Kærðu hvort annað eftir uppákomu á árshátíð á Vestfjörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 19:11 Ákærða var yfirheyrð 2. júní síðastliðinn og sagði kæruna ranga. Á mynd sést húsnæði lögreglustjórans á Vestfjörðum. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað konu af líkamsárás gegn mági sínum á árshátíð sem þau sóttu bæði í fyrra. Í dómi eru rakin mikil illindi á milli þeirra en þau kærðu hvort annað fyrir líkamsárás á umræddri árshátíð. Ákæra á hendur manninum fyrir árás á konuna bíður dóms. Ákærða og mágur hennar voru á meðal gesta á árshátíð í félagsheimili á Vestfjörðum að kvöldi 6. apríl í fyrra. Tveimur dögum eftir árshátíðina lagði ákærða fram kæru á hendur mági sínum fyrir meinta líkamsárás á dansgólfinu á árshátíðinni. Gefin var út ákæra í kjölfarið og bíður hún dóms. Í lok apríl þessa árs kærði mágurinn hins vegar ákærðu fyrir líkamsárás á sömu árshátíð. Í kærunni segir að mágurinn hafi staðið við barinn í félagsheimilinu og verið að ræða við móðursystur sína þegar ákærðu hafi borið að „og hún umsvifalaust og án tilefnis slegið hann í hálsinn.“ Ákæra var gefin út í kjölfarið, líkt og í hinu málinu, sem hér er til umfjöllunar. Viðurkenndi „fokk merki“ en þvertók fyrir árás Ákærða sagði í yfirheyrslu í júní síðastliðnum að kæra mágs hennar væri röng og hún hefði aðeins hitt hann á dansgólfinu þetta kvöld. Þar hafi hún ekki gert annað en að halla sér upp að honum „og segja honum að drulla sér í burtu“. Mágurinn hafi þá brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Ákærða neitaði jafnframt sök fyrir dómi og þvertók áfram fyrir að hafa hitt mág sinn á barnum í félagsheimilinu. Hún kannaðist þó við að hafa hitt hann nokkrum sinnum umrætt kvöld og gefið honum „fokk merki“. Frásögn mágsins og móðursystur hans, sem staðfesti árás ákærðu í yfirheyrslu, stæðist ekki. Ákærða gat þess jafnframt að mágurinn og móðursystir hans væri afar náin og sú síðarnefnda myndi „vaða eld og brennistein fyrir náfrænda sinn“. „Hjólað í“ núverandi konu hans Mágurinn sagði fyrir dómi að ákærða hefði lengi verið með „þráhyggju gagnvart honum og láti hann ekki í friði“. Hún hefði „hjólað í“ núverandi konu hans og nær alla aðra hans nákomnustu. Þá kvaðst hann ekki nánari móðursystur sinni en almennt tíðkaðist innan fjölskyldu. Í niðurstöðu dómsins segir að af framburði ákærðu og mágs hennar fyrir dómi sé ljóst að „litlir kærleikar“ séu með þeim, allt frá árinu 2017. Í ljósi þess að greinileg óvild ríki milli þeirra, auk þess sem að eina vitnið sem studdi frásögn mágsins væri tengt honum fjölskylduböndum, þykir ekki sannað að hún hafi framið þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru. Konan var því sýknuð og allur sakarkostnaður, um 700 þúsund krónur, dæmdur til að greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað konu af líkamsárás gegn mági sínum á árshátíð sem þau sóttu bæði í fyrra. Í dómi eru rakin mikil illindi á milli þeirra en þau kærðu hvort annað fyrir líkamsárás á umræddri árshátíð. Ákæra á hendur manninum fyrir árás á konuna bíður dóms. Ákærða og mágur hennar voru á meðal gesta á árshátíð í félagsheimili á Vestfjörðum að kvöldi 6. apríl í fyrra. Tveimur dögum eftir árshátíðina lagði ákærða fram kæru á hendur mági sínum fyrir meinta líkamsárás á dansgólfinu á árshátíðinni. Gefin var út ákæra í kjölfarið og bíður hún dóms. Í lok apríl þessa árs kærði mágurinn hins vegar ákærðu fyrir líkamsárás á sömu árshátíð. Í kærunni segir að mágurinn hafi staðið við barinn í félagsheimilinu og verið að ræða við móðursystur sína þegar ákærðu hafi borið að „og hún umsvifalaust og án tilefnis slegið hann í hálsinn.“ Ákæra var gefin út í kjölfarið, líkt og í hinu málinu, sem hér er til umfjöllunar. Viðurkenndi „fokk merki“ en þvertók fyrir árás Ákærða sagði í yfirheyrslu í júní síðastliðnum að kæra mágs hennar væri röng og hún hefði aðeins hitt hann á dansgólfinu þetta kvöld. Þar hafi hún ekki gert annað en að halla sér upp að honum „og segja honum að drulla sér í burtu“. Mágurinn hafi þá brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Ákærða neitaði jafnframt sök fyrir dómi og þvertók áfram fyrir að hafa hitt mág sinn á barnum í félagsheimilinu. Hún kannaðist þó við að hafa hitt hann nokkrum sinnum umrætt kvöld og gefið honum „fokk merki“. Frásögn mágsins og móðursystur hans, sem staðfesti árás ákærðu í yfirheyrslu, stæðist ekki. Ákærða gat þess jafnframt að mágurinn og móðursystir hans væri afar náin og sú síðarnefnda myndi „vaða eld og brennistein fyrir náfrænda sinn“. „Hjólað í“ núverandi konu hans Mágurinn sagði fyrir dómi að ákærða hefði lengi verið með „þráhyggju gagnvart honum og láti hann ekki í friði“. Hún hefði „hjólað í“ núverandi konu hans og nær alla aðra hans nákomnustu. Þá kvaðst hann ekki nánari móðursystur sinni en almennt tíðkaðist innan fjölskyldu. Í niðurstöðu dómsins segir að af framburði ákærðu og mágs hennar fyrir dómi sé ljóst að „litlir kærleikar“ séu með þeim, allt frá árinu 2017. Í ljósi þess að greinileg óvild ríki milli þeirra, auk þess sem að eina vitnið sem studdi frásögn mágsins væri tengt honum fjölskylduböndum, þykir ekki sannað að hún hafi framið þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru. Konan var því sýknuð og allur sakarkostnaður, um 700 þúsund krónur, dæmdur til að greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira