Sean Connery er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2020 12:37 Sean Connery í Skotlandi árið 2012. Getty/Gary Gershoff Stórleikarinn skoski, Sean Connery, er látinn. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í Indiana Jones, The Hunt for Red October, The Untouchables og The Rock, svo eitthvað sé nefnt. Dánarorsök hans er ekki ljós að svo stöddu en fjölskylda Connery tilkynnti andlát hans í dag. Meðal annars vann hann Óskarsverðlaun, Golden Globes og Bafta verðlaun á ferli sínum sem spannaði marga áratugi. Óskarsverðlaunin vann hann fyrir leik sinn í The Untouchables og þar að auki var hann gerður að riddara af Elísabetu Bretadrottningu árið 2000. Hann lék síðast í kvikmynd sem kom út árið 2012. Samkvæmt IMDB var hans fyrsta verk gefið út 1954. Connery er frá Fountainbridge í Edinburgh og fæddist árið 1930. Árið 1948 gekk hann til liðs við breska sjóherinn en þurfti að hætta þar vegna heilsuástæðna. Þá hóf hann líkamsrækt og byrjaði að vinna sem fyrirsæta. Árið 1953 tók hann svo þátt í Mr Universe keppninni. Hann vann ekki en notaði keppnina til að nálgast hlutverk í London. Hann lék í leikritum og sjónvarpi en lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1957. Sú kvikmynd heitir No Road Back. Þegar hann var þrítugur var hann svo ráðinn til að leika í Dr No, fyrstu kvikmyndinni um breska njósnarann James Bond. Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, vottaði fjölskyldu Connery samúð sína á Twitter í dag. 6/ My thoughts and condolences are with Micheline, their children and all the family. RIP Sir Sean Connery— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 31, 2020 Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Skotland Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Stórleikarinn skoski, Sean Connery, er látinn. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í Indiana Jones, The Hunt for Red October, The Untouchables og The Rock, svo eitthvað sé nefnt. Dánarorsök hans er ekki ljós að svo stöddu en fjölskylda Connery tilkynnti andlát hans í dag. Meðal annars vann hann Óskarsverðlaun, Golden Globes og Bafta verðlaun á ferli sínum sem spannaði marga áratugi. Óskarsverðlaunin vann hann fyrir leik sinn í The Untouchables og þar að auki var hann gerður að riddara af Elísabetu Bretadrottningu árið 2000. Hann lék síðast í kvikmynd sem kom út árið 2012. Samkvæmt IMDB var hans fyrsta verk gefið út 1954. Connery er frá Fountainbridge í Edinburgh og fæddist árið 1930. Árið 1948 gekk hann til liðs við breska sjóherinn en þurfti að hætta þar vegna heilsuástæðna. Þá hóf hann líkamsrækt og byrjaði að vinna sem fyrirsæta. Árið 1953 tók hann svo þátt í Mr Universe keppninni. Hann vann ekki en notaði keppnina til að nálgast hlutverk í London. Hann lék í leikritum og sjónvarpi en lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1957. Sú kvikmynd heitir No Road Back. Þegar hann var þrítugur var hann svo ráðinn til að leika í Dr No, fyrstu kvikmyndinni um breska njósnarann James Bond. Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, vottaði fjölskyldu Connery samúð sína á Twitter í dag. 6/ My thoughts and condolences are with Micheline, their children and all the family. RIP Sir Sean Connery— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 31, 2020
Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Skotland Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira