Rauði krossinn ætlar ekki að hætta rekstri spilakassa Nadine Guðrún Yaghi og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 19:11 Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Vísir/Baldur Hrafnkell Rauði krossinn ætlar ekki að fara að fordæmi SÁÁ sem hefur ákveðið að hætta aðkomu að rekstri spilakassa. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir spilakassa mikilvæga tekjulind fyrir rekstur samtakanna. Formaður SÁÁ telur að yfirvöld ættu að styrkja samtökin vegna tekjumissis sem kemur til vegna ákvörðunar félagsins um að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Í gær var tilkynnt um að stjórn SÁÁ hefði samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og ætlar að slíta á tengsl sín við Íslandsspil. SÁÁ er á níu prósent í Íslandsspilum en einnig eiga Rauði krossinn og Landsbjörg Íslandsspil. „Okkur finnst þetta vera prinsipp mál að þiggja ekki þessa peninga. Okkur finnst að þetta fari algjörlega gegn okkar gildum,“ segir Einar. Þetta hafi verið yfirlýst markmið hans í formannskjöri þegar hann var kjörinn formaður í sumar. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna en fyrir nokkrum árum voru tekjur af rekstrinum tæplega 120 milljónir á ári. Einar telur að spilun á netinu skýri tekjufallið. Samstarf SÁÁ og Íslandsspila hefur verið umdeilt um árabil ekki síst fyrir þær sakir að SÁÁ sinnir meðferð fyrir spilafíkla. Einar segir að ákall almennings hafi klárlega haft áhrif á ákvörðunina. „Í gegn um árin hefur alltaf verið meira ákall um að SÁÁ hætti þátttöku í þessum rekstri og ég finn ekki annað í kring um mig en að fólk er mjög ánægð með þetta,“ segir Einar. Hann segir að SÁÁ muni biðla til almennings og fyrirtækja um aðstoð við að brúa bilið sem skapast með þessari ákvörðun. Einar Hermannsson formaður SÁÁ.Vísir/Vil „En svo þætti mér ekkert óeðlilegt að hið opinbera myndi styðja við okkur þannig að við getum sinnt þessum hópi áfram og ég geri mér vonir um það að við náum einhverju samtali við yfirvöld.“ Samræmist gildum Rauða krossins Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa í dag óskað eftir viðbrögðum við ákvörðun SÁÁ frá þeim sem eiga og reka spilakassa hér á landi. Þar er spurt hvort talið sé að rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins segir ákvörðun SÁÁ ekki breyta miklu fyrir þátttöku Rauða krossins í rekstri Íslandsspila. „Við ætlum að halda áfram rekstrinum,“ sagði Kristín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurð hvort rekstur spilakassa samræmist gildum Rauða krossins segir hún svo vera. „Já það gerir það reyndar. Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir Rauða krossinn og hefur verið síðastliðin 50 ár. Með þessum fjármunum öflum við tekna til þess að reka félagsleg verkefni. Verkefni eins og til dæmis að rjúfa einangrun, 1717, almannavarnir og fleira sem að við erum að vinna að hringinn í kringum landið,“ sagði Kristín. „Það sem er áhugavert við umræðuna núna er að spilakassar og spilavandinn, það beinist allt að Íslandsspilum en málið er að spilunin er að færast yfir á netið og hefur verið að færast yfir á netið undanfarin ár og þar liggur vandi líka. Þar er hópur fólks sem spilar á netinu, það er metið sem svo að um 4,5 milljarður renni úr landi í netspilun til fyrirtækja sem starfa erlendis, borga enga skatta á Íslandi og hafa engar skyldur hér á Íslandi. Aftur á móti eru félögin sem standa að Íslandsspilum skila 100% öllu til baka til samfélagsins,“ sagði Kristín. Fíkn Félagsmál Fjárhættuspil Félagasamtök Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Rauði krossinn ætlar ekki að fara að fordæmi SÁÁ sem hefur ákveðið að hætta aðkomu að rekstri spilakassa. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir spilakassa mikilvæga tekjulind fyrir rekstur samtakanna. Formaður SÁÁ telur að yfirvöld ættu að styrkja samtökin vegna tekjumissis sem kemur til vegna ákvörðunar félagsins um að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Í gær var tilkynnt um að stjórn SÁÁ hefði samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og ætlar að slíta á tengsl sín við Íslandsspil. SÁÁ er á níu prósent í Íslandsspilum en einnig eiga Rauði krossinn og Landsbjörg Íslandsspil. „Okkur finnst þetta vera prinsipp mál að þiggja ekki þessa peninga. Okkur finnst að þetta fari algjörlega gegn okkar gildum,“ segir Einar. Þetta hafi verið yfirlýst markmið hans í formannskjöri þegar hann var kjörinn formaður í sumar. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna en fyrir nokkrum árum voru tekjur af rekstrinum tæplega 120 milljónir á ári. Einar telur að spilun á netinu skýri tekjufallið. Samstarf SÁÁ og Íslandsspila hefur verið umdeilt um árabil ekki síst fyrir þær sakir að SÁÁ sinnir meðferð fyrir spilafíkla. Einar segir að ákall almennings hafi klárlega haft áhrif á ákvörðunina. „Í gegn um árin hefur alltaf verið meira ákall um að SÁÁ hætti þátttöku í þessum rekstri og ég finn ekki annað í kring um mig en að fólk er mjög ánægð með þetta,“ segir Einar. Hann segir að SÁÁ muni biðla til almennings og fyrirtækja um aðstoð við að brúa bilið sem skapast með þessari ákvörðun. Einar Hermannsson formaður SÁÁ.Vísir/Vil „En svo þætti mér ekkert óeðlilegt að hið opinbera myndi styðja við okkur þannig að við getum sinnt þessum hópi áfram og ég geri mér vonir um það að við náum einhverju samtali við yfirvöld.“ Samræmist gildum Rauða krossins Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa í dag óskað eftir viðbrögðum við ákvörðun SÁÁ frá þeim sem eiga og reka spilakassa hér á landi. Þar er spurt hvort talið sé að rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins segir ákvörðun SÁÁ ekki breyta miklu fyrir þátttöku Rauða krossins í rekstri Íslandsspila. „Við ætlum að halda áfram rekstrinum,“ sagði Kristín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurð hvort rekstur spilakassa samræmist gildum Rauða krossins segir hún svo vera. „Já það gerir það reyndar. Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir Rauða krossinn og hefur verið síðastliðin 50 ár. Með þessum fjármunum öflum við tekna til þess að reka félagsleg verkefni. Verkefni eins og til dæmis að rjúfa einangrun, 1717, almannavarnir og fleira sem að við erum að vinna að hringinn í kringum landið,“ sagði Kristín. „Það sem er áhugavert við umræðuna núna er að spilakassar og spilavandinn, það beinist allt að Íslandsspilum en málið er að spilunin er að færast yfir á netið og hefur verið að færast yfir á netið undanfarin ár og þar liggur vandi líka. Þar er hópur fólks sem spilar á netinu, það er metið sem svo að um 4,5 milljarður renni úr landi í netspilun til fyrirtækja sem starfa erlendis, borga enga skatta á Íslandi og hafa engar skyldur hér á Íslandi. Aftur á móti eru félögin sem standa að Íslandsspilum skila 100% öllu til baka til samfélagsins,“ sagði Kristín.
Fíkn Félagsmál Fjárhættuspil Félagasamtök Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira