Hundruð þúsunda mótmæltu skerðingu á rétti til þungunarrofs Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 23:46 Mótmælin eru ein þau stærstu í sögu Póllands. Getty/Omar Marques Hundruð þúsunda komu saman í miðborg Varsjá í Póllandi í gærkvöldi til þess að mótmæla skerðingu á rétti til þungunarrofs þar í landi. Þungunarrof verður bannað í nær öllum tilfellum í landinu eftir nýjan dóm stjórnlagadómstóls landsins. Þungunarrof verður þannig aðeins heimilt þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. Frá mótmælunum í gærkvöldi.Getty/Aleksander Kalka Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa þróun í landinu, sem og leiðtogar annarra þjóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála í landinu þar sem þetta væru grundvallarréttindi sem lengi hafði verið barist fyrir. Skömmu fyrir mótmælin í gær tilkynnti Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann myndi bjóða fram „lagalega lausn“ á þessum átökum með því að setja löggjöf þar sem þungunarrof væri heimilt þegar um lífshættulegan fæðingargalla fósturs væri að ræða. Yfirlýsing Duda bar ekki árangur og héldu mótmælin áfram líkt og skipuleggjendur stefndu að. Fimm manna samkomubann er í gildi í landinu vegna fjölgunar smita þar í landi, en margir mótmælendur báru grímur. Fimm manna samkomubann stöðvaði ekki grímuklædda mótmælendur.Getty/Aleksander Kalka Ungar konur hafa verið framarlega í mótmælunum og margar hverjar mótmælt í marga daga, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Hundruð þúsunda komu saman í miðborg Varsjá í Póllandi í gærkvöldi til þess að mótmæla skerðingu á rétti til þungunarrofs þar í landi. Þungunarrof verður bannað í nær öllum tilfellum í landinu eftir nýjan dóm stjórnlagadómstóls landsins. Þungunarrof verður þannig aðeins heimilt þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. Frá mótmælunum í gærkvöldi.Getty/Aleksander Kalka Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa þróun í landinu, sem og leiðtogar annarra þjóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála í landinu þar sem þetta væru grundvallarréttindi sem lengi hafði verið barist fyrir. Skömmu fyrir mótmælin í gær tilkynnti Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann myndi bjóða fram „lagalega lausn“ á þessum átökum með því að setja löggjöf þar sem þungunarrof væri heimilt þegar um lífshættulegan fæðingargalla fósturs væri að ræða. Yfirlýsing Duda bar ekki árangur og héldu mótmælin áfram líkt og skipuleggjendur stefndu að. Fimm manna samkomubann er í gildi í landinu vegna fjölgunar smita þar í landi, en margir mótmælendur báru grímur. Fimm manna samkomubann stöðvaði ekki grímuklædda mótmælendur.Getty/Aleksander Kalka Ungar konur hafa verið framarlega í mótmælunum og margar hverjar mótmælt í marga daga, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58
Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59
Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59