Dæmdur fyrir líkamsárás eftir deilur um tóbak í tönnum Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2020 08:14 Frá Selfossi. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið í júní 2018. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í júní 2018. Dómurinn telur að fresta beri ákvörðun refsingar og verði hún látin niður falla haldi ákærði almennt skilorð næstu tvö árin. Var þar meðal annars litið til þess að talið væri að brotaþoli hafi átt upptök að atburðarásinni sem endaði með því að ákærði sló manninn ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing, opið sár á vanga, nefbrot, auk fleiri áverka sem tíundaðir eru í ákæru. Maðurinn skuli þó greiða brotaþola 150 þúsund króna í miskabætur, auk þess að greiða máls- og sakarkostnað, alls tæpa milljón króna. Tennurnar skítugar vegna tóbaks Í dómnum kemur fram að ákærða og brotaþola beri ekki saman um aðdraganda árásarinnar. Þar segir þó að brotaþoli kannist við að hafa átt orðaskipti við ákærða og sagt honum að þrífa í sér tennurnar sem hafi verið útbíaðar í munntóbaki. Til rifrildis hafi komið og sagðist brotaþolinn kannast við það að hafa sagt ákærða að hann ætti að fara að taka til í tanngarðinum á sér þar sem hann hafi verið með skítugar tennur vegna tóbaks. Hann kannaðist þó ekki við hafa kallað ákærða „skítugan smurolíukarl“ og að hafa manað ákærða til að slá sig, líkt og ákærði hélt sjálfur fram við skýrslutöku. Framburður ákærða trúverðugur Ennfremur segir að vitni hafi ekki getað staðfest hvað hafi farið á milli ákærða og brotaþola að þessu leyti, en þó hefur komið fram staðfesting á athugasemdum brotaþola við tóbak í munni ákærða. Þá verður af framburði vitnanna dregin sú ályktun að samtal þeirra hafi fremur verið á óvinsamlegum nótum. „Að mati dómsins er framburður ákærða um þetta trúverðugur, en hann hefur verið mjög eindreginn í þessum framburði sínum allt frá upphafi, ekki orðið missaga um þetta og hefur þessum framburði ákærða ekki verið hnekkt og verður hann látinn njóta alls vafa um þetta. Samkvæmt framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar,“ segir í dómnum. Ákvörðun refsingar frestað Þá segir að við ákvörðun refsingar beri hins vegar að líta til þess að samkvæmt framlögðu sakavottorði hafi ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað sem máli getur skipt við ákvörðun refsingar hans nú. Þá beri einnig að líta til þess að brotaþoli hafi átt upptök að þeirri atburðarás, sem endaði með umræddum höggum. Sé því rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð. Með háttseminni hafi ákærði þó bakað sér bótaábyrgð og eru hæfilegar miskabætur taldar 150 þúsund krónur. Árborg Dómsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í júní 2018. Dómurinn telur að fresta beri ákvörðun refsingar og verði hún látin niður falla haldi ákærði almennt skilorð næstu tvö árin. Var þar meðal annars litið til þess að talið væri að brotaþoli hafi átt upptök að atburðarásinni sem endaði með því að ákærði sló manninn ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing, opið sár á vanga, nefbrot, auk fleiri áverka sem tíundaðir eru í ákæru. Maðurinn skuli þó greiða brotaþola 150 þúsund króna í miskabætur, auk þess að greiða máls- og sakarkostnað, alls tæpa milljón króna. Tennurnar skítugar vegna tóbaks Í dómnum kemur fram að ákærða og brotaþola beri ekki saman um aðdraganda árásarinnar. Þar segir þó að brotaþoli kannist við að hafa átt orðaskipti við ákærða og sagt honum að þrífa í sér tennurnar sem hafi verið útbíaðar í munntóbaki. Til rifrildis hafi komið og sagðist brotaþolinn kannast við það að hafa sagt ákærða að hann ætti að fara að taka til í tanngarðinum á sér þar sem hann hafi verið með skítugar tennur vegna tóbaks. Hann kannaðist þó ekki við hafa kallað ákærða „skítugan smurolíukarl“ og að hafa manað ákærða til að slá sig, líkt og ákærði hélt sjálfur fram við skýrslutöku. Framburður ákærða trúverðugur Ennfremur segir að vitni hafi ekki getað staðfest hvað hafi farið á milli ákærða og brotaþola að þessu leyti, en þó hefur komið fram staðfesting á athugasemdum brotaþola við tóbak í munni ákærða. Þá verður af framburði vitnanna dregin sú ályktun að samtal þeirra hafi fremur verið á óvinsamlegum nótum. „Að mati dómsins er framburður ákærða um þetta trúverðugur, en hann hefur verið mjög eindreginn í þessum framburði sínum allt frá upphafi, ekki orðið missaga um þetta og hefur þessum framburði ákærða ekki verið hnekkt og verður hann látinn njóta alls vafa um þetta. Samkvæmt framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar,“ segir í dómnum. Ákvörðun refsingar frestað Þá segir að við ákvörðun refsingar beri hins vegar að líta til þess að samkvæmt framlögðu sakavottorði hafi ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað sem máli getur skipt við ákvörðun refsingar hans nú. Þá beri einnig að líta til þess að brotaþoli hafi átt upptök að þeirri atburðarás, sem endaði með umræddum höggum. Sé því rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð. Með háttseminni hafi ákærði þó bakað sér bótaábyrgð og eru hæfilegar miskabætur taldar 150 þúsund krónur.
Árborg Dómsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira