Stúdentar á Íslandi þurfa mest á vinnu að halda af öllum stúdentum í Evrópu Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 6. nóvember 2020 07:30 72% allra vinnandi stúdenta á Íslandi telja að án launaðs starfs hefðu þeir ekki efni á að stunda nám sitt. Það er hæsta hlutfall stúdenta sem þarf á vinnu að halda til að stunda nám sitt af öllum Evrópulöndum sem EUROSTUDENT VII, heildræn könnun á högum stúdenta í Evrópu, tók til. Fyrstu niðurstöður könnunarinnar birtust í 20 blaðsíðna samantekt í gær, 5. nóvember. Ísland í 1. sæti! Hér á landi sögðu nánar tiltekið 72% stúdenta sem vinna með námi að þeir væru mjög sammála fullyrðingunni: „Without my paid job, I could not afford to be a student“.[1] Að meðaltali sögðust 50% stúdenta annarra landa vera mjög sammála fullyrðingunni. Það hefði verið óskandi að hægt væri að líta á þessar niðurstöður EUROSTUDENT VII og hugsa að þetta myndi nú fljótlega breytast; handan við hornið væru tímar þar sem stúdentar þyrftu ekki að vinna meðan þeir stunda nám heldur gætu þeir einbeitt sér enn betur að náminu, enda nýtt námslánakerfi komið til sögunnar og stuðningur við stúdenta á meðan á námi stendur aukinn svo við værum betur stödd en áður. Það er hins vegar ekki svo einfalt. Í sumar tók Menntasjóður námsmanna við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Með því breyttist þó ekki fyrirkomulag framfærslulána hjá sjóðnum, þrátt fyrir að bent var á að löggjöfin þyrfti nauðsynlega að breytast til að stjórn sjóðsins myndi bæta úr of lágri framfærslu til stúdenta sem veldur því að þeir vinna mikið með námi. Þó nýtt námslánakerfi hafi tekið við hérlendis er sú framfærsla sem námsfólk á rétt á í námi óbreytt frá því að EUROSTUDENT könnunin fór fram árið 2019 og er það miður. Ísland í 2. sæti Þegar kemur að fjárhagslegum erfiðleikum stúdenta erum við í 2. sæti yfir mesta fjárhagslega erfiðleika.[3] 31% stúdenta á Íslandi metur það svo að það glími við mjög alvarlega eða alvarlega fjárhagserfiðleika. Ísland í 3. sæti Íslenskir stúdentar hreppa svo bronsið í keppninni um hvaða þjóð vinnur mest samhliða námi.[4] 72% stúdenta hér á landi vinnur með námi en það er hækkun frá síðustu könnun EUROSTUDENT VI frá 2016-2018 þar sem 69% stúdenta hérlendis vann með námi. Niðurstöður könnunar EUROSTUDENT VII staðfesta að stúdentar á Íslandi eru hluti af vinnumarkaðnum og vinnuafli þessa lands. Stúdentar, 18 ára og eldri, voru 19.237 talsins árið 2019 en 72% af því er um 14.200 manns. Þessi fjöldi hefur með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, rétt eins og annað vinnandi fólk, án þess að eiga rétt úr sjóðnum. Frá upphafi kórónaveirufaraldursins hefur verið bent á þetta ranglæti og krafist leiðréttingar á því. Við tökum líka 3. sætið í því hve mikil og slæm áhrif þátttaka á vinnumarkaði hefur á nám stúdenta á Íslandi. Um 25% allra stúdenta sem vinna með námi segja að starf á vinnumarkaði valdi þeim erfiðleikum við að stunda nám sitt en yfir 50% þeirra sem vinna 20 klst. vinnuvikur segja hið sama.[5] Topp þrjú Við ættum ekki að vilja vera á verðlaunapalli í þessum tilvikum. Er ekki augljóst að búa þarf betur fjárhagslega um stúdenta á Íslandi meðan á námi stendur? Við vinnum og vinnum störf en ávinnum okkur ekki sanngjarnan rétt hjá atvinnuleysistryggingasjóði og stjórnvöld neita að leiðrétta þá stöðu. Við vinnum og vinnum en frítekjumark í námslánakerfinu skerðir námslánið sem við fáum til framfærslu, sem er þegar allt of lág. Þar að auki eru þetta lán sem við borgum til baka með vöxtum og verðtryggingu svo aukin framfærsla með námslánum er ekki ósanngjörn bón. Á tímum þar sem atvinnuleysi er mikið og fjárhagsörðugleikar vaxandi hjá stórum hópi fólks er því miður ekki nógu aðlaðandi að fara í háskólanám á Íslandi, þrátt fyrir fögur orð stjórnvalda um að nám og menntun sé í lykill að bættum hag þjóðarinnar til framtíðar. Það þarf að bregðast við þessu umhverfi sem námsfólki er búið á Íslandi og tíminn er núna, þegar atvinnuleysi er mikið og álag enn meira. Þær aðstæður sem stúdentum er boðið uppá hafa áhrif á hvort við förum í nám og hvort fólk getur klárað sitt nám en fjárhagserfiðleikar eru þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar tefjast í námi. Á að ráðast í sértækar aðgerðir og fjárfesta í framtíðinni með því að bæta stöðu námsfólks, eða er framtíðarsýnin sú að Ísland sé á röngum verðlaunapalli sem er til marks um ófullnægjandi fjárhagsstuðning við stúdenta? Höfundur er meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ. [1] bls. 15 í skýrslunni. [2] bls. 17 í sömu skýrslu. [3] bls. 18 í sömu skýrslu. [4] bls. 14 í sömu skýrslu. [5] bls. 16. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Hagsmunir stúdenta Vinnumarkaður Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
72% allra vinnandi stúdenta á Íslandi telja að án launaðs starfs hefðu þeir ekki efni á að stunda nám sitt. Það er hæsta hlutfall stúdenta sem þarf á vinnu að halda til að stunda nám sitt af öllum Evrópulöndum sem EUROSTUDENT VII, heildræn könnun á högum stúdenta í Evrópu, tók til. Fyrstu niðurstöður könnunarinnar birtust í 20 blaðsíðna samantekt í gær, 5. nóvember. Ísland í 1. sæti! Hér á landi sögðu nánar tiltekið 72% stúdenta sem vinna með námi að þeir væru mjög sammála fullyrðingunni: „Without my paid job, I could not afford to be a student“.[1] Að meðaltali sögðust 50% stúdenta annarra landa vera mjög sammála fullyrðingunni. Það hefði verið óskandi að hægt væri að líta á þessar niðurstöður EUROSTUDENT VII og hugsa að þetta myndi nú fljótlega breytast; handan við hornið væru tímar þar sem stúdentar þyrftu ekki að vinna meðan þeir stunda nám heldur gætu þeir einbeitt sér enn betur að náminu, enda nýtt námslánakerfi komið til sögunnar og stuðningur við stúdenta á meðan á námi stendur aukinn svo við værum betur stödd en áður. Það er hins vegar ekki svo einfalt. Í sumar tók Menntasjóður námsmanna við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Með því breyttist þó ekki fyrirkomulag framfærslulána hjá sjóðnum, þrátt fyrir að bent var á að löggjöfin þyrfti nauðsynlega að breytast til að stjórn sjóðsins myndi bæta úr of lágri framfærslu til stúdenta sem veldur því að þeir vinna mikið með námi. Þó nýtt námslánakerfi hafi tekið við hérlendis er sú framfærsla sem námsfólk á rétt á í námi óbreytt frá því að EUROSTUDENT könnunin fór fram árið 2019 og er það miður. Ísland í 2. sæti Þegar kemur að fjárhagslegum erfiðleikum stúdenta erum við í 2. sæti yfir mesta fjárhagslega erfiðleika.[3] 31% stúdenta á Íslandi metur það svo að það glími við mjög alvarlega eða alvarlega fjárhagserfiðleika. Ísland í 3. sæti Íslenskir stúdentar hreppa svo bronsið í keppninni um hvaða þjóð vinnur mest samhliða námi.[4] 72% stúdenta hér á landi vinnur með námi en það er hækkun frá síðustu könnun EUROSTUDENT VI frá 2016-2018 þar sem 69% stúdenta hérlendis vann með námi. Niðurstöður könnunar EUROSTUDENT VII staðfesta að stúdentar á Íslandi eru hluti af vinnumarkaðnum og vinnuafli þessa lands. Stúdentar, 18 ára og eldri, voru 19.237 talsins árið 2019 en 72% af því er um 14.200 manns. Þessi fjöldi hefur með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, rétt eins og annað vinnandi fólk, án þess að eiga rétt úr sjóðnum. Frá upphafi kórónaveirufaraldursins hefur verið bent á þetta ranglæti og krafist leiðréttingar á því. Við tökum líka 3. sætið í því hve mikil og slæm áhrif þátttaka á vinnumarkaði hefur á nám stúdenta á Íslandi. Um 25% allra stúdenta sem vinna með námi segja að starf á vinnumarkaði valdi þeim erfiðleikum við að stunda nám sitt en yfir 50% þeirra sem vinna 20 klst. vinnuvikur segja hið sama.[5] Topp þrjú Við ættum ekki að vilja vera á verðlaunapalli í þessum tilvikum. Er ekki augljóst að búa þarf betur fjárhagslega um stúdenta á Íslandi meðan á námi stendur? Við vinnum og vinnum störf en ávinnum okkur ekki sanngjarnan rétt hjá atvinnuleysistryggingasjóði og stjórnvöld neita að leiðrétta þá stöðu. Við vinnum og vinnum en frítekjumark í námslánakerfinu skerðir námslánið sem við fáum til framfærslu, sem er þegar allt of lág. Þar að auki eru þetta lán sem við borgum til baka með vöxtum og verðtryggingu svo aukin framfærsla með námslánum er ekki ósanngjörn bón. Á tímum þar sem atvinnuleysi er mikið og fjárhagsörðugleikar vaxandi hjá stórum hópi fólks er því miður ekki nógu aðlaðandi að fara í háskólanám á Íslandi, þrátt fyrir fögur orð stjórnvalda um að nám og menntun sé í lykill að bættum hag þjóðarinnar til framtíðar. Það þarf að bregðast við þessu umhverfi sem námsfólki er búið á Íslandi og tíminn er núna, þegar atvinnuleysi er mikið og álag enn meira. Þær aðstæður sem stúdentum er boðið uppá hafa áhrif á hvort við förum í nám og hvort fólk getur klárað sitt nám en fjárhagserfiðleikar eru þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar tefjast í námi. Á að ráðast í sértækar aðgerðir og fjárfesta í framtíðinni með því að bæta stöðu námsfólks, eða er framtíðarsýnin sú að Ísland sé á röngum verðlaunapalli sem er til marks um ófullnægjandi fjárhagsstuðning við stúdenta? Höfundur er meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ. [1] bls. 15 í skýrslunni. [2] bls. 17 í sömu skýrslu. [3] bls. 18 í sömu skýrslu. [4] bls. 14 í sömu skýrslu. [5] bls. 16.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar