Knattspyrnuþjálfarinn Þorvaldur Örlygsson og KSÍ hafa komist að samkomulagi um að Þorvaldur hætti sem þjálfari U19-landsliðs karla.
Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag. Þorvaldur var ráðinn þjálfari U19-landsliðsins í árslok 2014 og hefur stýrt því í 22 leikjum, auk þess að stýra U18-liði karla í 8 leikjum.
Þorvaldur, sem lék sjálfur 41 A-landsleik og skoraði í þeim sjö mörk, hefur starfað sem þjálfari frá aldamótum. Hann hefur stýrt KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík.