Kærðu hvort annað eftir uppákomu á árshátíð á Vestfjörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 19:11 Ákærða var yfirheyrð 2. júní síðastliðinn og sagði kæruna ranga. Á mynd sést húsnæði lögreglustjórans á Vestfjörðum. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað konu af líkamsárás gegn mági sínum á árshátíð sem þau sóttu bæði í fyrra. Í dómi eru rakin mikil illindi á milli þeirra en þau kærðu hvort annað fyrir líkamsárás á umræddri árshátíð. Ákæra á hendur manninum fyrir árás á konuna bíður dóms. Ákærða og mágur hennar voru á meðal gesta á árshátíð í félagsheimili á Vestfjörðum að kvöldi 6. apríl í fyrra. Tveimur dögum eftir árshátíðina lagði ákærða fram kæru á hendur mági sínum fyrir meinta líkamsárás á dansgólfinu á árshátíðinni. Gefin var út ákæra í kjölfarið og bíður hún dóms. Í lok apríl þessa árs kærði mágurinn hins vegar ákærðu fyrir líkamsárás á sömu árshátíð. Í kærunni segir að mágurinn hafi staðið við barinn í félagsheimilinu og verið að ræða við móðursystur sína þegar ákærðu hafi borið að „og hún umsvifalaust og án tilefnis slegið hann í hálsinn.“ Ákæra var gefin út í kjölfarið, líkt og í hinu málinu, sem hér er til umfjöllunar. Viðurkenndi „fokk merki“ en þvertók fyrir árás Ákærða sagði í yfirheyrslu í júní síðastliðnum að kæra mágs hennar væri röng og hún hefði aðeins hitt hann á dansgólfinu þetta kvöld. Þar hafi hún ekki gert annað en að halla sér upp að honum „og segja honum að drulla sér í burtu“. Mágurinn hafi þá brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Ákærða neitaði jafnframt sök fyrir dómi og þvertók áfram fyrir að hafa hitt mág sinn á barnum í félagsheimilinu. Hún kannaðist þó við að hafa hitt hann nokkrum sinnum umrætt kvöld og gefið honum „fokk merki“. Frásögn mágsins og móðursystur hans, sem staðfesti árás ákærðu í yfirheyrslu, stæðist ekki. Ákærða gat þess jafnframt að mágurinn og móðursystir hans væri afar náin og sú síðarnefnda myndi „vaða eld og brennistein fyrir náfrænda sinn“. „Hjólað í“ núverandi konu hans Mágurinn sagði fyrir dómi að ákærða hefði lengi verið með „þráhyggju gagnvart honum og láti hann ekki í friði“. Hún hefði „hjólað í“ núverandi konu hans og nær alla aðra hans nákomnustu. Þá kvaðst hann ekki nánari móðursystur sinni en almennt tíðkaðist innan fjölskyldu. Í niðurstöðu dómsins segir að af framburði ákærðu og mágs hennar fyrir dómi sé ljóst að „litlir kærleikar“ séu með þeim, allt frá árinu 2017. Í ljósi þess að greinileg óvild ríki milli þeirra, auk þess sem að eina vitnið sem studdi frásögn mágsins væri tengt honum fjölskylduböndum, þykir ekki sannað að hún hafi framið þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru. Konan var því sýknuð og allur sakarkostnaður, um 700 þúsund krónur, dæmdur til að greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað konu af líkamsárás gegn mági sínum á árshátíð sem þau sóttu bæði í fyrra. Í dómi eru rakin mikil illindi á milli þeirra en þau kærðu hvort annað fyrir líkamsárás á umræddri árshátíð. Ákæra á hendur manninum fyrir árás á konuna bíður dóms. Ákærða og mágur hennar voru á meðal gesta á árshátíð í félagsheimili á Vestfjörðum að kvöldi 6. apríl í fyrra. Tveimur dögum eftir árshátíðina lagði ákærða fram kæru á hendur mági sínum fyrir meinta líkamsárás á dansgólfinu á árshátíðinni. Gefin var út ákæra í kjölfarið og bíður hún dóms. Í lok apríl þessa árs kærði mágurinn hins vegar ákærðu fyrir líkamsárás á sömu árshátíð. Í kærunni segir að mágurinn hafi staðið við barinn í félagsheimilinu og verið að ræða við móðursystur sína þegar ákærðu hafi borið að „og hún umsvifalaust og án tilefnis slegið hann í hálsinn.“ Ákæra var gefin út í kjölfarið, líkt og í hinu málinu, sem hér er til umfjöllunar. Viðurkenndi „fokk merki“ en þvertók fyrir árás Ákærða sagði í yfirheyrslu í júní síðastliðnum að kæra mágs hennar væri röng og hún hefði aðeins hitt hann á dansgólfinu þetta kvöld. Þar hafi hún ekki gert annað en að halla sér upp að honum „og segja honum að drulla sér í burtu“. Mágurinn hafi þá brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Ákærða neitaði jafnframt sök fyrir dómi og þvertók áfram fyrir að hafa hitt mág sinn á barnum í félagsheimilinu. Hún kannaðist þó við að hafa hitt hann nokkrum sinnum umrætt kvöld og gefið honum „fokk merki“. Frásögn mágsins og móðursystur hans, sem staðfesti árás ákærðu í yfirheyrslu, stæðist ekki. Ákærða gat þess jafnframt að mágurinn og móðursystir hans væri afar náin og sú síðarnefnda myndi „vaða eld og brennistein fyrir náfrænda sinn“. „Hjólað í“ núverandi konu hans Mágurinn sagði fyrir dómi að ákærða hefði lengi verið með „þráhyggju gagnvart honum og láti hann ekki í friði“. Hún hefði „hjólað í“ núverandi konu hans og nær alla aðra hans nákomnustu. Þá kvaðst hann ekki nánari móðursystur sinni en almennt tíðkaðist innan fjölskyldu. Í niðurstöðu dómsins segir að af framburði ákærðu og mágs hennar fyrir dómi sé ljóst að „litlir kærleikar“ séu með þeim, allt frá árinu 2017. Í ljósi þess að greinileg óvild ríki milli þeirra, auk þess sem að eina vitnið sem studdi frásögn mágsins væri tengt honum fjölskylduböndum, þykir ekki sannað að hún hafi framið þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru. Konan var því sýknuð og allur sakarkostnaður, um 700 þúsund krónur, dæmdur til að greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira