Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg.
Þetta sagði Guðni í samtali við Fótbolti.net fyrr í kvöld en tilkynnt var um ákvörðun stjórnar KSÍ nú síðdegis. Þá eftir langa fundi í bæði dag og í gær.
„Þetta var auðvitað mjög þungbær og erfið ákvörðun að taka. Við töldum að þetta væri nauðsynlegt þegar litið er til stöðurnar og heildar hagsmuna fótboltans. Þetta var ákvörðun sem við töldum okkur þurfa að taka með tilliti til þess. Ákvörðunin var mjög erfið,“ sagði Guðni.
Formaðurinn horfir bjartari augum á næstu leiktíð og segir þó að mikilvægast sé að ná tökum á faraldrinum.
„Við vonumst eftir því að næsta sumar verði betra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að ná tökum á faraldrinum og koma lífi okkar í fyrra horf. Maður vill að við getum farið að spila fótbolta og við vonum að ástandið fari til betri vegar og við getum hafið leik og æfingar á ný."
Nánar verður rætt við Guðna síðar í kvöld.