Hvers vegna meira fyrir minna? Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 13:01 Á síðasta ári tók uppsveifla síðustu ára enda og við blasti samdráttarskeið hér á landi. Enginn gerði sér þó í hugarlund þau áhrif sem kórónuveiran myndi síðan hafa á efnahaginn. Sem betur fer var ríkið vel í stakk búið og fór fremur skuldlétt inn í þessa dýfu. Sú gæfusama staða er þó ekki sérstaklega ráðdeild í rekstri ríkisins að þakka, heldur litaðist reksturinn einnig af raunvexti skatttekna, lækkandi vaxtastigi og stöðugleikaframlögum kröfuhafa föllnu bankanna. Fjölmörg spjót standa að hinu opinbera um þessar mundir. Líkt og svo oft áður er krafan sú að ríkið auki útgjöld til muna. Þær fjölmörgu áskoranir sem við glímum við, þar á meðal kórónuveiran, atvinnuleysi og öldrun þjóðarinnar kalla að óbreyttu á gríðarlega útgjaldaaukningu hins opinbera. Ekki er hægt að líta framhjá því að þau útgjöld þarf á endanum að fjármagna með einum hætti eða öðrum. Óraunhæft er að hið opinbera leiðrétti hallann með skattahækkunum enda eru skattar hérlendis með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkjum. Takmörk eru einnig fyrir því hversu mikið er hægt að leyfa hallanum að vaxa. Ekki nægir að krossa fingur og vona að hagvöxtur úr óvæntri átt leiðrétti hallann. Raunar er óraunhæft að gera ráð fyrir því að því leyti að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir varanlegu framleiðslutapi. Þess heldur ætti fyrsti viðkomustaður á þeirri vegferð að brúa fyrirséðan hallarekstur að vera beiting ráðdeildar í opinberum rekstri. Raunar er þessi áskorun ævarandi enda á skynsamleg nýting skattfjár ávallt að vera í forgangi, óháð hagsveiflum. Gríðarlega mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem eru staðar til að auka framleiðni hins opinbera á næstunni. Koma þarf auga á útgjalda- og tekjuliði sem umbreyta má, svo þeir verði á endanum sem minnst byrði fyrir skattgreiðendur og hamli ekki verðmætasköpun heldur styðji við hana. Að tryggja að meira fáist fyrir minna í opinberum rekstri snýst ekki um sársaukafullan niðurskurð á grunnkerfum líkt og sumir halda fram, heldur forgangsröðun og sem besta nýtingu skattfjár. Kerfið á að þjónusta landsmenn - hina raunverulegu greiðendur - en ekki sjálft sig. Stöðu hins opinbera og áskoranir hefur Viðskiptaráð látið sig varða með útgáfu ritsins Hið opinbera: meira fyrir minna. Þar ber helst að nefna að hið opinbera minnki umsvif sín á ákveðnum sviðum, forgangsraði í þágu grunnþjónustu og þeirra tilfærslukerfa sem hið opinbera heldur úti, og auki framleiðni til dæmis með aukinni samvinnu við einkaaðila. Eitt af fjölmörgum atriðum sem leita mætti til að auka framleiðni er einföldun þess stofnanaumhverfis sem við búum við. Þannig eiga minni ríki erfitt með að standa undir fleiri og smærri stofnunum, en því smærri sem stofnanir eru því hærra hlutfall fjármagns fer í stjórnun og stoðþjónustu í stað kjarnastarfsemi. Fyrir utan fjárhagslegu rökin er umfram allt tækifæri fólgin í því að tryggja einfaldara stofnanaumhverfi og regluverk fyrir fólkið sem sækir þjónustuna til þeirra. Tillögurnar eru til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, sem stendur undir hinu opinbera, enda ganga þær út á að fá meira fyrir minna á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Þannig má snúa vörn í sókn og auka velferð á næstu árum. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Skattar og tollar Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Á síðasta ári tók uppsveifla síðustu ára enda og við blasti samdráttarskeið hér á landi. Enginn gerði sér þó í hugarlund þau áhrif sem kórónuveiran myndi síðan hafa á efnahaginn. Sem betur fer var ríkið vel í stakk búið og fór fremur skuldlétt inn í þessa dýfu. Sú gæfusama staða er þó ekki sérstaklega ráðdeild í rekstri ríkisins að þakka, heldur litaðist reksturinn einnig af raunvexti skatttekna, lækkandi vaxtastigi og stöðugleikaframlögum kröfuhafa föllnu bankanna. Fjölmörg spjót standa að hinu opinbera um þessar mundir. Líkt og svo oft áður er krafan sú að ríkið auki útgjöld til muna. Þær fjölmörgu áskoranir sem við glímum við, þar á meðal kórónuveiran, atvinnuleysi og öldrun þjóðarinnar kalla að óbreyttu á gríðarlega útgjaldaaukningu hins opinbera. Ekki er hægt að líta framhjá því að þau útgjöld þarf á endanum að fjármagna með einum hætti eða öðrum. Óraunhæft er að hið opinbera leiðrétti hallann með skattahækkunum enda eru skattar hérlendis með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkjum. Takmörk eru einnig fyrir því hversu mikið er hægt að leyfa hallanum að vaxa. Ekki nægir að krossa fingur og vona að hagvöxtur úr óvæntri átt leiðrétti hallann. Raunar er óraunhæft að gera ráð fyrir því að því leyti að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir varanlegu framleiðslutapi. Þess heldur ætti fyrsti viðkomustaður á þeirri vegferð að brúa fyrirséðan hallarekstur að vera beiting ráðdeildar í opinberum rekstri. Raunar er þessi áskorun ævarandi enda á skynsamleg nýting skattfjár ávallt að vera í forgangi, óháð hagsveiflum. Gríðarlega mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem eru staðar til að auka framleiðni hins opinbera á næstunni. Koma þarf auga á útgjalda- og tekjuliði sem umbreyta má, svo þeir verði á endanum sem minnst byrði fyrir skattgreiðendur og hamli ekki verðmætasköpun heldur styðji við hana. Að tryggja að meira fáist fyrir minna í opinberum rekstri snýst ekki um sársaukafullan niðurskurð á grunnkerfum líkt og sumir halda fram, heldur forgangsröðun og sem besta nýtingu skattfjár. Kerfið á að þjónusta landsmenn - hina raunverulegu greiðendur - en ekki sjálft sig. Stöðu hins opinbera og áskoranir hefur Viðskiptaráð látið sig varða með útgáfu ritsins Hið opinbera: meira fyrir minna. Þar ber helst að nefna að hið opinbera minnki umsvif sín á ákveðnum sviðum, forgangsraði í þágu grunnþjónustu og þeirra tilfærslukerfa sem hið opinbera heldur úti, og auki framleiðni til dæmis með aukinni samvinnu við einkaaðila. Eitt af fjölmörgum atriðum sem leita mætti til að auka framleiðni er einföldun þess stofnanaumhverfis sem við búum við. Þannig eiga minni ríki erfitt með að standa undir fleiri og smærri stofnunum, en því smærri sem stofnanir eru því hærra hlutfall fjármagns fer í stjórnun og stoðþjónustu í stað kjarnastarfsemi. Fyrir utan fjárhagslegu rökin er umfram allt tækifæri fólgin í því að tryggja einfaldara stofnanaumhverfi og regluverk fyrir fólkið sem sækir þjónustuna til þeirra. Tillögurnar eru til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, sem stendur undir hinu opinbera, enda ganga þær út á að fá meira fyrir minna á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Þannig má snúa vörn í sókn og auka velferð á næstu árum. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun