Innlent

Akureyringar boða einnig skipulagsdag

Sylvía Hall skrifar
Skipulagsdagur verður í skólum á Akureyri á morgun.
Skipulagsdagur verður í skólum á Akureyri á morgun. Vísir/Vilhelm

Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. Er þetta gert til þess að skipuleggja skólastarf út frá nýrri reglugerð varðandi samkomutakmarkanir og gefa starfsfólki svigrúm til þess. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ en í gær var tilkynnt um samskonar skipulagsdag á höfuðborgarsvæðinu.

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar ólíkt því sem var í vor þegar hertar aðgerðir tóku gildi. Reglur um útfærslu á skólahaldi yrðu birtar í dag.

Skólahald hefst aftur þriðjudaginn 3. nóvember með breyttu skipulagi út frá nýrri reglugerð um sóttvarnir í leik- og grunnskólum. 

Foreldrum og forráðamönnum verða sendar upplýsingar fyrir dagslok á morgun varðandi útfærsluna. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×