Gunnhildur Yrsa: Búnar að spila saman í allt sumar og það gleymist ekki á einum mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. nóvember 2020 18:31 Gunnhildur Yrsa átti flottan leik á miðju Vals í dag. Vísir/Hulda Margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, einn af markaskorurum Vals í öruggum 3-0 sigri á HJK Helsinki frá Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, var eðlilega mjög ánægð með sigur dagsins. Sigurinn þýðir að Valur er komið áfram í næstu umferð undankeppninnar sem leikin verður 18. og 19. nóvember. „Þetta var bara glæsilegur sigur. Þetta er mjög erfitt lið og við erum ekkert búnar að æfa mikið saman, held við náð tveimur æfingum fyrir þennan leik á einum mánuði svo ég er ánægð með þennan sigur. Það var barátta í kvöld og mér fannst þær koma frábærar til leiks en það var gott að fá mark í byrjun og svo var bara að halda hreinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa sem kom Val á bragðið með fyrsta marki leiksins í dag. „Þetta gekk mjög vel. Við erum náttúrulega búnar að spila saman í allt sumar og þetta gleymist ekki á einum mánuði. Kannski aðallega leikformið sem fer fljótt en mér fannst við leysa það vel í dag, ég var ánægð með stelpurnar og allt liðið,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð út í upplegg Vals sem gekk nær fullkomlega upp þrátt fyrir fáar sem engar æfingar undanfarnar vikur. Gunnhildur Yrsa þurfti að bíða aðeins eftir að komast í viðtal þar sem Pétur Pétursson, þjálfari hennar, talaði út í eitt eftir leik eins og hann er þekktur fyrir. Aðspurð hvort kuldinn væri farinn að segja til sín þá neitaði hún því, verandi Íslendingur þá væri maður orðinn öllu vanur sagði Gunnhildur. Að lokum var Gunnhildur spurð út í hvernig það væri að spila í nóvember á Íslandi. „Þetta er náttúrulega gott fyrir okkur að geta æft, við fengum undanþágu til að æfa og spila þennan leik. Svo eru náttúrulega landsleikir í lok nóvember og byrjun desember svo þetta er mjög gott fyrir okkur að geta haldið okkur í leikformið og haldið áfram. Þetta er gott fyrir okkur og íslenskan fótbolta, að geta fylgst með okkur í Meistaradeildinni,“ sagði Gunnhildur Yrsa að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, einn af markaskorurum Vals í öruggum 3-0 sigri á HJK Helsinki frá Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, var eðlilega mjög ánægð með sigur dagsins. Sigurinn þýðir að Valur er komið áfram í næstu umferð undankeppninnar sem leikin verður 18. og 19. nóvember. „Þetta var bara glæsilegur sigur. Þetta er mjög erfitt lið og við erum ekkert búnar að æfa mikið saman, held við náð tveimur æfingum fyrir þennan leik á einum mánuði svo ég er ánægð með þennan sigur. Það var barátta í kvöld og mér fannst þær koma frábærar til leiks en það var gott að fá mark í byrjun og svo var bara að halda hreinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa sem kom Val á bragðið með fyrsta marki leiksins í dag. „Þetta gekk mjög vel. Við erum náttúrulega búnar að spila saman í allt sumar og þetta gleymist ekki á einum mánuði. Kannski aðallega leikformið sem fer fljótt en mér fannst við leysa það vel í dag, ég var ánægð með stelpurnar og allt liðið,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð út í upplegg Vals sem gekk nær fullkomlega upp þrátt fyrir fáar sem engar æfingar undanfarnar vikur. Gunnhildur Yrsa þurfti að bíða aðeins eftir að komast í viðtal þar sem Pétur Pétursson, þjálfari hennar, talaði út í eitt eftir leik eins og hann er þekktur fyrir. Aðspurð hvort kuldinn væri farinn að segja til sín þá neitaði hún því, verandi Íslendingur þá væri maður orðinn öllu vanur sagði Gunnhildur. Að lokum var Gunnhildur spurð út í hvernig það væri að spila í nóvember á Íslandi. „Þetta er náttúrulega gott fyrir okkur að geta æft, við fengum undanþágu til að æfa og spila þennan leik. Svo eru náttúrulega landsleikir í lok nóvember og byrjun desember svo þetta er mjög gott fyrir okkur að geta haldið okkur í leikformið og haldið áfram. Þetta er gott fyrir okkur og íslenskan fótbolta, að geta fylgst með okkur í Meistaradeildinni,“ sagði Gunnhildur Yrsa að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50
Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31
Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00