Flókið að samræma foreldra sem hafa enga tengingu nema barnið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2020 09:31 Andrea Eyland og Þorleifur Kamban eiga blandaða fjölskyldu. Þau segja mikilvægt að ræða vel saman, allir sem koma að uppeldi barnanna. Vísir/Vilhelm „Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið sem hún talar um sem lánsmóðir og oft er kallað bónusforeldri. Andrea og kærastinn hennar Þorleifur Kamban eiga tvo syni saman og svo áttu þau bæði börn úr fyrri samböndum svo börnin eru samtals átta talsins. Andrea á barnsfeður og Þorleifur á barnsmæður svo það koma margir aðilar að uppeldi barnanna. Það er því oft á tíðum áskorun að skipuleggja lífið og láta þetta allt ganga upp. Erfiður vegur að feta „Þetta hefur gengið mjög mikið upp og ofan,“ viðurkennir Andrea. „Við höfum alveg verið á barmi þess að sprengja allt í loft upp og labba út frá hvort öðru.“ Hún segir að í byrjun sambandsins hafi þetta gengið vel en svo þegar meiri alvara komst á þeirra samband varð þetta flóknara. „Börnin í sjálfu sér eru kannski minnst flókin í þessu, það er aðallega að samræma foreldra sem að búa ekki saman og hafa í raun enga tengingu nema barnið. Mismunandi viðhorf og gildi fjölskyldna og þetta er bara rosa strembið,“ segir Þorleifur. „Þetta er rosalega erfiður vegur að feta,“ segir Andrea. Í byrjun gekk allt smurt hjá þeim og segir hún að hugsanlega hafi þau verið í einhverjum meðvirknisdansi. „Við vorum öll, við og hinir foreldrarnir í svona já-gír, enginn að setja mörk.“ Samskiptin geta farið illa Hún segir mikilvægt að tala saman strax frá byrjun. „Þegar lengra er liðið förum við að stuða hvort annað og það hefur eins og hann segir, ekki neitt með börnin að gera því þau eru bara kannski í fínum gír.“ Ef hún gæti farið til baka og breytt einhverju, væri það að setjast niður öll saman þessi foreldrahópur og ræða saman um gildi og það sem er best fyrir börnin. „Ef að fólk nær ekki að tala saman þá getur það fari illa og það hefur náttúrulega svolítið gert það hjá okkur bara því miður og við ætlum alveg að vera heiðarleg með það, að einhverju leiti, við eigum líka alveg frábær samskipti við meirihlutann af þessum foreldrum sem er bara dásamlegt og við erum bara innilega þakklát fyrir það.“ Andrea og Þorleifur standa að baki Kviknar foreldrasamfélaginu á Instagram og ræddu við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar tala þau Andrea og Þorleifur meðal annars um það hvernig Kviknar varð til, hvernig þau kynntust, næsta verkefni Kviknar og margt fleira. Klippa: Kviknar - #eyland & kamban Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00 Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00 „Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið sem hún talar um sem lánsmóðir og oft er kallað bónusforeldri. Andrea og kærastinn hennar Þorleifur Kamban eiga tvo syni saman og svo áttu þau bæði börn úr fyrri samböndum svo börnin eru samtals átta talsins. Andrea á barnsfeður og Þorleifur á barnsmæður svo það koma margir aðilar að uppeldi barnanna. Það er því oft á tíðum áskorun að skipuleggja lífið og láta þetta allt ganga upp. Erfiður vegur að feta „Þetta hefur gengið mjög mikið upp og ofan,“ viðurkennir Andrea. „Við höfum alveg verið á barmi þess að sprengja allt í loft upp og labba út frá hvort öðru.“ Hún segir að í byrjun sambandsins hafi þetta gengið vel en svo þegar meiri alvara komst á þeirra samband varð þetta flóknara. „Börnin í sjálfu sér eru kannski minnst flókin í þessu, það er aðallega að samræma foreldra sem að búa ekki saman og hafa í raun enga tengingu nema barnið. Mismunandi viðhorf og gildi fjölskyldna og þetta er bara rosa strembið,“ segir Þorleifur. „Þetta er rosalega erfiður vegur að feta,“ segir Andrea. Í byrjun gekk allt smurt hjá þeim og segir hún að hugsanlega hafi þau verið í einhverjum meðvirknisdansi. „Við vorum öll, við og hinir foreldrarnir í svona já-gír, enginn að setja mörk.“ Samskiptin geta farið illa Hún segir mikilvægt að tala saman strax frá byrjun. „Þegar lengra er liðið förum við að stuða hvort annað og það hefur eins og hann segir, ekki neitt með börnin að gera því þau eru bara kannski í fínum gír.“ Ef hún gæti farið til baka og breytt einhverju, væri það að setjast niður öll saman þessi foreldrahópur og ræða saman um gildi og það sem er best fyrir börnin. „Ef að fólk nær ekki að tala saman þá getur það fari illa og það hefur náttúrulega svolítið gert það hjá okkur bara því miður og við ætlum alveg að vera heiðarleg með það, að einhverju leiti, við eigum líka alveg frábær samskipti við meirihlutann af þessum foreldrum sem er bara dásamlegt og við erum bara innilega þakklát fyrir það.“ Andrea og Þorleifur standa að baki Kviknar foreldrasamfélaginu á Instagram og ræddu við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar tala þau Andrea og Þorleifur meðal annars um það hvernig Kviknar varð til, hvernig þau kynntust, næsta verkefni Kviknar og margt fleira. Klippa: Kviknar - #eyland & kamban Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00 Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00 „Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00
Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00
„Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02