Nýtt sjúkrahús á Keldum Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 13. nóvember 2020 17:10 Undanfarið hefur verið aukinn þungi í umræðu um að reisa eigi nýtt sjúkrahús á besta stað. Í dag lagði ég fram tillögu þess efnis að fela heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að framtíðaruppbyggingu þjóðarsjúkrahúss á Keldum í Reykjavík. Fyrir því eru nokkrar ástæður en einna helst má taka til þeirrar staðreyndar að núverandi staðsetning Landspítala við Hringbraut er ekki annað en skipulagsslys, ekkert þeirra umferðar- og skipulagsúrræða sem þar er reiknað með er í gildi núna. Aðgengi að sjúkrahúsinu er óviðunandi, sérstaklega vegna bráðatilvika. Einnig er nauðsynlegt að nefna að ekki er gert ráð fyrir að í núverandi viðbyggingu við Hringbraut verði ný geðdeild, heldur á að lagfæra það húsnæði sem fyrir er. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra ætlað að leggja fram þarfa- og kostnaðargreiningu, m.a. með tilliti til gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála, og hafi samráð við fagaðila við vinnslu hennar. Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að núverandi staðsetning þjóðarsjúkrahússins mun ekki geta sinnt sínu hlutverki svo vel sé vegna staðsetningar og sérstaklega vegna þess að Hringbraut er ekki lengur miðja höfuðborgarsvæðisins þó sú staðsetning hafi þótt hentug fyrir einhverjum árum síðan en þessi tillaga sem nú er um að ræða kveður á um að samhliða undirbúningi á framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarsjúkrahúss verði kannaður fýsileiki þess að nýta byggingar við Hringbraut undir umdæmissjúkrahús eða hérðassjúkrahús, jafnvel mætti nýta húsnæðið undir heimili fyrir aldraða. Á árunum 2001 – 2008 voru skrifaðar nokkrar álitsgerðir af íslenskum og erlendum aðilum og í flestum þeirra var komist að þeirri niðurstöðu að best væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni á nýjum stað. Sérfræðingarnir sem sömdu álitin töldu hins vegar að ef ekki væri hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á nýjum stað væri best að byggja við sjúkrahúsið í Fossvogi eða við gamla Landspítalann við Hringbraut, semsagt valinn var næst besti eða þriðji bestu kosturinn til uppbyggingar og niðurstaðan, að byggja við Landspítalann við Hringbraut, var byggð á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 en allar forsendur skipulagsins virðast brostnar og það verður ekki litið framhjá því að aðgengi að Hringbraut getur skapað óöryggi hjá þeim sem þurfa á bráðaþjónustu að halda. Auk þessara álitsgerða var gefin út skýrsla sem unnin var af Háskólanum á Bifröst og Rannsóknastofnun atvinnulífsins fyrir Samtök atvinnulífsins, þessi skýrsla kom fram í nóvember 2015 og þar kom fram, m.a. fram að Hringbraut hentaði ekki sem framtíðarstaðsetning þjóðarsjúkrahúss og að fjárhagslegur ávinningur annarrar staðsetningar væri töluverður. Á þessi sjónarmið hafa stjórnvöld ekki hlustað, þau hlustuðu heldur ekki á Samtökin um betri spítala á betri stað þegar þau gáfu út skýrslu sama ár sem tók til að hagkvæmast væri að reisa nýjan spítala á öðrum stað og sérstaklega var tekið til þess að búsetumiðja höfuðborgarsvæðisins skipti máli ásamt aðgengi að meginumferðaræðum. Atburðir síðustu misserin hafa auk þess kallað á endurskoðun þess efnis að hafa bæði 2. stigs þjónustu og 3. stigs þjónustu á sama stað með tilheyrandi truflun á gangverkinu. Staðsetning sjúkrahússins snýst því ekki aðeins um skipulag og byggingar, sjúkrahús snúast líka um tilfinningar, líf og dauða, gleði og sorg og þess vegna er mikilvægt að vandað verði til verka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið aukinn þungi í umræðu um að reisa eigi nýtt sjúkrahús á besta stað. Í dag lagði ég fram tillögu þess efnis að fela heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að framtíðaruppbyggingu þjóðarsjúkrahúss á Keldum í Reykjavík. Fyrir því eru nokkrar ástæður en einna helst má taka til þeirrar staðreyndar að núverandi staðsetning Landspítala við Hringbraut er ekki annað en skipulagsslys, ekkert þeirra umferðar- og skipulagsúrræða sem þar er reiknað með er í gildi núna. Aðgengi að sjúkrahúsinu er óviðunandi, sérstaklega vegna bráðatilvika. Einnig er nauðsynlegt að nefna að ekki er gert ráð fyrir að í núverandi viðbyggingu við Hringbraut verði ný geðdeild, heldur á að lagfæra það húsnæði sem fyrir er. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra ætlað að leggja fram þarfa- og kostnaðargreiningu, m.a. með tilliti til gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála, og hafi samráð við fagaðila við vinnslu hennar. Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að núverandi staðsetning þjóðarsjúkrahússins mun ekki geta sinnt sínu hlutverki svo vel sé vegna staðsetningar og sérstaklega vegna þess að Hringbraut er ekki lengur miðja höfuðborgarsvæðisins þó sú staðsetning hafi þótt hentug fyrir einhverjum árum síðan en þessi tillaga sem nú er um að ræða kveður á um að samhliða undirbúningi á framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarsjúkrahúss verði kannaður fýsileiki þess að nýta byggingar við Hringbraut undir umdæmissjúkrahús eða hérðassjúkrahús, jafnvel mætti nýta húsnæðið undir heimili fyrir aldraða. Á árunum 2001 – 2008 voru skrifaðar nokkrar álitsgerðir af íslenskum og erlendum aðilum og í flestum þeirra var komist að þeirri niðurstöðu að best væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni á nýjum stað. Sérfræðingarnir sem sömdu álitin töldu hins vegar að ef ekki væri hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á nýjum stað væri best að byggja við sjúkrahúsið í Fossvogi eða við gamla Landspítalann við Hringbraut, semsagt valinn var næst besti eða þriðji bestu kosturinn til uppbyggingar og niðurstaðan, að byggja við Landspítalann við Hringbraut, var byggð á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 en allar forsendur skipulagsins virðast brostnar og það verður ekki litið framhjá því að aðgengi að Hringbraut getur skapað óöryggi hjá þeim sem þurfa á bráðaþjónustu að halda. Auk þessara álitsgerða var gefin út skýrsla sem unnin var af Háskólanum á Bifröst og Rannsóknastofnun atvinnulífsins fyrir Samtök atvinnulífsins, þessi skýrsla kom fram í nóvember 2015 og þar kom fram, m.a. fram að Hringbraut hentaði ekki sem framtíðarstaðsetning þjóðarsjúkrahúss og að fjárhagslegur ávinningur annarrar staðsetningar væri töluverður. Á þessi sjónarmið hafa stjórnvöld ekki hlustað, þau hlustuðu heldur ekki á Samtökin um betri spítala á betri stað þegar þau gáfu út skýrslu sama ár sem tók til að hagkvæmast væri að reisa nýjan spítala á öðrum stað og sérstaklega var tekið til þess að búsetumiðja höfuðborgarsvæðisins skipti máli ásamt aðgengi að meginumferðaræðum. Atburðir síðustu misserin hafa auk þess kallað á endurskoðun þess efnis að hafa bæði 2. stigs þjónustu og 3. stigs þjónustu á sama stað með tilheyrandi truflun á gangverkinu. Staðsetning sjúkrahússins snýst því ekki aðeins um skipulag og byggingar, sjúkrahús snúast líka um tilfinningar, líf og dauða, gleði og sorg og þess vegna er mikilvægt að vandað verði til verka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun