Guðni reyndist neikvæður og laus úr sóttkví Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2020 16:09 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun. Forsetinn segir að viðkomandi starfsmanni heilsist vel. Hann sendir þó samúðarkveðjur til ástvinna þeirra sem hafi látist af völdum sjúkdómsins að undanförnu. „Í vikunni fjölgaði þeim enn sem látist hafa af völdum COVID-19 sjúkdómsins á Íslandi. Sem fyrr sendi ég ástvinum samúðarkveðjur. Að undanförnu hefur smitum fækkað. Hertar aðgerðir gegn útbreiðslu farsóttarinnar hafa greinilega skilað árangri og vonir hljóta að standa til þess að senn verði óhætt að slaka á þeim að einhverju leyti. Gott hefur verið að sjá að langflestir íbúar landsins styðja atbeina sóttvarnaryfirvalda og stjórnvalda, ekki vegna boðvalds þeirra heldur vegna þess að fólk hefur fundið gildi samtakamáttar í þessum efnum, komist að niðurstöðu um það á eigin forsendum og eftir eigin hyggjuviti,“ skrifar Guðni á Facebook. Í færslu sinni segir Guðni einnig að huga verði að því að varnir gegn veirunni skappi ekki verri vanda til frambúðar á öðrum vettvangi. Þá jafnvægislist stundi stjórnvöld dag hvern og með vísindalega ráðgjöf og önnur sjónarmið í huga. Brýnt sé að missa ekki móðinn. „Farsóttin og varnir gegn henni valda víða usla. Fólk hefur látist og veikst illa, margir hafa misst atvinnu sína, fyrirtæki berjast í bökkum, skólahald er með óvenjulegum hætti og miklar skorður reistar við hvers kyns afþreyingu og listum, tómstundum og íþróttum. En hér verðum við líka að greina á milli áfalla og óþæginda. Gerum ekki illt verra með því að ýkja andbyrinn og gefast upp. Sýnum frekar hvað í okkur býr, leitum lausna, stöppum stálinu í hvert annað og látum ekki neikvæðni, beiskju og reiði ráða för. Það fer sjaldnast vel.“ Þá minnir forsetinn einnig á mikilvægi hreyfingar og útiveru fyrir líkama og sál. Segist hann hafa fundið það í hans sóttkví hve vel það reyndist að komast undir bert loft og reyna aðeins á sig. Kæru landsmenn. Í mínum embættisstörfum bar það helst til tíðinda í nýliðinni viku að ég þurfti að fara í sóttkví eftir...Posted by Forseti Íslands on Monday, 9 November 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40 Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. 4. nóvember 2020 08:39 Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. 3. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun. Forsetinn segir að viðkomandi starfsmanni heilsist vel. Hann sendir þó samúðarkveðjur til ástvinna þeirra sem hafi látist af völdum sjúkdómsins að undanförnu. „Í vikunni fjölgaði þeim enn sem látist hafa af völdum COVID-19 sjúkdómsins á Íslandi. Sem fyrr sendi ég ástvinum samúðarkveðjur. Að undanförnu hefur smitum fækkað. Hertar aðgerðir gegn útbreiðslu farsóttarinnar hafa greinilega skilað árangri og vonir hljóta að standa til þess að senn verði óhætt að slaka á þeim að einhverju leyti. Gott hefur verið að sjá að langflestir íbúar landsins styðja atbeina sóttvarnaryfirvalda og stjórnvalda, ekki vegna boðvalds þeirra heldur vegna þess að fólk hefur fundið gildi samtakamáttar í þessum efnum, komist að niðurstöðu um það á eigin forsendum og eftir eigin hyggjuviti,“ skrifar Guðni á Facebook. Í færslu sinni segir Guðni einnig að huga verði að því að varnir gegn veirunni skappi ekki verri vanda til frambúðar á öðrum vettvangi. Þá jafnvægislist stundi stjórnvöld dag hvern og með vísindalega ráðgjöf og önnur sjónarmið í huga. Brýnt sé að missa ekki móðinn. „Farsóttin og varnir gegn henni valda víða usla. Fólk hefur látist og veikst illa, margir hafa misst atvinnu sína, fyrirtæki berjast í bökkum, skólahald er með óvenjulegum hætti og miklar skorður reistar við hvers kyns afþreyingu og listum, tómstundum og íþróttum. En hér verðum við líka að greina á milli áfalla og óþæginda. Gerum ekki illt verra með því að ýkja andbyrinn og gefast upp. Sýnum frekar hvað í okkur býr, leitum lausna, stöppum stálinu í hvert annað og látum ekki neikvæðni, beiskju og reiði ráða för. Það fer sjaldnast vel.“ Þá minnir forsetinn einnig á mikilvægi hreyfingar og útiveru fyrir líkama og sál. Segist hann hafa fundið það í hans sóttkví hve vel það reyndist að komast undir bert loft og reyna aðeins á sig. Kæru landsmenn. Í mínum embættisstörfum bar það helst til tíðinda í nýliðinni viku að ég þurfti að fara í sóttkví eftir...Posted by Forseti Íslands on Monday, 9 November 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40 Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. 4. nóvember 2020 08:39 Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. 3. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40
Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. 4. nóvember 2020 08:39
Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. 3. nóvember 2020 18:16