku og Englandi – gæti þýtt að leikmenn Íslands leggi enn meira á sig. „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir íslenska liðinu, leikmönnum þess og þeim gildum sem það stendur fyrir. Leikurinn verður mjög erfiður og það er enginn hér í danska hópnum sem á von á auðveldum leik,“ sagði Hjulmand á blaðamannafundi Dana nú í hádeginu. „Nei ég tel ekki að það muni hafa neikvæð áhrif á íslenska liðið að Hamrén sé að hætta með liðið. Leikmenn vilja eflaust kveðja hann á góðu nótunum og munu gefa sig alla í verkefnið. Þá eru mögulega sumir af leikmönnunum að spila sína síðustu leiki, hver veit.“ „Það gæti verið að íslenska liðið komi enn ákveðnara inn í leikin eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikur gegn Dönum á Parken er alltaf stórleikur á Íslandi og við þurfum að vera tilbúnir að jafna þá baráttu og þann vilja sem íslenska liðið mun koma með í leikinn,“ sagði Hjulmand um leik morgundagsins. Þá hrósaði hann kollega sínum Hamrén að lokum. „Ég þekki Hamrén vel, höfum þjálfað í sömu deild. Hann er góð manneskja og mjög góður þjálfari. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hlakka til að hitta hann á morgun þar sem ég mun óska honum alls hins besta.“ Hjulmand nefndi einnig að Danir væru í stöðu til að komast í úrslit og að það muni gefa danska liðinu byr undir báða vængi. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. Telur hann að ákvörðum Erik Hamrén – sem hættir með íslenska landsliðið að loknum leikjunum gegn Danmörku og Englandi – gæti þýtt að leikmenn Íslands leggi enn meira á sig. „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir íslenska liðinu, leikmönnum þess og þeim gildum sem það stendur fyrir. Leikurinn verður mjög erfiður og það er enginn hér í danska hópnum sem á von á auðveldum leik,“ sagði Hjulmand á blaðamannafundi Dana nú í hádeginu. „Nei ég tel ekki að það muni hafa neikvæð áhrif á íslenska liðið að Hamrén sé að hætta með liðið. Leikmenn vilja eflaust kveðja hann á góðu nótunum og munu gefa sig alla í verkefnið. Þá eru mögulega sumir af leikmönnunum að spila sína síðustu leiki, hver veit.“ „Það gæti verið að íslenska liðið komi enn ákveðnara inn í leikin eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikur gegn Dönum á Parken er alltaf stórleikur á Íslandi og við þurfum að vera tilbúnir að jafna þá baráttu og þann vilja sem íslenska liðið mun koma með í leikinn,“ sagði Hjulmand um leik morgundagsins. Þá hrósaði hann kollega sínum Hamrén að lokum. „Ég þekki Hamrén vel, höfum þjálfað í sömu deild. Hann er góð manneskja og mjög góður þjálfari. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hlakka til að hitta hann á morgun þar sem ég mun óska honum alls hins besta.“ Hjulmand nefndi einnig að Danir væru í stöðu til að komast í úrslit og að það muni gefa danska liðinu byr undir báða vængi. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36
Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30