Hvetur ríki til að auka ríkisútgjöld í Covid-kreppunni Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2020 16:25 Búðareigandi lokar snemma í Barcelona á Spáni. Faraldurinn og sóttvarnaaðgerðir hafa lagst þungt á fyrirtæki og heimili víða um heim. Mótvægisaðgerðir sem var gripið til í mörgum löndum eru nú að renna sitt skeið þrátt fyrir að faraldurinn sé víða í mikilli sókn. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum. Djúp efnahagskreppa hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum enda hafa sóttvarnaaðgerðir komi verulega niður á starfsemi fjölda fyrirtækja, allt frá veitingastaða og öldurhúsa til iðnaðar og flugsamgangna. Mörg ríki hafa brugðist við með efnahagsinnspýtingu til þess að halda lífinu í fyrirtækjum og halda þeim sem missa vinnuna á floti. Slík innspýting hefur komið í veg fyrir enn dýpri kreppu, að því er kemur fram í grein sem sjóðurinn birti á vefsíðu sinni í dag. Þar eru G20-ríkin, helstu hagkerfi heims, hvött til að láta ekki deigan síga heldur bæta inn í útgjöld sín því faraldrinum sé hvergi nærri lokið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, tekur í svipaðan streng í grein sem hún skrifaði í Financial Times í dag. Fordæmalausar aðgerðir seðlabanka víða um heim, þar á meðal vaxtalækkanir og stórfelld kaup á skuldabréfum, hafi verið réttmætar en ekki nægjanlegar til þess að vega upp á móti áhrifum faraldursins. Þó að peningamálstefna verði áfram lykilþáttur í viðbrögðum við kreppunni þurfi ríkisútgjöld að leika stærra hlutverk. Kallar Gopinath eftir alþjóðlegu átaki til þess að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir efnahagslega. Hætti ríkin mótvægisaðgerðum of snemma á meðan atvinnuleysi er enn mikið kæmi það niður á afkomu fólks og leiddi að líkindum til fjöldagjaldþrota, að mati sjóðsins. Það kæmi niður á efnahagsbata eftir faraldurinn. AGS spáir nú 4,4% samdrætti á heimsvísu á þessu ári en 5,2% hagvexti á næsta ári. „Meiri stuðningur en þeim sem nú er spáð er æskilegur í sumum hagkerfum á næsta ári,“ segir í skýrslu um G20-ríkin sem AGS birti í dag. Sérstaklega vísaði sjóðurinn þar til Brasilíu, Mexíkó, Bretlands og Bandaríkjanna. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum. Djúp efnahagskreppa hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum enda hafa sóttvarnaaðgerðir komi verulega niður á starfsemi fjölda fyrirtækja, allt frá veitingastaða og öldurhúsa til iðnaðar og flugsamgangna. Mörg ríki hafa brugðist við með efnahagsinnspýtingu til þess að halda lífinu í fyrirtækjum og halda þeim sem missa vinnuna á floti. Slík innspýting hefur komið í veg fyrir enn dýpri kreppu, að því er kemur fram í grein sem sjóðurinn birti á vefsíðu sinni í dag. Þar eru G20-ríkin, helstu hagkerfi heims, hvött til að láta ekki deigan síga heldur bæta inn í útgjöld sín því faraldrinum sé hvergi nærri lokið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, tekur í svipaðan streng í grein sem hún skrifaði í Financial Times í dag. Fordæmalausar aðgerðir seðlabanka víða um heim, þar á meðal vaxtalækkanir og stórfelld kaup á skuldabréfum, hafi verið réttmætar en ekki nægjanlegar til þess að vega upp á móti áhrifum faraldursins. Þó að peningamálstefna verði áfram lykilþáttur í viðbrögðum við kreppunni þurfi ríkisútgjöld að leika stærra hlutverk. Kallar Gopinath eftir alþjóðlegu átaki til þess að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir efnahagslega. Hætti ríkin mótvægisaðgerðum of snemma á meðan atvinnuleysi er enn mikið kæmi það niður á afkomu fólks og leiddi að líkindum til fjöldagjaldþrota, að mati sjóðsins. Það kæmi niður á efnahagsbata eftir faraldurinn. AGS spáir nú 4,4% samdrætti á heimsvísu á þessu ári en 5,2% hagvexti á næsta ári. „Meiri stuðningur en þeim sem nú er spáð er æskilegur í sumum hagkerfum á næsta ári,“ segir í skýrslu um G20-ríkin sem AGS birti í dag. Sérstaklega vísaði sjóðurinn þar til Brasilíu, Mexíkó, Bretlands og Bandaríkjanna.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira