Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. október 2020 10:00 Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Húsasmiðjunnar, Árni Stefánsson, segir umdeilanlegt hvort hann teljist handlaginn heima fyrir. Hann viðurkennir að byrja daginn á því að kíkja á sölutölurnar gærdagsins í símanum áður en hann stekkur fram úr. Stundum vaknar hann reyndar óvenjusnemma. Það skýrist þá af því að danskir samstarfsfélagar hringja og hafa gleymt tímamismuninum. Árni skipuleggur vikuna sína á sunnudagskvöldum og leggur áherslu á að teppaleggja ekki vinnudaginn með fundarhöldum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna nánast alltaf klukkan sjö og stundum aðeins fyrr, svo sem þegar kollegar mínir frá Danmörku gleyma tímamismun milli landanna og hringja eldhressir um sex leitið að morgni.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég hef þann vana að kíka nánast alltaf á sölutölur gærdagsins í símanum áður en ég fer fram úr, og skelli mér síðan í sturtu, vek synina, hraðfletti Fréttablaðinu og tek rjúkandi kaffibolla með í bílinn. Yngsti strákurinn minn fær oftast far með mér í skólann rétt fyrir átta og ég er vanalega mættur ferskur í Húsasmiðjuna rétt upp úr því.“ Ertu handlaginn heima fyrir? „Það er umdeilanlegt. Ég er þó mjög duglegur í garðvinnu og ágætur í hellulögnum. Ég smíðaði pallana heima en fékk fagmann með mér í að gera undirstöðurnar. Ég get málað vegg og vegg en passa mig að leita til fagmanna þegar við á til þess að forðast „sjónræn umhverfisslys“ svo þoli ég ekki fúsk. Ég með mikla tækjadellu og nokkuð duglegur að redda mér með gúggli á því sviði svo sem alls kyns ljósa- og heimilisstýringum.“ Í Covid ástandinu færði Árni æfingar heim og tekur nú hjólaæfingar á innitrainer á kvöldin. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin er fjölbreytt og það alltaf nær undantekningalaust spennandi verkefni á borðinu, við erum að undirbúa byggingu nýrrar verslunar svo er áætlanagerðin fylgifiskur þessa árstíma. Við erum að ráða framkvæmdastjóra og svo erum við stöðugt að vinna í ýmsum spennandi framfaraverkefnum sem snúa að enn betri þjónustuferlum og nýjungum í vöruframboði. Svo hefur nokkur tími farið í að fylgjast með covid málum og tryggja að allir séu á tánum þannig að við tryggjum sem best velferð okkar frábæra fólks hjá Húsasmiðjunni sem og að viðskiptavinir geti gengið að því vísu að verslanir okkar séu öruggur viðkomustaður. Umhverfismálin eru jafnframt á fleygiferð í byggingariðnaðinum og það er gaman að taka virkan þátt í þeirri viðhorfs -og hegðunarbreytingu sem er að verða tengt þeim.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það er nauðsynlegt fyrir mig að skipuleggja vinnutímann og forgangsraða verkefnum. Ég raða vanalega verkefnum lauslega niður á vikuna á sunnudagskvöldum í dagatalinu í Gmail og svo nota ég Trello til að halda utan um alls kyns verkefni sem vara til lengri tíma. Ég reyni að tryggja að ég hafi flesta daga ákveðinn tíma lausan til að klára strax það sem kemur upp og hægt er að afgreiða hratt. Svo reyni ég að forðast í lengstu lög að teppaleggja heilu dagana í formlegum fundum. Húsasmiðjan rekur 16 verslanir, Ískraft er með fimm útibú og Blómaval er á sjö stöðum svo það er alltaf nóg að fást við fyrir utan að heyra reglulega í fjölmörgum stærri viðskiptavinum og vera sem sýnilegastur og í sem bestum við tenglum við hátt í 500 samstarfsmenn.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef verið duglegur við að taka hjólaæfingar á innitrainer undanfarið á kvöldin í covid ástandinu núna þegar nánast ekkert framboð er af skipulögðum útiæfingum eða hóptímum. Oft reyni ég að vera komin í rúmið um ellefu leitið, og horfi kannski á einn góðan þátt áður en ég fer að sofa. Vanalega er ég kominn í draumalandið fyrir miðnætti og hleð batteríin fyrir næsta frábæra dag.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01 Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 „Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00 Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00 120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Forstjóri Húsasmiðjunnar, Árni Stefánsson, segir umdeilanlegt hvort hann teljist handlaginn heima fyrir. Hann viðurkennir að byrja daginn á því að kíkja á sölutölurnar gærdagsins í símanum áður en hann stekkur fram úr. Stundum vaknar hann reyndar óvenjusnemma. Það skýrist þá af því að danskir samstarfsfélagar hringja og hafa gleymt tímamismuninum. Árni skipuleggur vikuna sína á sunnudagskvöldum og leggur áherslu á að teppaleggja ekki vinnudaginn með fundarhöldum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna nánast alltaf klukkan sjö og stundum aðeins fyrr, svo sem þegar kollegar mínir frá Danmörku gleyma tímamismun milli landanna og hringja eldhressir um sex leitið að morgni.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég hef þann vana að kíka nánast alltaf á sölutölur gærdagsins í símanum áður en ég fer fram úr, og skelli mér síðan í sturtu, vek synina, hraðfletti Fréttablaðinu og tek rjúkandi kaffibolla með í bílinn. Yngsti strákurinn minn fær oftast far með mér í skólann rétt fyrir átta og ég er vanalega mættur ferskur í Húsasmiðjuna rétt upp úr því.“ Ertu handlaginn heima fyrir? „Það er umdeilanlegt. Ég er þó mjög duglegur í garðvinnu og ágætur í hellulögnum. Ég smíðaði pallana heima en fékk fagmann með mér í að gera undirstöðurnar. Ég get málað vegg og vegg en passa mig að leita til fagmanna þegar við á til þess að forðast „sjónræn umhverfisslys“ svo þoli ég ekki fúsk. Ég með mikla tækjadellu og nokkuð duglegur að redda mér með gúggli á því sviði svo sem alls kyns ljósa- og heimilisstýringum.“ Í Covid ástandinu færði Árni æfingar heim og tekur nú hjólaæfingar á innitrainer á kvöldin. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin er fjölbreytt og það alltaf nær undantekningalaust spennandi verkefni á borðinu, við erum að undirbúa byggingu nýrrar verslunar svo er áætlanagerðin fylgifiskur þessa árstíma. Við erum að ráða framkvæmdastjóra og svo erum við stöðugt að vinna í ýmsum spennandi framfaraverkefnum sem snúa að enn betri þjónustuferlum og nýjungum í vöruframboði. Svo hefur nokkur tími farið í að fylgjast með covid málum og tryggja að allir séu á tánum þannig að við tryggjum sem best velferð okkar frábæra fólks hjá Húsasmiðjunni sem og að viðskiptavinir geti gengið að því vísu að verslanir okkar séu öruggur viðkomustaður. Umhverfismálin eru jafnframt á fleygiferð í byggingariðnaðinum og það er gaman að taka virkan þátt í þeirri viðhorfs -og hegðunarbreytingu sem er að verða tengt þeim.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það er nauðsynlegt fyrir mig að skipuleggja vinnutímann og forgangsraða verkefnum. Ég raða vanalega verkefnum lauslega niður á vikuna á sunnudagskvöldum í dagatalinu í Gmail og svo nota ég Trello til að halda utan um alls kyns verkefni sem vara til lengri tíma. Ég reyni að tryggja að ég hafi flesta daga ákveðinn tíma lausan til að klára strax það sem kemur upp og hægt er að afgreiða hratt. Svo reyni ég að forðast í lengstu lög að teppaleggja heilu dagana í formlegum fundum. Húsasmiðjan rekur 16 verslanir, Ískraft er með fimm útibú og Blómaval er á sjö stöðum svo það er alltaf nóg að fást við fyrir utan að heyra reglulega í fjölmörgum stærri viðskiptavinum og vera sem sýnilegastur og í sem bestum við tenglum við hátt í 500 samstarfsmenn.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef verið duglegur við að taka hjólaæfingar á innitrainer undanfarið á kvöldin í covid ástandinu núna þegar nánast ekkert framboð er af skipulögðum útiæfingum eða hóptímum. Oft reyni ég að vera komin í rúmið um ellefu leitið, og horfi kannski á einn góðan þátt áður en ég fer að sofa. Vanalega er ég kominn í draumalandið fyrir miðnætti og hleð batteríin fyrir næsta frábæra dag.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01 Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 „Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00 Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00 120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01
Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00
„Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00
Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00
120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00