Vangaveltur um að „síðasti dansinn“ hjá Ronaldo og Messi gæti orðið í Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 12:00 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi börðust á Spáni í níu tímabil með Real Madrid og Barcelona. Getty/ Victor Carretero Bestu fótboltamenn heims hafa verið orðaðir við Manchester liðin að undanförnu sem hljómar afar vel í eyrum margra fótboltaáhugamanna. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt magnaða fótboltaferla og eru báðir enn að spila í hæsta klassa þrátt fyrir að árin séu að færast yfir þá. Það deilir hins vegar enginn um það að það styttist í annan endann á ferli þessara lifandi goðsagna. Hver veit nema að lokaglíma þeirra um „yfirráðin“ í knattspyrnuheiminum fari fram í Manchester borg og þá sem leikmenn nágrannaliðanna Manchester United og Manchester City. Slíkir draumar flæða yfir samfélagsmiðla í dag eftir að Ronaldo var orðaður aftur við Manchester United. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa nefnilega verið tveir bestu knattspyrnumenn heims í meira en áratug og margir hafa saknað þess tíma þegar þeir börðust með liðum sínum á Spáni. Messi og Ronaldo voru leikmenn erkifjendanna á Spáni í níu tímabil og börðust þar um alla titla hvort sem þeir voru liðatitlar eða einstaklingstitlar. Ronaldo/Man United Messi/Man CityOne last dance - it's written in the stars! https://t.co/m9cyQ73zrz— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 og hefur síðan spilað með Juventus á Ítalíu en Messi er enn hjá Barcelona. Eftir fréttir dagsins að Manchester United vilji fá Cristiano Ronaldo aftur sem og það hversu nálægt Lionel Messi var að fara til Manchester City í haust þá hefur spenna magnast í fótboltaheiminum um síðasti dans þeirra félaga í evrópska fótboltanum gæti orðið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City mun örugglega reyna að sannfæra Lionel Messi um að koma til félagsins í sumar þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út. Cristiano Ronaldo lék með Manchester frá 2003 til 2009 eða frá því hann var átján ára þar til að hann var orðinn einn allra besti fótboltamaður heims 24 ára gamall. Ronaldo er tveimur árum eldri en Messi. Það er þó ekki sjáanlegt inn á fótboltavellinum þar sem Portúgalinn hefur verið magnaður þessi tvö síðustu ár sem Messi hefur á hann. Endi þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi fótboltaferla sína sem erkifjendur í bestu deildinni í heimi þá væri það svo sannarlega efni í Netflix heimildarmynd. Það er því ekkert skrýtið þótt að fótboltaáhugafólk á Twitter sé farið að skrifa um „síðasti dansinn“ og vitna í magnaða heimildarmynd um lokatímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Cristiano Ronaldo is 869 days older than Lionel Messi. Ronaldo's son, Cristiano Jr. is 869 days older than Messi's son, Thiago. pic.twitter.com/SvW0jpyA7j— WTF Facts (@mrwtffacts) November 3, 2020 Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Bestu fótboltamenn heims hafa verið orðaðir við Manchester liðin að undanförnu sem hljómar afar vel í eyrum margra fótboltaáhugamanna. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt magnaða fótboltaferla og eru báðir enn að spila í hæsta klassa þrátt fyrir að árin séu að færast yfir þá. Það deilir hins vegar enginn um það að það styttist í annan endann á ferli þessara lifandi goðsagna. Hver veit nema að lokaglíma þeirra um „yfirráðin“ í knattspyrnuheiminum fari fram í Manchester borg og þá sem leikmenn nágrannaliðanna Manchester United og Manchester City. Slíkir draumar flæða yfir samfélagsmiðla í dag eftir að Ronaldo var orðaður aftur við Manchester United. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa nefnilega verið tveir bestu knattspyrnumenn heims í meira en áratug og margir hafa saknað þess tíma þegar þeir börðust með liðum sínum á Spáni. Messi og Ronaldo voru leikmenn erkifjendanna á Spáni í níu tímabil og börðust þar um alla titla hvort sem þeir voru liðatitlar eða einstaklingstitlar. Ronaldo/Man United Messi/Man CityOne last dance - it's written in the stars! https://t.co/m9cyQ73zrz— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 og hefur síðan spilað með Juventus á Ítalíu en Messi er enn hjá Barcelona. Eftir fréttir dagsins að Manchester United vilji fá Cristiano Ronaldo aftur sem og það hversu nálægt Lionel Messi var að fara til Manchester City í haust þá hefur spenna magnast í fótboltaheiminum um síðasti dans þeirra félaga í evrópska fótboltanum gæti orðið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City mun örugglega reyna að sannfæra Lionel Messi um að koma til félagsins í sumar þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út. Cristiano Ronaldo lék með Manchester frá 2003 til 2009 eða frá því hann var átján ára þar til að hann var orðinn einn allra besti fótboltamaður heims 24 ára gamall. Ronaldo er tveimur árum eldri en Messi. Það er þó ekki sjáanlegt inn á fótboltavellinum þar sem Portúgalinn hefur verið magnaður þessi tvö síðustu ár sem Messi hefur á hann. Endi þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi fótboltaferla sína sem erkifjendur í bestu deildinni í heimi þá væri það svo sannarlega efni í Netflix heimildarmynd. Það er því ekkert skrýtið þótt að fótboltaáhugafólk á Twitter sé farið að skrifa um „síðasti dansinn“ og vitna í magnaða heimildarmynd um lokatímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Cristiano Ronaldo is 869 days older than Lionel Messi. Ronaldo's son, Cristiano Jr. is 869 days older than Messi's son, Thiago. pic.twitter.com/SvW0jpyA7j— WTF Facts (@mrwtffacts) November 3, 2020
Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira