Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2020 08:36 Frá kynningu aðgerðanna í gær. Vísir/Vilhelm Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg. Aðgerðirnar voru kynntar í gær. „Þetta er það sem okkar allra besta fólk telur að dugi til að snúa veiruna niður í þessari lotu. En þetta virkar bara ef við snúum bökum saman, sýnum samstöðu og förum eftir reglunum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Aðgerðirnar gilda á öllu landinu. Fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskylda á þó ekki við um börn sem fædd eru 2015 eða síðar, samkvæmt Covid.is. Þær taka ekki til skólastarfs og verða aðgerðir varðandi það kynntar á morgun. Helstu aðgerðir eru eftirfarandi: 10 manna fjöldatakmörk meginregla. - Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum. 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðisins. - Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila. Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla. 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili. Íþróttir óheimilar. Sundlaugum lokað. Sviðslistir óheimilar. Krám og skemmtistöðum lokað. Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00. Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar). Tveggja metra nándarreglan er enn í gildi á öllu landinu. Undanþáguheimildir: Ráðherra getur veitt undanþágu frá takmörkunum vegna félagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast. Þar undir fellur m.a. heilbrigðisstarfsemi og félagsþjónusta. Ráðherra getur veitt undanþágu við banni frá íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, til dæmis alþjóðlegra keppnisleikja. Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara og skipa í millilandaferðum. Líkt og fram hefur komið í dag taka hertar samkomutakmarkanir gildi á miðnætti og gilda til 17. nóvember. Nánar má lesa...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Friday, 30 October 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Þetta reynir allt mjög á þolrifin“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að þurfa að standa í þeim sporum að tilkynna hertar aðgerðir. 30. október 2020 21:51 Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07 Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01 Ekki dragi úr fjölda smita fyrr en í febrúar haldist aðgerðir óbreyttar samkvæmt finnsku líkani Miðað við finnskt spálíkan um þróun kórónuveirunnar hér á landi má gera ráð fyrir að faraldurinn dragist á langinn haldist núverandi aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslunnar óbreyttar. 29. október 2020 18:31 „Þurfum að átta okkur á því að mánudagurinn verður ekkert venjulegur dagur“ „Þessar reglur munu hafa mikil áhrif á skipulag skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara. 30. október 2020 16:09 Fullt af möguleikum í stöðunni en sættist að endingu á tíu Sóttvarnalæknir vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. 30. október 2020 14:35 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg. Aðgerðirnar voru kynntar í gær. „Þetta er það sem okkar allra besta fólk telur að dugi til að snúa veiruna niður í þessari lotu. En þetta virkar bara ef við snúum bökum saman, sýnum samstöðu og förum eftir reglunum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Aðgerðirnar gilda á öllu landinu. Fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskylda á þó ekki við um börn sem fædd eru 2015 eða síðar, samkvæmt Covid.is. Þær taka ekki til skólastarfs og verða aðgerðir varðandi það kynntar á morgun. Helstu aðgerðir eru eftirfarandi: 10 manna fjöldatakmörk meginregla. - Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum. 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðisins. - Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila. Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla. 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili. Íþróttir óheimilar. Sundlaugum lokað. Sviðslistir óheimilar. Krám og skemmtistöðum lokað. Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00. Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar). Tveggja metra nándarreglan er enn í gildi á öllu landinu. Undanþáguheimildir: Ráðherra getur veitt undanþágu frá takmörkunum vegna félagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast. Þar undir fellur m.a. heilbrigðisstarfsemi og félagsþjónusta. Ráðherra getur veitt undanþágu við banni frá íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, til dæmis alþjóðlegra keppnisleikja. Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara og skipa í millilandaferðum. Líkt og fram hefur komið í dag taka hertar samkomutakmarkanir gildi á miðnætti og gilda til 17. nóvember. Nánar má lesa...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Friday, 30 October 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Þetta reynir allt mjög á þolrifin“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að þurfa að standa í þeim sporum að tilkynna hertar aðgerðir. 30. október 2020 21:51 Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07 Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01 Ekki dragi úr fjölda smita fyrr en í febrúar haldist aðgerðir óbreyttar samkvæmt finnsku líkani Miðað við finnskt spálíkan um þróun kórónuveirunnar hér á landi má gera ráð fyrir að faraldurinn dragist á langinn haldist núverandi aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslunnar óbreyttar. 29. október 2020 18:31 „Þurfum að átta okkur á því að mánudagurinn verður ekkert venjulegur dagur“ „Þessar reglur munu hafa mikil áhrif á skipulag skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara. 30. október 2020 16:09 Fullt af möguleikum í stöðunni en sættist að endingu á tíu Sóttvarnalæknir vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. 30. október 2020 14:35 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
„Þetta reynir allt mjög á þolrifin“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að þurfa að standa í þeim sporum að tilkynna hertar aðgerðir. 30. október 2020 21:51
Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07
Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01
Ekki dragi úr fjölda smita fyrr en í febrúar haldist aðgerðir óbreyttar samkvæmt finnsku líkani Miðað við finnskt spálíkan um þróun kórónuveirunnar hér á landi má gera ráð fyrir að faraldurinn dragist á langinn haldist núverandi aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslunnar óbreyttar. 29. október 2020 18:31
„Þurfum að átta okkur á því að mánudagurinn verður ekkert venjulegur dagur“ „Þessar reglur munu hafa mikil áhrif á skipulag skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara. 30. október 2020 16:09
Fullt af möguleikum í stöðunni en sættist að endingu á tíu Sóttvarnalæknir vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. 30. október 2020 14:35