Mahomes frábær í stórsigri Kansas | Steelers enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 23:00 Þetta var eitt af fáum skiptum sem leikmenn Jets komust nálægt Mahomes í kvöld. William Purnell/Getty Images Nokkrum af leikjum kvöldsins er nú lokið í NFL-deildinni. Ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs unnu stórsigur á New York Jets. Pittsburgh Steelers eru enn með fullt hús stig og New England Patriots eru Fyrir fram var frekar auðvelt að giska á úrslit kvöldsins en Kansas hafði unnið sex af sjö leikjum sínum á meðan Jets höfðu tapað öllum sínum. Að venju var það leikstjórnandi Patrick Mahomes sem stýrði Chiefs liðinu af mikilli yfirvegun. Alls kastaði hann fyrir fimm snertimörkum í öruggum 35-9 sigri Chiefs. MAKE THAT TOUCHDOWNS!#NYJvsKC on CBS pic.twitter.com/QUiU4J5lOs— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 1, 2020 Pittsburgh Steelers unnu sinn sjöunda leik í röð er þeir lögðu Baltimore Ravens af velli í kvöld, 28-24. Ravens voru öflugri í fyrri hálfleik og leiddu 17-7 í hálfleik. Steelers byrjuðu þann síðari eins og liðið sem valdið hefur en þeir unnu 3. leikhluta 14-0 og lögðu grunninn að sigrinum þar. Fór það svo að þeir unnu 28-24 eins og áður sagði og eru með fullt hús stiga. You love to see it!@ChaseClaypool | CBS https://t.co/tI5aUTu7te pic.twitter.com/jnpvs2XojD— Pittsburgh Steelers (@steelers) November 1, 2020 Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kastaði fyrir tveimur snertimörkum í liði Steelers í kvöld. Hjá Ravens gerði Lamar Jackson slíkt hið sama en tvívegis voru sendingar hans gripnar af varnarmönnum Steelers. Að lokum heldur hörmulegt gengi New England Patriots áfram en liðið tapaði með þriggja stiga mun fyrir Buffalo Bills í kvöld, 24-21. Á ekki af liðinu að ganga þessa dagana en liðið hefur nú tapað fimm af sjö leikjum sínum á leiktíðinni. Önnur úrslit Green Bay Packers 22-28 Minnesota Vikings Cincinnati Bengals 31-20 Tennessee Titans Detroit Lions 21-41 Indianapolis Colts Miami Dolphins 28-17 Los Angeles Rams Cleveland Browns 6-16 Las Vegas Raiders NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Nokkrum af leikjum kvöldsins er nú lokið í NFL-deildinni. Ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs unnu stórsigur á New York Jets. Pittsburgh Steelers eru enn með fullt hús stig og New England Patriots eru Fyrir fram var frekar auðvelt að giska á úrslit kvöldsins en Kansas hafði unnið sex af sjö leikjum sínum á meðan Jets höfðu tapað öllum sínum. Að venju var það leikstjórnandi Patrick Mahomes sem stýrði Chiefs liðinu af mikilli yfirvegun. Alls kastaði hann fyrir fimm snertimörkum í öruggum 35-9 sigri Chiefs. MAKE THAT TOUCHDOWNS!#NYJvsKC on CBS pic.twitter.com/QUiU4J5lOs— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 1, 2020 Pittsburgh Steelers unnu sinn sjöunda leik í röð er þeir lögðu Baltimore Ravens af velli í kvöld, 28-24. Ravens voru öflugri í fyrri hálfleik og leiddu 17-7 í hálfleik. Steelers byrjuðu þann síðari eins og liðið sem valdið hefur en þeir unnu 3. leikhluta 14-0 og lögðu grunninn að sigrinum þar. Fór það svo að þeir unnu 28-24 eins og áður sagði og eru með fullt hús stiga. You love to see it!@ChaseClaypool | CBS https://t.co/tI5aUTu7te pic.twitter.com/jnpvs2XojD— Pittsburgh Steelers (@steelers) November 1, 2020 Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kastaði fyrir tveimur snertimörkum í liði Steelers í kvöld. Hjá Ravens gerði Lamar Jackson slíkt hið sama en tvívegis voru sendingar hans gripnar af varnarmönnum Steelers. Að lokum heldur hörmulegt gengi New England Patriots áfram en liðið tapaði með þriggja stiga mun fyrir Buffalo Bills í kvöld, 24-21. Á ekki af liðinu að ganga þessa dagana en liðið hefur nú tapað fimm af sjö leikjum sínum á leiktíðinni. Önnur úrslit Green Bay Packers 22-28 Minnesota Vikings Cincinnati Bengals 31-20 Tennessee Titans Detroit Lions 21-41 Indianapolis Colts Miami Dolphins 28-17 Los Angeles Rams Cleveland Browns 6-16 Las Vegas Raiders
NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira