Anton synti til sigurs í Búdapest Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 13:46 Anton Sveinn McKee er að gera góða hluti í atvinnumannadeildinni í sundi í Búdapest. EPA/Robert Perry Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tryggði liði Toronto Titans 12 stig í dag þegar hann vann meðal annars 200 metra bringusund á móti í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest. Um er að ræða fjórða og síðasta mót Antons og félaga fyrir úrslitakeppnina í Meistaradeildinni, sem einnig fer fram í Búdapest. Fyrri keppnisdagur mótsins var í dag og vann Anton 200 metra bringusundið á 2:03,41 mínútum. Þar með fékk hann níu stig fyrir lið Titans. Anton keppti einnig í 50 metra bringusundi og kom í bakkann á 26,90 sekúndum, í 5. sæti. Það skilaði þó engum stigum því Emre Sakci úr liði Iron „stal“ stigum Antons og fjögurra annarra keppenda, sem voru meira en sekúndu á eftir Sakci. Sigurtími hans var 25,43 sekúndur og skilaði heilum 24 stigum. Anton var svo í boðsundssveit Titans í 4x100 metra fjórsundi og átti sinn þátt í að liðið næði 3. sæti, sem skilaði 12 stigum eða þremur stigum á mann. Anton keppir á morgun í 100 metra bringusundi en þá ráðast úrslitin í þessu móti. Titans eru sem stendur neðstir af fjórum liðum, með 155 stig eða 28,5 stigum á eftir næsta liði, Iron. Þó er ljóst að bæði lið komast í átta liða úrslitin. Meistaradeildin í sundi (e. ISL) var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Deildin, sem er liðakeppni, er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum, sem allir telja til bestu sundmanna heims. Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein og sundfólkið vinnur sér inn stig eftir sætaröð. Einnig er keppt í boðsundum en þar er hægt að fá tvöföld stig. Sund Tengdar fréttir Anton tvisvar í fjórða sæti Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. 6. nóvember 2020 12:57 Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tryggði liði Toronto Titans 12 stig í dag þegar hann vann meðal annars 200 metra bringusund á móti í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest. Um er að ræða fjórða og síðasta mót Antons og félaga fyrir úrslitakeppnina í Meistaradeildinni, sem einnig fer fram í Búdapest. Fyrri keppnisdagur mótsins var í dag og vann Anton 200 metra bringusundið á 2:03,41 mínútum. Þar með fékk hann níu stig fyrir lið Titans. Anton keppti einnig í 50 metra bringusundi og kom í bakkann á 26,90 sekúndum, í 5. sæti. Það skilaði þó engum stigum því Emre Sakci úr liði Iron „stal“ stigum Antons og fjögurra annarra keppenda, sem voru meira en sekúndu á eftir Sakci. Sigurtími hans var 25,43 sekúndur og skilaði heilum 24 stigum. Anton var svo í boðsundssveit Titans í 4x100 metra fjórsundi og átti sinn þátt í að liðið næði 3. sæti, sem skilaði 12 stigum eða þremur stigum á mann. Anton keppir á morgun í 100 metra bringusundi en þá ráðast úrslitin í þessu móti. Titans eru sem stendur neðstir af fjórum liðum, með 155 stig eða 28,5 stigum á eftir næsta liði, Iron. Þó er ljóst að bæði lið komast í átta liða úrslitin. Meistaradeildin í sundi (e. ISL) var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Deildin, sem er liðakeppni, er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum, sem allir telja til bestu sundmanna heims. Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein og sundfólkið vinnur sér inn stig eftir sætaröð. Einnig er keppt í boðsundum en þar er hægt að fá tvöföld stig.
Sund Tengdar fréttir Anton tvisvar í fjórða sæti Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. 6. nóvember 2020 12:57 Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Anton tvisvar í fjórða sæti Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. 6. nóvember 2020 12:57
Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01
„Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01