Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2020 11:58 Lögin voru samþykkt í síðustu viku og þá kom hópur fólks líka saman við sendiráð Póllands. Kvenréttindafélag Íslands Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. Dómur stjórnlagadómstóls þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu og einungis heimilt í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Mótmælin fyrir utan sendiráðið virðast hafa farið fram með rólegum hætti. Fólk bar grímur og hélt á skiltum sem sýndu andstöðu við nýju lögin. Mótmælt var á sama stað á föstudaginn þegar lögin voru nýsett. Að mótmælunum loknum gekk hópurinn niður í miðbæ Reykjavíkur og kallaði baráttuorð á pólsku eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. #jebacpis #StrajkKobiet #ToJestWojna w Reykjavík 🇮🇸 pic.twitter.com/rdxxsNFeIV— Michał Drewienkowski (@MDrewienkowski) October 26, 2020 Löggjöf Póllands þegar kemur að þungunarrofi þykir ein sú strangasta í álfunni og segir í frétt BBC að áætlað sé að um 100 þúsund konur leiti til annarra landa á hverju ári til að gangast undir þungunarrof vegna hinna ströngu reglna. Mikil mótmæli hafa verið í Póllandi undanfarna daga og hefur lögregla beitt piparúða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í Póllandi. Hún hvetur til þess að fólk láti í sér heyra þegar brotið er á réttindum kvenna og standa vörð um jafnrétti. Deeply concerned about recent developments in Poland regarding women’s sexual & reproductive health & rights. The gender equality backlash around the world is alarming. We must continue to safeguard gender equality & women’s rights and speak out when we see these rights violated.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) October 26, 2020 Pólland Þungunarrof Jafnréttismál Tengdar fréttir Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12 Piparúða beitt á hundruð mótmælenda í Póllandi Lögregla í Póllandi beitti piparúða á nokkur hundruð mótmælenda sem höfðu safnast saman á götum Varsjár í gærkvöldi til að mótmæla dómi stjórnlagadómstóls landsins sem bannar þungunarrof vegna fósturgalla. 23. október 2020 13:07 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. Dómur stjórnlagadómstóls þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu og einungis heimilt í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Mótmælin fyrir utan sendiráðið virðast hafa farið fram með rólegum hætti. Fólk bar grímur og hélt á skiltum sem sýndu andstöðu við nýju lögin. Mótmælt var á sama stað á föstudaginn þegar lögin voru nýsett. Að mótmælunum loknum gekk hópurinn niður í miðbæ Reykjavíkur og kallaði baráttuorð á pólsku eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. #jebacpis #StrajkKobiet #ToJestWojna w Reykjavík 🇮🇸 pic.twitter.com/rdxxsNFeIV— Michał Drewienkowski (@MDrewienkowski) October 26, 2020 Löggjöf Póllands þegar kemur að þungunarrofi þykir ein sú strangasta í álfunni og segir í frétt BBC að áætlað sé að um 100 þúsund konur leiti til annarra landa á hverju ári til að gangast undir þungunarrof vegna hinna ströngu reglna. Mikil mótmæli hafa verið í Póllandi undanfarna daga og hefur lögregla beitt piparúða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í Póllandi. Hún hvetur til þess að fólk láti í sér heyra þegar brotið er á réttindum kvenna og standa vörð um jafnrétti. Deeply concerned about recent developments in Poland regarding women’s sexual & reproductive health & rights. The gender equality backlash around the world is alarming. We must continue to safeguard gender equality & women’s rights and speak out when we see these rights violated.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) October 26, 2020
Pólland Þungunarrof Jafnréttismál Tengdar fréttir Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12 Piparúða beitt á hundruð mótmælenda í Póllandi Lögregla í Póllandi beitti piparúða á nokkur hundruð mótmælenda sem höfðu safnast saman á götum Varsjár í gærkvöldi til að mótmæla dómi stjórnlagadómstóls landsins sem bannar þungunarrof vegna fósturgalla. 23. október 2020 13:07 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59
Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12
Piparúða beitt á hundruð mótmælenda í Póllandi Lögregla í Póllandi beitti piparúða á nokkur hundruð mótmælenda sem höfðu safnast saman á götum Varsjár í gærkvöldi til að mótmæla dómi stjórnlagadómstóls landsins sem bannar þungunarrof vegna fósturgalla. 23. október 2020 13:07
Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59