Elías Már gæti gefið Hamrén og Frey höfuðverk fyrir næsta landsliðshóp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 08:00 Elías Már fagnar marki fyrr á leiktíðinni en Suðurnesjamaðurinn hefur staðið sig afar vel í hollenska boltanum. Pim Waslander/Soccrates/Getty Images Elías Már Ómarsson hefur farið mikinn það sem af er tímabili í Hollandi. Þar leikur hann með B-deildarliði Excelsior og gengur vel, hefur hann skorað tíu mörk í tíu leikjum til þessa. Þó hann hafi ekki skorað í leik helgarinnar þá hefur myndast sú umræða hvort Elías Már eigi að fá tækifæri með íslenska landsliðinu á nýjan leik. Á fimmtudaginn birti Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke hjá Fótbolti.net samantekt á gengi Kolbeins Sigþórssonar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu AIK. Kolbeinn kom þann sama dag inn á sem varamaður hjá AIK þriðja leikinn í röð. Raunar þarf að fara tvo mánuði aftur í tímann til að finna síðasta leik sem Kolbeinn byrjaði fyrir félagið. Þá þarf að fara aftur næstum ár í tímann, það er 2. nóvember 2019 til að finna síðasta mark Kolbeins fyrir AIK. Eftir innkomu Kolbeins með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu var því velt upp hvort hann væri einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Hann hafi virkað þreyttur og ekki verið líkur sjálfum sér. Með jafn mikilvægan leik og Ungverjaleikinn nú í nóvember – leikurinn sem sker úr um hvort Ísland komist á EM næsta sumar – þá er spurning hvort Erik Hamrén og Freyr Alexandersson geti horft fram hjá leikmönnum sem eru jafn heitir og Elías um þessar mundir. Kolbeinn í leiknum gegn Rúmeníu.Vísir/Vilhelm Sama dag og greinin um Kolbein birtist á Fótbolti.net þá birtist viðtal Hjörvars Ólafssonar við hinn 25 ára gamla Elías Má á Fréttablaðinu. Þar fer Elías yfir gengi sitt til þessa á leiktíðinni. „Það tók við nýr þjálfari um mitt síðasta tímabil og við það breyttist hlutverk mitt hjá liðinu. Ég byrja nær alla leiki uppi á topp sem framherji og svo fer ég vanalega niður í tíuna þegar við skiptum um framherja í miðjum leik. Ég hef leikið alla leiki nema tvo til enda á þessari leiktíð og ég finn fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu. Fæ þá tilfinningu í hverjum leik að það sé stutt í að ég muni skora og það er erfitt að útskýra af hverju sú tilfinning kemur, sagði Elías Már í viðtali við Fréttablaðið. Þar kemur einnig fram að níu af 12 mörkum framherjans á síðustu leiktíð komu eftir að núverandi þjálfari tók við liðinu. „Félagið er þannig rekið að hér eru ungir leikmenn sem fara til stærri félaga þegar það býðst og svo er nokkur velta á lánsmönnum, aðallega úr hollensku efstu deildinni og frá Belgíu," segir framherjinn markheppni um Excelsior. Þá tekur Elías Már fram að samningur sinn renni út næsta sumar og hann stefni á sterkari deild. „Mér líður mjög vel hérna en félagið veit það vel að ég stefni á að spila í sterkari deild á næstu tímabilum. Ég renn út á samningi hér næsta sumar en félagið hefur rétt á því að framlengja samninginn við mig. Þeir vita hins vegar af því eins og áður segir að ég hef hug á því að fara í sterkari deild ef það verður í boði.“ „Eins og alla íslenska knattspyrnumenn dreymir mig um að spila reglulega með landsliðinu. Ég hef hins vegar ekki verið valinn í þó nokkurn tíma og því er þetta ekki eitthvað sem ég er mikið að pæla í þessa stundina. Ef kallið kemur yrði ég auðvitað ofboðslega stoltur og ánægður en á meðan þeir leikmenn sem eru að spila standa sigvel þá er ekki mikil ástæða til þess að breyta,“ sagði Elías Már að lokum um möguleikann á landsliðssæti á næstunni. Má þessi ekkert fara fá tækifæri í landsliðinu? Er það frekja að biðja um það? #fotbolti https://t.co/VAXkd1RKC7— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) October 23, 2020 Viðtal Elías Más við Fréttablaðið má lesa í heild sinni á vef blaðsins. Elías hefur alls leikið níu landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið en hefur ekki enn skorað. Sá síðasti kom árið 2017. Þá á hann að baki 33 landsleiki fyrir yngri lið Íslands, skoraði hann í þeim sjö mörk. Fótbolti Hollenski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Elías Már Ómarsson hefur farið mikinn það sem af er tímabili í Hollandi. Þar leikur hann með B-deildarliði Excelsior og gengur vel, hefur hann skorað tíu mörk í tíu leikjum til þessa. Þó hann hafi ekki skorað í leik helgarinnar þá hefur myndast sú umræða hvort Elías Már eigi að fá tækifæri með íslenska landsliðinu á nýjan leik. Á fimmtudaginn birti Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke hjá Fótbolti.net samantekt á gengi Kolbeins Sigþórssonar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu AIK. Kolbeinn kom þann sama dag inn á sem varamaður hjá AIK þriðja leikinn í röð. Raunar þarf að fara tvo mánuði aftur í tímann til að finna síðasta leik sem Kolbeinn byrjaði fyrir félagið. Þá þarf að fara aftur næstum ár í tímann, það er 2. nóvember 2019 til að finna síðasta mark Kolbeins fyrir AIK. Eftir innkomu Kolbeins með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu var því velt upp hvort hann væri einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Hann hafi virkað þreyttur og ekki verið líkur sjálfum sér. Með jafn mikilvægan leik og Ungverjaleikinn nú í nóvember – leikurinn sem sker úr um hvort Ísland komist á EM næsta sumar – þá er spurning hvort Erik Hamrén og Freyr Alexandersson geti horft fram hjá leikmönnum sem eru jafn heitir og Elías um þessar mundir. Kolbeinn í leiknum gegn Rúmeníu.Vísir/Vilhelm Sama dag og greinin um Kolbein birtist á Fótbolti.net þá birtist viðtal Hjörvars Ólafssonar við hinn 25 ára gamla Elías Má á Fréttablaðinu. Þar fer Elías yfir gengi sitt til þessa á leiktíðinni. „Það tók við nýr þjálfari um mitt síðasta tímabil og við það breyttist hlutverk mitt hjá liðinu. Ég byrja nær alla leiki uppi á topp sem framherji og svo fer ég vanalega niður í tíuna þegar við skiptum um framherja í miðjum leik. Ég hef leikið alla leiki nema tvo til enda á þessari leiktíð og ég finn fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu. Fæ þá tilfinningu í hverjum leik að það sé stutt í að ég muni skora og það er erfitt að útskýra af hverju sú tilfinning kemur, sagði Elías Már í viðtali við Fréttablaðið. Þar kemur einnig fram að níu af 12 mörkum framherjans á síðustu leiktíð komu eftir að núverandi þjálfari tók við liðinu. „Félagið er þannig rekið að hér eru ungir leikmenn sem fara til stærri félaga þegar það býðst og svo er nokkur velta á lánsmönnum, aðallega úr hollensku efstu deildinni og frá Belgíu," segir framherjinn markheppni um Excelsior. Þá tekur Elías Már fram að samningur sinn renni út næsta sumar og hann stefni á sterkari deild. „Mér líður mjög vel hérna en félagið veit það vel að ég stefni á að spila í sterkari deild á næstu tímabilum. Ég renn út á samningi hér næsta sumar en félagið hefur rétt á því að framlengja samninginn við mig. Þeir vita hins vegar af því eins og áður segir að ég hef hug á því að fara í sterkari deild ef það verður í boði.“ „Eins og alla íslenska knattspyrnumenn dreymir mig um að spila reglulega með landsliðinu. Ég hef hins vegar ekki verið valinn í þó nokkurn tíma og því er þetta ekki eitthvað sem ég er mikið að pæla í þessa stundina. Ef kallið kemur yrði ég auðvitað ofboðslega stoltur og ánægður en á meðan þeir leikmenn sem eru að spila standa sigvel þá er ekki mikil ástæða til þess að breyta,“ sagði Elías Már að lokum um möguleikann á landsliðssæti á næstunni. Má þessi ekkert fara fá tækifæri í landsliðinu? Er það frekja að biðja um það? #fotbolti https://t.co/VAXkd1RKC7— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) October 23, 2020 Viðtal Elías Más við Fréttablaðið má lesa í heild sinni á vef blaðsins. Elías hefur alls leikið níu landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið en hefur ekki enn skorað. Sá síðasti kom árið 2017. Þá á hann að baki 33 landsleiki fyrir yngri lið Íslands, skoraði hann í þeim sjö mörk.
Fótbolti Hollenski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira