Rökuðu hárið af manni með hrossaklippum en brotið fyrnt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2020 20:47 Lýsingarnar í ákærunni þóttu hrottalegar. Getty Fimm manna hópur var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa ruðst inn á heimili manns og rakað af honum mest allt hár á höfði hans og framan af augnabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél. Héraðsdómur taldi sannað að minnst fjórir úr hópnum hafi ruðst inn á heimili mannsins og hárið hafi verið rakað af manninu. Dómurinn taldi brotin hins vegar fyrnd. Fimmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa þann 11. ágúst 2016 ráðist inn á heimili mannsins, veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Fjórum var gefið að sök að hafa haldið honum nauðugum á meðan sá fimmti rakaði rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum, með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Hópurinn samanstóð af fjórum konum og einum karlmanni. Neituðu sök og könnuðust ekki við að hafa beitt manninn ofbeldi Þau voru einnig ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni gegn manninum. Var þremur af þeim gefið að sök að hafa haldið manninum niðri á meðan sá fjórði dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rakvélinni á milli rasskinna mannsins, að endaþarmsopi hans, þar sem hún var skilin eftir í gangi. Maðurinn sem ráðist var á hlaut hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm auk þess sem að hann missti nærri allt hárið af höfði sér. Málið má rekja til ósættis sem varð eftir að maðurinn hafi eytt nóttinni með 18 ára gamalli stúlku, eins og það er orðað í dóminum. Var það sagt hafa lagst illa í vinkonur hennar og samtarfskonur. Hálfum mánuði síðar sagðist hann hafa vaknað við það að átta manns voru komnir inn í svefnherbergi til hans með umræddum afleiðingum. Taldi hann þá fimm sem ákærðir voru hafa verið að verki. Fimmenningarnir neituðu allir sök og könnuðust þeir ekki við að einhvers konar handalögmál hafi átt sér stað eða að hár hafi verið rakað af manninum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að telja verði sannað að minnst fjórir af þeim fimm sem voru ákærðir í málinu hafi ráðist inn til mannsins umrætt kvöld. Þá sé óumdeilanlegt að hárið hafi verið rakað af manninum og að telja verði að engum öðrum sé til að dreifa sem þar hafi getað átt hlut að máli nema fjórum af þeim fimm sem ákærðir voru. Brotin fyrnd og kynferðisleg áreitni ósönnuð Dómurinn taldi þessi brot þó vera fyrnd þar sem fjögur ár hafi liðið frá því að þau voru framin en ákæra var gefin út í fyrra. Þá þótti héraðsdómi ósannað að fimmenningarnir hafi gert sekir um kynferðsilega áreitni gegn manninum. Var hópurinn því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu. Dómsmál Tengdar fréttir Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 25. september 2020 09:56 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Fimm manna hópur var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa ruðst inn á heimili manns og rakað af honum mest allt hár á höfði hans og framan af augnabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél. Héraðsdómur taldi sannað að minnst fjórir úr hópnum hafi ruðst inn á heimili mannsins og hárið hafi verið rakað af manninu. Dómurinn taldi brotin hins vegar fyrnd. Fimmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa þann 11. ágúst 2016 ráðist inn á heimili mannsins, veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Fjórum var gefið að sök að hafa haldið honum nauðugum á meðan sá fimmti rakaði rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum, með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Hópurinn samanstóð af fjórum konum og einum karlmanni. Neituðu sök og könnuðust ekki við að hafa beitt manninn ofbeldi Þau voru einnig ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni gegn manninum. Var þremur af þeim gefið að sök að hafa haldið manninum niðri á meðan sá fjórði dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rakvélinni á milli rasskinna mannsins, að endaþarmsopi hans, þar sem hún var skilin eftir í gangi. Maðurinn sem ráðist var á hlaut hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm auk þess sem að hann missti nærri allt hárið af höfði sér. Málið má rekja til ósættis sem varð eftir að maðurinn hafi eytt nóttinni með 18 ára gamalli stúlku, eins og það er orðað í dóminum. Var það sagt hafa lagst illa í vinkonur hennar og samtarfskonur. Hálfum mánuði síðar sagðist hann hafa vaknað við það að átta manns voru komnir inn í svefnherbergi til hans með umræddum afleiðingum. Taldi hann þá fimm sem ákærðir voru hafa verið að verki. Fimmenningarnir neituðu allir sök og könnuðust þeir ekki við að einhvers konar handalögmál hafi átt sér stað eða að hár hafi verið rakað af manninum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að telja verði sannað að minnst fjórir af þeim fimm sem voru ákærðir í málinu hafi ráðist inn til mannsins umrætt kvöld. Þá sé óumdeilanlegt að hárið hafi verið rakað af manninum og að telja verði að engum öðrum sé til að dreifa sem þar hafi getað átt hlut að máli nema fjórum af þeim fimm sem ákærðir voru. Brotin fyrnd og kynferðisleg áreitni ósönnuð Dómurinn taldi þessi brot þó vera fyrnd þar sem fjögur ár hafi liðið frá því að þau voru framin en ákæra var gefin út í fyrra. Þá þótti héraðsdómi ósannað að fimmenningarnir hafi gert sekir um kynferðsilega áreitni gegn manninum. Var hópurinn því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 25. september 2020 09:56 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 25. september 2020 09:56