Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2020 23:45 Keith Raniere og verjendur hans líkt og teiknari AP sá þá fyrir sér í dómsal. AP/Elizabeth Williams Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun hefur verið dæmdur í 120 ára fangelsi. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að sakfella ætti Raniere af öllum ákæruliðum í málinu en hann var ákærður fyrir fjárglæfrar, kynlífsþrælkun og ýmsa aðra glæpi. Raniere var leiðtogi hóps sem kallaðist NXIVM en svo virðist sem að konur hafi verið sérstaklega fengnar í sérstakan undirhóp NXIVM til þess að stunda kynlíf með Raniere. Þrátt fyrir að meira en ár sé liðið frá sakfellingunni hafði dómarinn í málinu ekki ákveðið hversu lengi Raniere ætti að dúsa í fangelsi. Niðurstaðan barst í dag, 120 ára fangelsi, sem þýðir að Raniere mun sitja í fangelsi til æviloka. Aðrir meðlimir hópsins sem ákærðir voru í tengslum við starfsemi hans höfðu játað brot sín, þar á meðal Hollywood-leikkonan Allison Mack, sem best er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Smallville. Hún játaði á síðasta ári að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun. Málið sneri einkum að hóp innan NXIVM sem kallaðist DOS og átti að vera einhvers konar kvenfélag innan NXIVM. Hópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans að bæta líf þeirra og vera valdeflandi. Þvert á móti virðist hópurinn eingöngu hafa þjónað þeim tilgangi að svala kynferðislegum þörfum Raniere. Raniere neitaði sök í málinu en bar ekki vitni í því. Raunar kölluðu verjendur hans engin vitni til að tala máli hans á meðan á réttarhöldunum stóð. Byggðist vörnin einkum á því að samræði Raniere og kvennanna hafi verið með samþykki beggja aðila. Bandaríkin Tengdar fréttir Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun hefur verið dæmdur í 120 ára fangelsi. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að sakfella ætti Raniere af öllum ákæruliðum í málinu en hann var ákærður fyrir fjárglæfrar, kynlífsþrælkun og ýmsa aðra glæpi. Raniere var leiðtogi hóps sem kallaðist NXIVM en svo virðist sem að konur hafi verið sérstaklega fengnar í sérstakan undirhóp NXIVM til þess að stunda kynlíf með Raniere. Þrátt fyrir að meira en ár sé liðið frá sakfellingunni hafði dómarinn í málinu ekki ákveðið hversu lengi Raniere ætti að dúsa í fangelsi. Niðurstaðan barst í dag, 120 ára fangelsi, sem þýðir að Raniere mun sitja í fangelsi til æviloka. Aðrir meðlimir hópsins sem ákærðir voru í tengslum við starfsemi hans höfðu játað brot sín, þar á meðal Hollywood-leikkonan Allison Mack, sem best er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Smallville. Hún játaði á síðasta ári að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun. Málið sneri einkum að hóp innan NXIVM sem kallaðist DOS og átti að vera einhvers konar kvenfélag innan NXIVM. Hópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans að bæta líf þeirra og vera valdeflandi. Þvert á móti virðist hópurinn eingöngu hafa þjónað þeim tilgangi að svala kynferðislegum þörfum Raniere. Raniere neitaði sök í málinu en bar ekki vitni í því. Raunar kölluðu verjendur hans engin vitni til að tala máli hans á meðan á réttarhöldunum stóð. Byggðist vörnin einkum á því að samræði Raniere og kvennanna hafi verið með samþykki beggja aðila.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00