Vardy kláraði Úlfana Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. nóvember 2020 16:02 Jamie Vardy hjá Leicester City. Getty/Leila Coker Leicester City fékk Wolves í heimsókn í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið hafa byrjað mótið vel og eru í efri hluta deildarinnar. Leikurinn var aðeins fimmtán mínútna gamall þegar boltinn hafði viðkomu í hönd Max Kilman í vítateig Úlfanna og fengu heimamenn vítaspyrnu eftir að atvikið hafði verið skoðað í VAR. Markamaskínan Jamie Vardy fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Leicester var aftur dæmd vítaspyrna á 39.mínútu þegar Rayyan Ait Nouri braut klaufalega af sér innan vítateigs. Í þetta skiptið sá Rui Patricio við Vardy. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og fóru heimamenn því með 1-0 sigur af hólmi og eru því á toppi deildarinnar en Liverpool getur endurheimt toppsætið þegar liðið mætir Man City innan skamms. Enski boltinn
Leicester City fékk Wolves í heimsókn í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið hafa byrjað mótið vel og eru í efri hluta deildarinnar. Leikurinn var aðeins fimmtán mínútna gamall þegar boltinn hafði viðkomu í hönd Max Kilman í vítateig Úlfanna og fengu heimamenn vítaspyrnu eftir að atvikið hafði verið skoðað í VAR. Markamaskínan Jamie Vardy fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Leicester var aftur dæmd vítaspyrna á 39.mínútu þegar Rayyan Ait Nouri braut klaufalega af sér innan vítateigs. Í þetta skiptið sá Rui Patricio við Vardy. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og fóru heimamenn því með 1-0 sigur af hólmi og eru því á toppi deildarinnar en Liverpool getur endurheimt toppsætið þegar liðið mætir Man City innan skamms.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti