Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 20:30 Hörður Björgvin í baráttunni í kvöld. Mikhail Tereshchenko/Getty Images Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. CSKA Moskva fékk Dinamo Zagreb í heimsókn í K-riðli. Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann í miðverði CSKA. Arnór Sigurðsson hóf leik á varamannabekknum en kom inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli sem þýðir að CSKA hefur nú gert jafntefli í báðum leikjum sínum í Evrópudeildinni, líkt og mótherji kvöldsins. Wolfsberger AC vann stórsigur á hollenska liðinu Feyenoord í hinum leik kvöldsins, lokatölur í Hollandi 1-4. Þeir tróna því á toppi riðilsins á meðan Feyenoord er á botninum með eitt stig. AC Milan vann öruggan 3-0 sigur á Sparta Prag í kvöld en Svínn magnaði Zlatan Ibrahimović fer eflaust ósáttur á koddann eftir að hafa brennt af vítaspyrnu. Brahim Diaz kom Milan yfir á 24. mínútu og Zlatan gat komið liðinu í 2-0 fyrir lok fyrri hálfleiks. Það tókst ekki og fór Svíinn af velli í hálfleik. 12 - AC Milan has scored 2+ goals in 12 consecutive games among all competitions for their first time since the start of the Serie A in 1929/30. Momentous.#MilanSpartaPraga pic.twitter.com/sDC9CZn5Kk— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 29, 2020 Rafael Leão kom inn fyrir Zlatan og skoraði annað mark leiksins á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar tryggði Diogo Dalot sigur Milan með þriðja marki liðsins. Lokatölur 3-0 á San Siro-vellinum á Ítalíu. Milan eru á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki. Lille er í 2. sæti með fjögur stig eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Celtic í kvöld. Skosku meistararnir eru svo í 3. sæti með eitt stig og Dinamo án stiga. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. CSKA Moskva fékk Dinamo Zagreb í heimsókn í K-riðli. Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann í miðverði CSKA. Arnór Sigurðsson hóf leik á varamannabekknum en kom inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli sem þýðir að CSKA hefur nú gert jafntefli í báðum leikjum sínum í Evrópudeildinni, líkt og mótherji kvöldsins. Wolfsberger AC vann stórsigur á hollenska liðinu Feyenoord í hinum leik kvöldsins, lokatölur í Hollandi 1-4. Þeir tróna því á toppi riðilsins á meðan Feyenoord er á botninum með eitt stig. AC Milan vann öruggan 3-0 sigur á Sparta Prag í kvöld en Svínn magnaði Zlatan Ibrahimović fer eflaust ósáttur á koddann eftir að hafa brennt af vítaspyrnu. Brahim Diaz kom Milan yfir á 24. mínútu og Zlatan gat komið liðinu í 2-0 fyrir lok fyrri hálfleiks. Það tókst ekki og fór Svíinn af velli í hálfleik. 12 - AC Milan has scored 2+ goals in 12 consecutive games among all competitions for their first time since the start of the Serie A in 1929/30. Momentous.#MilanSpartaPraga pic.twitter.com/sDC9CZn5Kk— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 29, 2020 Rafael Leão kom inn fyrir Zlatan og skoraði annað mark leiksins á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar tryggði Diogo Dalot sigur Milan með þriðja marki liðsins. Lokatölur 3-0 á San Siro-vellinum á Ítalíu. Milan eru á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki. Lille er í 2. sæti með fjögur stig eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Celtic í kvöld. Skosku meistararnir eru svo í 3. sæti með eitt stig og Dinamo án stiga.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00
Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10