Leyfa erlendum sérfræðingum að dvelja á Íslandi í hálft ár Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2020 18:43 Ráðherrar hafa kynnt aðgerðir til að gera fólki utan EES kleift að vinna fjarvinnu á Íslandi í allt að sex mánuði. Nýsköpunarráðherra vonar að þetta muni örva nýsköpun á Íslandi. Fjöldamörg fyrirtæki á heimsvísu, sem áður studdu ekki við það, hafa opnað á fjarvinnu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hafa margir erlendir ríkisborgarar haft hug á að dvelja á Íslandi til lengri tíma og sinna sinni vinnu hér á landi. Nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra kynntu aðgerðir sem gera slíkt kleift á fundi ríkisstjórnar í dag. Hingað til hafa íbúar utan EES aðens geta dvalið hér í 90 daga. „Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum frá fólki sem hefur áhuga á að koma hingað til lengri og skemmri tíma. Við lítum svo á að ef við gerum þeim auðveldara fyrir að koma í sex mánuði, þá leiði það vonandi af sér að einhverjir ákveði að flytja til lengri tíma og verða fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra. Ráðherra segir að þessi aðgerð geti stuðlað að aukinni þekkingu og tengingum inn í íslenskt umhverfi. „Ég er alveg handviss um að margt jákvætt muni koma út úr þessu og í þessu felast líka heilmikil tækifæri fyrir landsvæðin. Það getur breytt miklu fyrir einstaka sveitarfélög að fá örfáir einstaklingar komi inn á það svæði og gefi margt með sér. Það eykur tengslamyndun og tengingar út. Ég er alveg viss um að þetta muni gera heilmikið gagn,“ segir Þórdís. Til að fá heimild fyrir lengri dvöl þarf viðkomandi að sýna fram á ráðningarsamband, tekjur og sjúkratryggingar og er til framkvæmdin áfram til skoðunar til að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma. Fjarvinna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ráðherrar hafa kynnt aðgerðir til að gera fólki utan EES kleift að vinna fjarvinnu á Íslandi í allt að sex mánuði. Nýsköpunarráðherra vonar að þetta muni örva nýsköpun á Íslandi. Fjöldamörg fyrirtæki á heimsvísu, sem áður studdu ekki við það, hafa opnað á fjarvinnu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hafa margir erlendir ríkisborgarar haft hug á að dvelja á Íslandi til lengri tíma og sinna sinni vinnu hér á landi. Nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra kynntu aðgerðir sem gera slíkt kleift á fundi ríkisstjórnar í dag. Hingað til hafa íbúar utan EES aðens geta dvalið hér í 90 daga. „Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum frá fólki sem hefur áhuga á að koma hingað til lengri og skemmri tíma. Við lítum svo á að ef við gerum þeim auðveldara fyrir að koma í sex mánuði, þá leiði það vonandi af sér að einhverjir ákveði að flytja til lengri tíma og verða fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra. Ráðherra segir að þessi aðgerð geti stuðlað að aukinni þekkingu og tengingum inn í íslenskt umhverfi. „Ég er alveg handviss um að margt jákvætt muni koma út úr þessu og í þessu felast líka heilmikil tækifæri fyrir landsvæðin. Það getur breytt miklu fyrir einstaka sveitarfélög að fá örfáir einstaklingar komi inn á það svæði og gefi margt með sér. Það eykur tengslamyndun og tengingar út. Ég er alveg viss um að þetta muni gera heilmikið gagn,“ segir Þórdís. Til að fá heimild fyrir lengri dvöl þarf viðkomandi að sýna fram á ráðningarsamband, tekjur og sjúkratryggingar og er til framkvæmdin áfram til skoðunar til að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma.
Fjarvinna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira