Covid börnin Sigríður Karlsdóttir skrifar 31. október 2020 21:30 Níu ára stúlkan vaknar og lítur út um gluggann. Hún finnur haustsólina gæla við andlitið. Eitt augnablik líður henni vel. Bros færist yfir andlitið og hún man hvað er gott að vera til. Sakleysið liðast um æðarnar og hugur hennar færir hana í gamla minningu sem hlýjar henni um allan kroppinn. Hún stendur upp. Fer fram og týnir saman tómu bjórdósirnar. Þær eru orðnar dálítið margar undanfarið. Hún hjálpar mömmu á klósettið. Fær sér kornfleks með vatnsblandaðri mjólk á meðan hún hugsar um hvort afi smitist. Og hvort mamma fái vinnu. Hún finnur sér nesti. Fann gulrót í ísskápnum. Setur á sig töskuna og skottast út. Gríman upp. Festir hana vel bakvið eyrun. Hún þolir hana ekki. Grímuna. Gríman minnir hana alltaf á hvað allt er vont. Á hverjum degi vonast hún til að allt lagist. Að mamma hætti að drekka. Að hún geti leikið oftar við vini sína. Að hún geti æft íþróttirnar sínar sem eru skemmtilegastar í heimi. Að hún geti farið í sund með ömmu. Að hún geti rölt á bókasafnið og gleymt sér þar. Að heimurinn verði bara öruggur. Allavega einhvers staðar. En hún getur bara vonað. Það er það eina sem hún hefur. Eina sem Covid börnin okkar hafa. Munum eftir veruleika barnanna. Setjum okkur í spor þeirra og sjáum hvort við getum unnið saman þaðan. Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Níu ára stúlkan vaknar og lítur út um gluggann. Hún finnur haustsólina gæla við andlitið. Eitt augnablik líður henni vel. Bros færist yfir andlitið og hún man hvað er gott að vera til. Sakleysið liðast um æðarnar og hugur hennar færir hana í gamla minningu sem hlýjar henni um allan kroppinn. Hún stendur upp. Fer fram og týnir saman tómu bjórdósirnar. Þær eru orðnar dálítið margar undanfarið. Hún hjálpar mömmu á klósettið. Fær sér kornfleks með vatnsblandaðri mjólk á meðan hún hugsar um hvort afi smitist. Og hvort mamma fái vinnu. Hún finnur sér nesti. Fann gulrót í ísskápnum. Setur á sig töskuna og skottast út. Gríman upp. Festir hana vel bakvið eyrun. Hún þolir hana ekki. Grímuna. Gríman minnir hana alltaf á hvað allt er vont. Á hverjum degi vonast hún til að allt lagist. Að mamma hætti að drekka. Að hún geti leikið oftar við vini sína. Að hún geti æft íþróttirnar sínar sem eru skemmtilegastar í heimi. Að hún geti farið í sund með ömmu. Að hún geti rölt á bókasafnið og gleymt sér þar. Að heimurinn verði bara öruggur. Allavega einhvers staðar. En hún getur bara vonað. Það er það eina sem hún hefur. Eina sem Covid börnin okkar hafa. Munum eftir veruleika barnanna. Setjum okkur í spor þeirra og sjáum hvort við getum unnið saman þaðan. Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar