Landsbankinn aldrei lánað jafnmikið til heimila Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 17:51 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2020 nam 4 milljörðum króna, eftir skatta, samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið áður. Afkoma Landsbankans var jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 14,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Bankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans vegna þriðja ársfjórðungsuppgjörs sem kynnt var í dag. Þar segir að hreinar vaxtatekjur hafi verið 28,4 milljarðar króna samanborið við 30,1 milljarð króna á sama tímabili árið á undan, sem er sex prósent lækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 5,7 milljörðum króna og lækkuðu um sjö prósent frá sama tímabili árið áður. Lánaði 89 milljarða í íbúðalán Á fyrstu níu mánuðum ársins nam virðisrýrnun útlána um 13,6 milljörðum króna, sem jafngildir um 1% af eignasafni bankans, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama tímabili 2019. Virðisrýrnunin var að langmestu leyti bókfærð á fyrri helmingi ársins og byggði m.a. á ítarlegu mati á væntu útlánatapi vegna áhrifa COVID-19. Virðisrýrnun útlána á þriðja ársfjórðungi nam um 120 milljónum króna. Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 nam 17,4 milljörðum króna, samanborið við 17,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 6,6 milljarðar króna samanborið við 7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 10,1% frá áramótum, eða um rúma 115 milljarða króna, en þar af voru um 38 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 en alls lánaði bankinn 89 milljarða króna í íbúðalán. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 106 milljarða króna frá áramótum, sem er 15% aukning. „Gott uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung endurspeglar styrk á miklum óvissutímum og bankinn er sem fyrr í góðri stöðu til að styðja við bakið á viðskiptavinum. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í efnahagslífinu finnum við fyrir góðum meðbyr. Mikil eftirspurn er eftir íbúðalánum bankans, jafnt af hálfu þeirra sem eru að kaupa fasteign og þeirra sem eru að endurfjármagna á betri kjörum. Góður gangur hefur verið í eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf bankans, innlán hafa aukist umtalsvert á árinu og nýlega lauk bankinn vel heppnuðu skuldabréfaútboði í norskum og sænskum krónum sem sýnir að bankinn hefur góðan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum. Við brugðumst fljótt við áhrifum kórónuveirufaraldurins bæði með því að bjóða viðskiptavinum ýmis úrræði til að takast á við vandann og með því að leggja verulegar fjárhæðir til hliðar vegna vænts útlánataps. Mat bankans á virðisrýrnun sem var gjaldfærð á fyrri árshelmingi var raunsætt og því hafa framlög í virðisrýrnunarsjóð ekki verið aukin nema að litlu leyti á þriðja ársfjórðungi. Áfram er þó mikil óvissa um áhrif faraldursins,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni sem nálgast má hér. Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. 28. október 2020 17:39 Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 28. október 2020 17:27 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2020 nam 4 milljörðum króna, eftir skatta, samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið áður. Afkoma Landsbankans var jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 14,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Bankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans vegna þriðja ársfjórðungsuppgjörs sem kynnt var í dag. Þar segir að hreinar vaxtatekjur hafi verið 28,4 milljarðar króna samanborið við 30,1 milljarð króna á sama tímabili árið á undan, sem er sex prósent lækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 5,7 milljörðum króna og lækkuðu um sjö prósent frá sama tímabili árið áður. Lánaði 89 milljarða í íbúðalán Á fyrstu níu mánuðum ársins nam virðisrýrnun útlána um 13,6 milljörðum króna, sem jafngildir um 1% af eignasafni bankans, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama tímabili 2019. Virðisrýrnunin var að langmestu leyti bókfærð á fyrri helmingi ársins og byggði m.a. á ítarlegu mati á væntu útlánatapi vegna áhrifa COVID-19. Virðisrýrnun útlána á þriðja ársfjórðungi nam um 120 milljónum króna. Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 nam 17,4 milljörðum króna, samanborið við 17,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 6,6 milljarðar króna samanborið við 7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 10,1% frá áramótum, eða um rúma 115 milljarða króna, en þar af voru um 38 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 en alls lánaði bankinn 89 milljarða króna í íbúðalán. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 106 milljarða króna frá áramótum, sem er 15% aukning. „Gott uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung endurspeglar styrk á miklum óvissutímum og bankinn er sem fyrr í góðri stöðu til að styðja við bakið á viðskiptavinum. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í efnahagslífinu finnum við fyrir góðum meðbyr. Mikil eftirspurn er eftir íbúðalánum bankans, jafnt af hálfu þeirra sem eru að kaupa fasteign og þeirra sem eru að endurfjármagna á betri kjörum. Góður gangur hefur verið í eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf bankans, innlán hafa aukist umtalsvert á árinu og nýlega lauk bankinn vel heppnuðu skuldabréfaútboði í norskum og sænskum krónum sem sýnir að bankinn hefur góðan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum. Við brugðumst fljótt við áhrifum kórónuveirufaraldurins bæði með því að bjóða viðskiptavinum ýmis úrræði til að takast á við vandann og með því að leggja verulegar fjárhæðir til hliðar vegna vænts útlánataps. Mat bankans á virðisrýrnun sem var gjaldfærð á fyrri árshelmingi var raunsætt og því hafa framlög í virðisrýrnunarsjóð ekki verið aukin nema að litlu leyti á þriðja ársfjórðungi. Áfram er þó mikil óvissa um áhrif faraldursins,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni sem nálgast má hér.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. 28. október 2020 17:39 Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 28. október 2020 17:27 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. 28. október 2020 17:39
Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 28. október 2020 17:27