Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2020 14:42 Donald Trump, forseti, á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. AP/Bruce Kluckhohn Alls hafa nú rúmlega níu milljónir Bandaríkjamanna smitast af Nýju kórónuveirunni frá því heimsfaraldur hennar hófst. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum og hefur metfjöldi nýsmitaðra greinst undanfarna daga. Það tók Bandaríkin einungis fjórtán daga að fara úr átta milljónum smitaðra í níu milljónir og hefur smitum aldrei fjölgað svo hratt þar í landi. Mörg ríki Bandaríkjanna hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á undanförnum dögum. Tæplega 230 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem Nýja kórónuveiran veldur, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þær tölur byggja á opinberum tölum. Á fimmtudaginn greindust alls 91 þúsund manns í Bandaríkjunum og er útlit fyrir að fjöldinn hafi verið enn meiri í gær. Samkvæmt CNN hafa þeir fimm dagar þar sem flestir greinast smitaðir gerst á síðustu átta dögum. Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sagði í viðtali í gær að einkennalaust ungt fólk væri að miklu leyti að valda dreifingu veirunnar. Faraldurinn færi á milli tólf til 30 ára gamals fólks og færðist þaðan yfir á eldra og viðkvæmara fólk. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gær að læknar og sjúkrahús fengju meiri peninga ef þeir héldu því fram að fleiri létu lífið vegna veirunnar. „Þið við að læknarnir okkar fá meiri peninga ef einhver deyr úr Covid. Þið vitið það,“ sagði Trump. Hann sagði að í öðrum ríkjum eins og Þýskalandi væru dauðsföll skráð öðruvísi. Ef Þjóðverji með krabbamein fái Covid og deyi sé það ekki skráð sem dauðsfall vegna Covid. „Hjá okkur er það þannig að ef þú ert í vafa, þá er velur þú Covid.“ Þeir væru sem sagt að gera of mikið úr faraldrinum í Bandaríkjunum og græða á því. Hann sagði einnig að gróðinn fyrir hvert dauðsfall væri um tvö þúsund dalir en útskýrði það ekki nánar. Heilbrigðisstarfsmenn hafa brugðist reiðir við þessum ásökunum forsetans. Enda virðast þær vera alfarið rangar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir máli Trump. Í yfirlýsingu frá samtökum lækna í bandaríkjunum segir að heilbrigðisstarfsmenn hafi hætt heilsu sinni og jafnvel lífi til að bjarga lífum annarra. Það sé svívirðilegt að halda því fram að þeir ýki tölur um fórnarlömb Covid til að hagnast. „Covid-19 tilfellum eru að ná nýjum hæðum. Í stað þess að ráðast á okkur og varpa fram innistæðulausum ásökunum að heilbrigðisstarfsmönnum, ættu leiðtogar okkar að fylgja vísindunum og hvetja fólk til að fara eftir sóttvarnarráðum sem við vitum að virka. Að vera með grímur, þvo hendur og stunda félagsforðun,“ sagði Susan R. Baily, yfirmaður samtaka lækna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Alls hafa nú rúmlega níu milljónir Bandaríkjamanna smitast af Nýju kórónuveirunni frá því heimsfaraldur hennar hófst. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum og hefur metfjöldi nýsmitaðra greinst undanfarna daga. Það tók Bandaríkin einungis fjórtán daga að fara úr átta milljónum smitaðra í níu milljónir og hefur smitum aldrei fjölgað svo hratt þar í landi. Mörg ríki Bandaríkjanna hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á undanförnum dögum. Tæplega 230 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem Nýja kórónuveiran veldur, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þær tölur byggja á opinberum tölum. Á fimmtudaginn greindust alls 91 þúsund manns í Bandaríkjunum og er útlit fyrir að fjöldinn hafi verið enn meiri í gær. Samkvæmt CNN hafa þeir fimm dagar þar sem flestir greinast smitaðir gerst á síðustu átta dögum. Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sagði í viðtali í gær að einkennalaust ungt fólk væri að miklu leyti að valda dreifingu veirunnar. Faraldurinn færi á milli tólf til 30 ára gamals fólks og færðist þaðan yfir á eldra og viðkvæmara fólk. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gær að læknar og sjúkrahús fengju meiri peninga ef þeir héldu því fram að fleiri létu lífið vegna veirunnar. „Þið við að læknarnir okkar fá meiri peninga ef einhver deyr úr Covid. Þið vitið það,“ sagði Trump. Hann sagði að í öðrum ríkjum eins og Þýskalandi væru dauðsföll skráð öðruvísi. Ef Þjóðverji með krabbamein fái Covid og deyi sé það ekki skráð sem dauðsfall vegna Covid. „Hjá okkur er það þannig að ef þú ert í vafa, þá er velur þú Covid.“ Þeir væru sem sagt að gera of mikið úr faraldrinum í Bandaríkjunum og græða á því. Hann sagði einnig að gróðinn fyrir hvert dauðsfall væri um tvö þúsund dalir en útskýrði það ekki nánar. Heilbrigðisstarfsmenn hafa brugðist reiðir við þessum ásökunum forsetans. Enda virðast þær vera alfarið rangar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir máli Trump. Í yfirlýsingu frá samtökum lækna í bandaríkjunum segir að heilbrigðisstarfsmenn hafi hætt heilsu sinni og jafnvel lífi til að bjarga lífum annarra. Það sé svívirðilegt að halda því fram að þeir ýki tölur um fórnarlömb Covid til að hagnast. „Covid-19 tilfellum eru að ná nýjum hæðum. Í stað þess að ráðast á okkur og varpa fram innistæðulausum ásökunum að heilbrigðisstarfsmönnum, ættu leiðtogar okkar að fylgja vísindunum og hvetja fólk til að fara eftir sóttvarnarráðum sem við vitum að virka. Að vera með grímur, þvo hendur og stunda félagsforðun,“ sagði Susan R. Baily, yfirmaður samtaka lækna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01
Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00