Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 17:27 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Arion banki Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Afkoma fjórðungsins nam 3.966 milljónum króna og 6.708 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Arðsemi eiginfjár var 8,3 prósent á fjórðungnum og 4,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans var 4.961 milljónir króna og jókst um 31 prósent frá þriðja ársfjórðungi á síðasta ári. Heildareignir námu 1.236 milljörðum króna í lok september 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu og vegna útgáfu skuldabréfa undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og aukningar innlána. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 22 prósent frá áramótum. Heildar eigið fé í lok september nam 192 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019. Niðurfærslur útlána aukast, aðallega vegna neikvæðari forsendna vegna Covid-19 en endurskipulagning hjá Valitor dregur úr neikvæðum áhrifum félagsins á uppgjör bankans, að því er segir í tilkynningu. „Eftirspurn eftir íbúðalánum var óvenju mikil á ársfjórðungnum sem ásamt öðru leiddi til þess að lánasafn bankans hefur vaxið. Lausafjár- og eiginfjárstaða bankans heldur áfram að styrkjast og er sterkari en nokkru sinni. Bankinn er í raun í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögulegt er að ávaxta í takt við markmið bankans. Framundan er vetur sem mun einkennast af umtalsverðri óvissu. Við sjáum það t.a.m. á varúðarniðurfærslum í lánasafninu og niðurfærslu á eignum bankans til sölu á þriðja ársfjórðungi. Þetta er einfaldlega sá raunveruleiki sem við búum við þessi misserin. Við munum vinna með viðskiptavinum okkar og gera okkar besta til að styðja við þá í gegnum þetta tímabil,“ er haft eftir Benedikti Gíslasyni, bankastjóra Arion banka í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér. Íslenskir bankar Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Afkoma fjórðungsins nam 3.966 milljónum króna og 6.708 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Arðsemi eiginfjár var 8,3 prósent á fjórðungnum og 4,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans var 4.961 milljónir króna og jókst um 31 prósent frá þriðja ársfjórðungi á síðasta ári. Heildareignir námu 1.236 milljörðum króna í lok september 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu og vegna útgáfu skuldabréfa undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og aukningar innlána. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 22 prósent frá áramótum. Heildar eigið fé í lok september nam 192 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019. Niðurfærslur útlána aukast, aðallega vegna neikvæðari forsendna vegna Covid-19 en endurskipulagning hjá Valitor dregur úr neikvæðum áhrifum félagsins á uppgjör bankans, að því er segir í tilkynningu. „Eftirspurn eftir íbúðalánum var óvenju mikil á ársfjórðungnum sem ásamt öðru leiddi til þess að lánasafn bankans hefur vaxið. Lausafjár- og eiginfjárstaða bankans heldur áfram að styrkjast og er sterkari en nokkru sinni. Bankinn er í raun í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögulegt er að ávaxta í takt við markmið bankans. Framundan er vetur sem mun einkennast af umtalsverðri óvissu. Við sjáum það t.a.m. á varúðarniðurfærslum í lánasafninu og niðurfærslu á eignum bankans til sölu á þriðja ársfjórðungi. Þetta er einfaldlega sá raunveruleiki sem við búum við þessi misserin. Við munum vinna með viðskiptavinum okkar og gera okkar besta til að styðja við þá í gegnum þetta tímabil,“ er haft eftir Benedikti Gíslasyni, bankastjóra Arion banka í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér.
Íslenskir bankar Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira