„Markaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu og ég er ekki að tala um gæðin“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 07:01 Bjarni Guðjónsson er aðstoðarþjálfari KR. vísir/bára Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR og fyrrum landsliðsmaður, hrífst ekki af íslenska leikmannamarkaðnum og segir hann einhvern lélegasta markað í Evrópu. Bjarni ræddi um leikmannamarkaðinn á Íslandi og margt fleira í viðtali við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Þar ræddu þeir m.a. um að Evrópupeningurinn væri mikilvægur fyrir KR en þeir misstu af Evrópusæti eftir að Íslandsmótin voru blásin af fyrir helgi. „Ég tala nú ekki um í árferðinu eins og þetta er núna. Þessi Evrópupeningur telur mikla meira núna heldur en peningurinn fyrir þremur árum,“ sagði Bjarni. Hann reiknaði þó með að KR mæti með sterkt lið til leiks á næsta ári. „Ég held samt að stefna KR sé alltaf sú að vera með lið á næsta ári sem ætlar að keppa um titil og titla. Við þurfum þá að finna lausnir á því en svo er það er líka hitt; leikmannamarkaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu.“ „Nú er ég ekki að tala um gæðin á honum heldur hreyfingarnar á honum. Það eru engir leikmenn á lausu. Þú getur sagt það við sjálfan þig að þú ætlir að stækka hópinn eða breyta hópnum en svo þarftu að finna leikmennina.“ „Það er líka verkefni. Þetta snýst ekki bara um peninga. Þú þarft líka að fá þá leikmenn sem þú telur að séu nægilega góðir til þess að styrkja svona hóp eins og við erum með. Það er vandasamt verkefni. Þó að þú værir með fullt af peningum og vildir hafa meiri samkeppni þá væri það enn mjög vandasamt.“ Nokkrir öflugir leikmenn KR eru með lausa samninga. Þar á meðal Kristinn Jónsson og Finnur Orri Margeirsson en Bjarni segir að það sé verið að vinna í þeim málum. „Ég held að það sé allt á fullri ferð. Það átti að klára tímabilið áður en það yrði gengið frá því en ég geri ráð fyrir að það verði farið í þau mál á fleygiferð núna og vonandi klárast þau öll.“ Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR og fyrrum landsliðsmaður, hrífst ekki af íslenska leikmannamarkaðnum og segir hann einhvern lélegasta markað í Evrópu. Bjarni ræddi um leikmannamarkaðinn á Íslandi og margt fleira í viðtali við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Þar ræddu þeir m.a. um að Evrópupeningurinn væri mikilvægur fyrir KR en þeir misstu af Evrópusæti eftir að Íslandsmótin voru blásin af fyrir helgi. „Ég tala nú ekki um í árferðinu eins og þetta er núna. Þessi Evrópupeningur telur mikla meira núna heldur en peningurinn fyrir þremur árum,“ sagði Bjarni. Hann reiknaði þó með að KR mæti með sterkt lið til leiks á næsta ári. „Ég held samt að stefna KR sé alltaf sú að vera með lið á næsta ári sem ætlar að keppa um titil og titla. Við þurfum þá að finna lausnir á því en svo er það er líka hitt; leikmannamarkaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu.“ „Nú er ég ekki að tala um gæðin á honum heldur hreyfingarnar á honum. Það eru engir leikmenn á lausu. Þú getur sagt það við sjálfan þig að þú ætlir að stækka hópinn eða breyta hópnum en svo þarftu að finna leikmennina.“ „Það er líka verkefni. Þetta snýst ekki bara um peninga. Þú þarft líka að fá þá leikmenn sem þú telur að séu nægilega góðir til þess að styrkja svona hóp eins og við erum með. Það er vandasamt verkefni. Þó að þú værir með fullt af peningum og vildir hafa meiri samkeppni þá væri það enn mjög vandasamt.“ Nokkrir öflugir leikmenn KR eru með lausa samninga. Þar á meðal Kristinn Jónsson og Finnur Orri Margeirsson en Bjarni segir að það sé verið að vinna í þeim málum. „Ég held að það sé allt á fullri ferð. Það átti að klára tímabilið áður en það yrði gengið frá því en ég geri ráð fyrir að það verði farið í þau mál á fleygiferð núna og vonandi klárast þau öll.“
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki