Ungu strákarnir sem gætu þurft að redda málunum fyrir Klopp og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 10:01 Rhys Williams kom inn í Liverpool vörnina á móti Midtjylland á Anfield í gær. Hann er bara nítján ára gamall. EPA-EFE/Michael Regan Englandsmeistarar Liverpool eru að ganga í gegnum mikið mótlæti þessa dagana þegar hver lykilmaðurinn á fætur öðrum dettur út í meiðsli eða veikindi. Ástandið er sérstaklega bagalegt í miðvarðarstöðunni. Lykilmaðurinn Virgil van Dijk sleit krossband á móti Everton og Joel Matip hefur heldur ekki spilað með liðinu síðan í þessum rándýra Everton leik þar sem Thiago Alcantara meiddist líka. Enn eitt áfallið varð svo í gær þegar Brasilíumaðurinn Fabinho tognaði í Meistaradeildarleik á móti danska félaginu Midtjylland og þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik. Klopp hafði fært hann af miðjunni niður í vörnina með góðum árangri en þarf nú að leita aðra leiða til að fylla í risastór skarð Virgil van Dijk. Jürgen Klopp talaði um það eftir leikinn í gær að meiðsli Fabinho væri það síðasta sem liðið hans þurfti á að halda í þessum miðvarðarhallæri. Liverpool kaupir ekki nýjan miðvörð fyrr en í fyrsta lagi í janúar og það eru margir mikilvægir leikir framundan. Tomorrow's @DailyMirror back page: Fab... not so fab #tomorrowspaperstoday https://t.co/wxp0ky3Jo3 pic.twitter.com/uSMIcNoIbk— Mirror Football (@MirrorFootball) October 27, 2020 Klopp gæti því þurft að treysta á ungu miðverðina í hópnum en það eru fjórir ungir og efnilegir miðverðir í leikmannahópi Liverpool. Þetta eru þeir Rhys Williams, Sepp van den Berg, Nathaniel Phillips og Billy Koumetio. Það var einmitt Rhys Williams sem kom inn fyrir Fabinho í leiknum á móti Midtjylland í gær.Sky Sports skoðaði nánar þessa fjóra ungu miðverði sem gætu fengið mikla ábyrgð á næstunni. Hinn nítján ára gamli Rhys Williams lék sinn fyrsta Liverpool leik í september og hefur tekið þátt í nokkrum leikjum á leiktíðinni. Hann var í sigurliði Liverpool í unglingabikarnum árið 2019 og skrifaði undir fimm ára samning fyrr á þessu ári. Rhys Williams hefur talað um það sjálfur að hafa verið að fylgjast vel með Van Dijk til að læra af honum. Williams er á uppleið, hefur fengið tækifærið með aðalliði Liverpool og komst í enska 21 árs landsliðið á dögunum. Sepp van den Berg er átján ára gamall Hollendingur sem Liverpool keypti í fyrrasumar. Hann spilaði samt bara fjóra leiki í fyrrasumar. Þegar Van den Berg kom til Liverpool þá átti Bayern Münhcen einnig að hafa haft áhuga á hinum. Sepp van den Berg spilaði 22 leiki með PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni áður en hann kom til Liverpool. Hann virðist þó vera á eftir Rhys Williams í goggunarröðinni. Það leit út fyrir að hinn 23 ára gamli Nathaniel Phillips væri á leið á lán á dögunum því Middlesbrough, Nottingham Forest og Swansea höfðu öll áhuga á honum. Liverpool ákvað hins vegar að lána hann ekki því liðið þurfti á mönnum að halda sem gætu leyst miðvarðarstöðuna. Phillips var á láni hjá Stuttgart í þýsku b-deildinni í fyrra en Jürgen Klopp kallaði hann til baka í desember þegar Joel Matip, Dejan Lovren og Fabinho meiddust allir á sama tíma. Stuttgart fékk hann þó aftur í janúar. Phillips er ekki í Meistaradeildarhóp Liverpool. "It's exactly the last thing we needed." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 28, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall en það fer ekkert framhjá neinum að það eru margir spenntir fyrir framtíðinni hjá þessum efnilega Frakka. Koumetio skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í ágúst og stóð sig vel með Liverpool liðinu á undirbúningstímabilinu. Koumetio lenti hins vegar í miklum vandræðum í æfingaleik á móti Blackpool skömmu fyrir tímabil og var tekinn af velli í hálfleik. Billy Koumetio er líklega of ungur til að leysa vandræði Liverpool á þessu tímabili en er nafn sem stuðningsmenn Liverpool þurfa að leggja á minnið. Hér má sjá alla umfjöllun Sky Sports um ungu strákana sem gætu leyst miðvarðarstöðuna hjá Liverpool. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. 28. október 2020 08:00 Óhefðbundin aðferð Mikaels við að klæða sig í treyjuna vekur mikla athygli Myndband af íslenska landsliðsmanninum Mikael Neville Anderson að klæða sig í treyju hefur vakið mikla athygli netverja. 27. október 2020 22:35 Liverpool marði Midtjylland | Mikael kom af bekknum Liverpool vann brösugan 2-0 sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Mikael Neville Anderson lék 25 mínútur í leik kvöldsins. 27. október 2020 21:50 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjá meira
Englandsmeistarar Liverpool eru að ganga í gegnum mikið mótlæti þessa dagana þegar hver lykilmaðurinn á fætur öðrum dettur út í meiðsli eða veikindi. Ástandið er sérstaklega bagalegt í miðvarðarstöðunni. Lykilmaðurinn Virgil van Dijk sleit krossband á móti Everton og Joel Matip hefur heldur ekki spilað með liðinu síðan í þessum rándýra Everton leik þar sem Thiago Alcantara meiddist líka. Enn eitt áfallið varð svo í gær þegar Brasilíumaðurinn Fabinho tognaði í Meistaradeildarleik á móti danska félaginu Midtjylland og þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik. Klopp hafði fært hann af miðjunni niður í vörnina með góðum árangri en þarf nú að leita aðra leiða til að fylla í risastór skarð Virgil van Dijk. Jürgen Klopp talaði um það eftir leikinn í gær að meiðsli Fabinho væri það síðasta sem liðið hans þurfti á að halda í þessum miðvarðarhallæri. Liverpool kaupir ekki nýjan miðvörð fyrr en í fyrsta lagi í janúar og það eru margir mikilvægir leikir framundan. Tomorrow's @DailyMirror back page: Fab... not so fab #tomorrowspaperstoday https://t.co/wxp0ky3Jo3 pic.twitter.com/uSMIcNoIbk— Mirror Football (@MirrorFootball) October 27, 2020 Klopp gæti því þurft að treysta á ungu miðverðina í hópnum en það eru fjórir ungir og efnilegir miðverðir í leikmannahópi Liverpool. Þetta eru þeir Rhys Williams, Sepp van den Berg, Nathaniel Phillips og Billy Koumetio. Það var einmitt Rhys Williams sem kom inn fyrir Fabinho í leiknum á móti Midtjylland í gær.Sky Sports skoðaði nánar þessa fjóra ungu miðverði sem gætu fengið mikla ábyrgð á næstunni. Hinn nítján ára gamli Rhys Williams lék sinn fyrsta Liverpool leik í september og hefur tekið þátt í nokkrum leikjum á leiktíðinni. Hann var í sigurliði Liverpool í unglingabikarnum árið 2019 og skrifaði undir fimm ára samning fyrr á þessu ári. Rhys Williams hefur talað um það sjálfur að hafa verið að fylgjast vel með Van Dijk til að læra af honum. Williams er á uppleið, hefur fengið tækifærið með aðalliði Liverpool og komst í enska 21 árs landsliðið á dögunum. Sepp van den Berg er átján ára gamall Hollendingur sem Liverpool keypti í fyrrasumar. Hann spilaði samt bara fjóra leiki í fyrrasumar. Þegar Van den Berg kom til Liverpool þá átti Bayern Münhcen einnig að hafa haft áhuga á hinum. Sepp van den Berg spilaði 22 leiki með PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni áður en hann kom til Liverpool. Hann virðist þó vera á eftir Rhys Williams í goggunarröðinni. Það leit út fyrir að hinn 23 ára gamli Nathaniel Phillips væri á leið á lán á dögunum því Middlesbrough, Nottingham Forest og Swansea höfðu öll áhuga á honum. Liverpool ákvað hins vegar að lána hann ekki því liðið þurfti á mönnum að halda sem gætu leyst miðvarðarstöðuna. Phillips var á láni hjá Stuttgart í þýsku b-deildinni í fyrra en Jürgen Klopp kallaði hann til baka í desember þegar Joel Matip, Dejan Lovren og Fabinho meiddust allir á sama tíma. Stuttgart fékk hann þó aftur í janúar. Phillips er ekki í Meistaradeildarhóp Liverpool. "It's exactly the last thing we needed." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 28, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall en það fer ekkert framhjá neinum að það eru margir spenntir fyrir framtíðinni hjá þessum efnilega Frakka. Koumetio skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í ágúst og stóð sig vel með Liverpool liðinu á undirbúningstímabilinu. Koumetio lenti hins vegar í miklum vandræðum í æfingaleik á móti Blackpool skömmu fyrir tímabil og var tekinn af velli í hálfleik. Billy Koumetio er líklega of ungur til að leysa vandræði Liverpool á þessu tímabili en er nafn sem stuðningsmenn Liverpool þurfa að leggja á minnið. Hér má sjá alla umfjöllun Sky Sports um ungu strákana sem gætu leyst miðvarðarstöðuna hjá Liverpool.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. 28. október 2020 08:00 Óhefðbundin aðferð Mikaels við að klæða sig í treyjuna vekur mikla athygli Myndband af íslenska landsliðsmanninum Mikael Neville Anderson að klæða sig í treyju hefur vakið mikla athygli netverja. 27. október 2020 22:35 Liverpool marði Midtjylland | Mikael kom af bekknum Liverpool vann brösugan 2-0 sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Mikael Neville Anderson lék 25 mínútur í leik kvöldsins. 27. október 2020 21:50 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjá meira
Klopp: Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. 28. október 2020 08:00
Óhefðbundin aðferð Mikaels við að klæða sig í treyjuna vekur mikla athygli Myndband af íslenska landsliðsmanninum Mikael Neville Anderson að klæða sig í treyju hefur vakið mikla athygli netverja. 27. október 2020 22:35
Liverpool marði Midtjylland | Mikael kom af bekknum Liverpool vann brösugan 2-0 sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Mikael Neville Anderson lék 25 mínútur í leik kvöldsins. 27. október 2020 21:50