Kanye viðurkennir ósigur en gefur framboði 2024 undir fótinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 09:07 Kanye West hefur gefið vísbendingar um að hann bjóði sig aftur fram árið 2024. Scott Dudelson/FilmMagic Rapparinn, fatahönnuðurinn og athafnamaðurinn Kanye West reið ekki feitum hesti í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag, og hverra úrslit liggja ekki enn fyrir. Þó liggur fyrir að West var ekki hlutskarpastur frambjóðenda að þessu sinni. Hann hefur sjálfur viðurkennt ósigur. Kanye virðist þó vera búinn að tilkynna um að hann hyggist reyna aftur að næsta kjörtímabili loknu. Daginn eftir kjördag tísti hann einföldum skilaboðum: „Kanye 2024.“ KANYE 2024 pic.twitter.com/Zm2pKcn12t— ye (@kanyewest) November 4, 2020 West tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna í júlí á þessu ári. Þá sagði hann að framboðið sækti innblástur til Wakanda, sem er skáldað land úr ofurhetjuheimi Marvel. West sagði að það væri forgangsatriði í hans huga að binda endi á lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Ofbeldi bandarískra lögreglumanna gegn borgurum, einkum og sér í lagi svörtum borgurum, hefur lengi verið deiluefni í bandarísku samfélagi. Þá sagðist Kanye vilja fjarlægja efnablöndur úr svitalyktareyðum og tannkremi. Eins sagðist hann vilja vernda Bandaríkin með „frábærum her.“ Rapparinn víðfrægi var á kjörseðlinum í 12 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, en framboðsfrestur flestra ríkja var honum fjötur um fót, þar sem hann var of seinn að skrá framboð sitt með lögboðnum hætti víðast hvar. Á landsvísu fékk framboð hans Afmælisflokkurinn eða Afmælisveislan (e. The Birthday Party) um 60.000 atkvæði. Það er almennt ekki nóg til þess að hreppa forsetastólinn, en þegar þetta er ritað hafa tveir atkvæðamestu frambjóðendurnir, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og Donald Trump forseti, báðir fengið yfir 70 milljón atkvæði. Til samanburðar má benda á að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk yfir 71.000 atkvæði í forsetakosningunum hér á landi árið 2016. Flest atkvæði fékk Kanye í Tennessee, eða 10.188. Ríkið er almennt talið vígi Repúblikana. Til marks um það má benda á að Repúblikaninn Donald Trump vann þar í ár. Tennesse gefur ellefu kjörmenn í kosningakerfi Bandaríkjanna. Umdeilt framboð og andleg veikindi Framboð Kanye var umdeilt en á kosningafundum lét hann ýmis ummæli falla sem ekki féllu vel í kramið hjá stórum hópum fólks. Hann sagði meðal annars ranglega að Harriet Tubman, sem barðist fyrir afnámi þrælahalds, hafi í raun ekki frelsað þræla. Vildi Kanye meina að hún hafi „bara látið þrælana fara að vinna fyrir annað hvítt fólk.“ Þá gerði Kanye þungunarrof að umfjöllunarefni sínu á einum kosningafundanna. Þar grét hann og greindi meðal annars frá því að foreldar hans hafi íhugað þungunarrof þegar móðir hans gekk með hann, og að hann hafi viljað að eiginkona hans, Kim Kardashian West, færi í þungunarrof þegar hún gekk með elstu dóttur þeirra. Á síðasta ári greindi Kanye frá því að hann væri með geðhvarfasýki. Í kjölfarið fór eiginkona hans á samfélagsmiðla og bað fólk um að sýna veikindum hans skilning og samúð. Sagði hún að orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinti í raun og veru. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira
Rapparinn, fatahönnuðurinn og athafnamaðurinn Kanye West reið ekki feitum hesti í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag, og hverra úrslit liggja ekki enn fyrir. Þó liggur fyrir að West var ekki hlutskarpastur frambjóðenda að þessu sinni. Hann hefur sjálfur viðurkennt ósigur. Kanye virðist þó vera búinn að tilkynna um að hann hyggist reyna aftur að næsta kjörtímabili loknu. Daginn eftir kjördag tísti hann einföldum skilaboðum: „Kanye 2024.“ KANYE 2024 pic.twitter.com/Zm2pKcn12t— ye (@kanyewest) November 4, 2020 West tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna í júlí á þessu ári. Þá sagði hann að framboðið sækti innblástur til Wakanda, sem er skáldað land úr ofurhetjuheimi Marvel. West sagði að það væri forgangsatriði í hans huga að binda endi á lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Ofbeldi bandarískra lögreglumanna gegn borgurum, einkum og sér í lagi svörtum borgurum, hefur lengi verið deiluefni í bandarísku samfélagi. Þá sagðist Kanye vilja fjarlægja efnablöndur úr svitalyktareyðum og tannkremi. Eins sagðist hann vilja vernda Bandaríkin með „frábærum her.“ Rapparinn víðfrægi var á kjörseðlinum í 12 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, en framboðsfrestur flestra ríkja var honum fjötur um fót, þar sem hann var of seinn að skrá framboð sitt með lögboðnum hætti víðast hvar. Á landsvísu fékk framboð hans Afmælisflokkurinn eða Afmælisveislan (e. The Birthday Party) um 60.000 atkvæði. Það er almennt ekki nóg til þess að hreppa forsetastólinn, en þegar þetta er ritað hafa tveir atkvæðamestu frambjóðendurnir, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og Donald Trump forseti, báðir fengið yfir 70 milljón atkvæði. Til samanburðar má benda á að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk yfir 71.000 atkvæði í forsetakosningunum hér á landi árið 2016. Flest atkvæði fékk Kanye í Tennessee, eða 10.188. Ríkið er almennt talið vígi Repúblikana. Til marks um það má benda á að Repúblikaninn Donald Trump vann þar í ár. Tennesse gefur ellefu kjörmenn í kosningakerfi Bandaríkjanna. Umdeilt framboð og andleg veikindi Framboð Kanye var umdeilt en á kosningafundum lét hann ýmis ummæli falla sem ekki féllu vel í kramið hjá stórum hópum fólks. Hann sagði meðal annars ranglega að Harriet Tubman, sem barðist fyrir afnámi þrælahalds, hafi í raun ekki frelsað þræla. Vildi Kanye meina að hún hafi „bara látið þrælana fara að vinna fyrir annað hvítt fólk.“ Þá gerði Kanye þungunarrof að umfjöllunarefni sínu á einum kosningafundanna. Þar grét hann og greindi meðal annars frá því að foreldar hans hafi íhugað þungunarrof þegar móðir hans gekk með hann, og að hann hafi viljað að eiginkona hans, Kim Kardashian West, færi í þungunarrof þegar hún gekk með elstu dóttur þeirra. Á síðasta ári greindi Kanye frá því að hann væri með geðhvarfasýki. Í kjölfarið fór eiginkona hans á samfélagsmiðla og bað fólk um að sýna veikindum hans skilning og samúð. Sagði hún að orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinti í raun og veru.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira