Liverpool gæti horft til „unga Van Dijk“ hjá Ajax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 10:30 Perr Schuur í baráttu við Liverpool manninn Sadio Mane í Meistaradeildarleik Ajax og Liverpool á dögunum. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Umræðan um möguleg miðvarðarkaup Liverpool heldur áfram að vera áberandi í enskum miðlum og það breyttist ekkert þrátt fyrir góða frammistöðu Nathaniel Phillips á móti West Ham um helgina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að fá reynslumeiri miðvörð inn fyrir Virgil van Dijk. Ungu strákarnir í hópnum geta leyst af leik og leik en ekki allt tímabilið. Virgil van Dijk fór í krossbandsaðgerð fyrir helgi og gekk hún vel. Hann verður líklega frá allt tímabilið eftir klaufalega tæklingu Everton markvarðarins Jordan Pickford. Liverpool hefur spilað mörgum mönnum í stöðu hans í undanförnum leikjum og hafa meiðsli annarra mögulegra miðvarða einnig haft áhrif. Við erum að tala um sjálfa Englandsmeistarana og auðvitað hafa því margir leikmenn verið orðaðir við Liverpool vegna þessa miðvarðarhallæris. Einn af þeim hefur verið lengi á tékklista Jürgen Klopp. Plays for Ajax Likened to a 'young Van Dijk' Was on trial at Liverpool two years agoIs he the right player to replace Van Dijk? https://t.co/qxHuvZnsta— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 1, 2020 Þar erum við að tala um Perr Schuurs, miðvörð Ajax. Hann spilaði á móti Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum þegar Liverpool vann 1-0 sigur í Ajax. Ozan Kabak (hjá Schalke 04) og Ben White (hjá Brighton & Hove Albion) eru leikmenn sem hafa oftar verið orðaðir við Liverpool í ensku blöðunum en umræddur Perr Schuurs gæti líka komið til greina ef marka má ensku slúðurblöðin. Perr Schuurs heldur upp á 21 árs afmælið sitt seinna í þessum mánuði en Klopp hrósaði honum fyrir frammistöðuna á móti Liverpool á dögunum. Perr Schuurs hefur verið kallaður „ungi Van Dijk“ af sumum. Hann er 191 sentímetri á hæð og er mjög rólegur og yfirvegaður með boltann. Liverpool 'monitoring former trialist and Ajax centre-back Perr Schuurs' https://t.co/T1t0OtCn7Y— MailOnline Sport (@MailSport) November 1, 2020 Jürgen Klopp þekkir líka strákinn persónulega síðan að hann kom á reynslu til Liverpool árið 2018 en þá var hann leikmaður Fortuna Sittard. Klopp er sagður hafa séð mikið í þessum hollenska strák þá en þá var hann bara sautján ára. Það var því betra fyrir hann að öðlast meiri reynslu í hollenska boltanum. Ajax ákvað að veðja á Schuurs og keypti hann til að fylla skarð Matthijs de Ligt sem var seldur til Juventus. Perr Schuurs var kallaður inn í hollenska A-landsliðið á dögunum og hann hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði Ajax á þessu tímabili. Perr Schuurs væri örugglega ódýrari en þeir Ozan Kabak og Ben White. Liverpool væri heldur ekki að fá óreyndan leikmann enda hefur hann spilaði yfir hundrað leiki í meistaraflokki þó flestir þeirra hafi verið í hollensku b-deildinni með Fortuna Sittard og Jong Ajax. Liverpool are monitoring Ajax defender Perr Schuurs following his recent outstanding Champions League display against them. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/WXuOiuNn2s— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2020 Ajax hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í hollensku deildinni á leiktíðinni. Sá eini sem tapaðist er líka eini leikurinn sem Perr Schuurs spilaði ekki því hann sat þá á bekknum í 1-0 tapi á móti Groningen. Hvort Perr Schuurs sé rétti maðurinn og maðurinn sem Jürgen Klopp vill verður að koma í ljós. Það gerist ekkert í þeim málum fyrr en í janúar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Umræðan um möguleg miðvarðarkaup Liverpool heldur áfram að vera áberandi í enskum miðlum og það breyttist ekkert þrátt fyrir góða frammistöðu Nathaniel Phillips á móti West Ham um helgina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að fá reynslumeiri miðvörð inn fyrir Virgil van Dijk. Ungu strákarnir í hópnum geta leyst af leik og leik en ekki allt tímabilið. Virgil van Dijk fór í krossbandsaðgerð fyrir helgi og gekk hún vel. Hann verður líklega frá allt tímabilið eftir klaufalega tæklingu Everton markvarðarins Jordan Pickford. Liverpool hefur spilað mörgum mönnum í stöðu hans í undanförnum leikjum og hafa meiðsli annarra mögulegra miðvarða einnig haft áhrif. Við erum að tala um sjálfa Englandsmeistarana og auðvitað hafa því margir leikmenn verið orðaðir við Liverpool vegna þessa miðvarðarhallæris. Einn af þeim hefur verið lengi á tékklista Jürgen Klopp. Plays for Ajax Likened to a 'young Van Dijk' Was on trial at Liverpool two years agoIs he the right player to replace Van Dijk? https://t.co/qxHuvZnsta— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 1, 2020 Þar erum við að tala um Perr Schuurs, miðvörð Ajax. Hann spilaði á móti Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum þegar Liverpool vann 1-0 sigur í Ajax. Ozan Kabak (hjá Schalke 04) og Ben White (hjá Brighton & Hove Albion) eru leikmenn sem hafa oftar verið orðaðir við Liverpool í ensku blöðunum en umræddur Perr Schuurs gæti líka komið til greina ef marka má ensku slúðurblöðin. Perr Schuurs heldur upp á 21 árs afmælið sitt seinna í þessum mánuði en Klopp hrósaði honum fyrir frammistöðuna á móti Liverpool á dögunum. Perr Schuurs hefur verið kallaður „ungi Van Dijk“ af sumum. Hann er 191 sentímetri á hæð og er mjög rólegur og yfirvegaður með boltann. Liverpool 'monitoring former trialist and Ajax centre-back Perr Schuurs' https://t.co/T1t0OtCn7Y— MailOnline Sport (@MailSport) November 1, 2020 Jürgen Klopp þekkir líka strákinn persónulega síðan að hann kom á reynslu til Liverpool árið 2018 en þá var hann leikmaður Fortuna Sittard. Klopp er sagður hafa séð mikið í þessum hollenska strák þá en þá var hann bara sautján ára. Það var því betra fyrir hann að öðlast meiri reynslu í hollenska boltanum. Ajax ákvað að veðja á Schuurs og keypti hann til að fylla skarð Matthijs de Ligt sem var seldur til Juventus. Perr Schuurs var kallaður inn í hollenska A-landsliðið á dögunum og hann hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði Ajax á þessu tímabili. Perr Schuurs væri örugglega ódýrari en þeir Ozan Kabak og Ben White. Liverpool væri heldur ekki að fá óreyndan leikmann enda hefur hann spilaði yfir hundrað leiki í meistaraflokki þó flestir þeirra hafi verið í hollensku b-deildinni með Fortuna Sittard og Jong Ajax. Liverpool are monitoring Ajax defender Perr Schuurs following his recent outstanding Champions League display against them. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/WXuOiuNn2s— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2020 Ajax hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í hollensku deildinni á leiktíðinni. Sá eini sem tapaðist er líka eini leikurinn sem Perr Schuurs spilaði ekki því hann sat þá á bekknum í 1-0 tapi á móti Groningen. Hvort Perr Schuurs sé rétti maðurinn og maðurinn sem Jürgen Klopp vill verður að koma í ljós. Það gerist ekkert í þeim málum fyrr en í janúar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira