Út í hött að biðjast afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2020 15:55 Björn Leifsson, eigandi World Class. Björn Leifsson, eigandi World Class, vill bæta í starfsemi líkamsræktarstöðva til að verjast kórónuveirunni. Hann segist hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann opnaði stöðvar sínar á ný, þvert á tilmæli sóttvarnalæknis. Í dag þori fólk vart að segja frá því að það hafi farið í líkamsræktarstöð og finni fyrir „æfingaskömm“. Líkamsræktarstöðvar World Class voru opnaðar á ný fyrir sex dögum innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. 19 manns mega aðeins mæta í skipulagða tíma en Björn segir að um tíu prósent þeirra sem eiga kort í World Class hafa nýtt sér þessa opnun. Hægt er að sjá viðtal við Björn hér fyrir neðan „Þetta hefur gengið fínt. Það eru allir skráðir í tímana á netinu og merkt við alla sem koma inn. Þetta er mjög rólegt, þetta eru bara nokkrar hræður í hverjum tíma. Þetta eru engin vandamál,“ segir Björn. Orð sóttvarnalæknis ábyrgðalaus Sóttvarnalæknir hefur mælst til þess að líkamsræktarstöðvar séu lokaðar og lýst yfir áhyggjum af því að fólk fái að æfa þar í dag. „Mér finnst hann bara ábyrgðarlaus með þessu, það er bara þannig. Ég myndi kalla þetta lélega fræðimennsku,“ segir Björn um orð sóttvarnalæknis en sóttvarnalæknir hefur sagt að fjölda smita megi rekja til líkamsræktarstöðva. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað. Hann segir að 30 prósent smitum séu órakin. 30 prósent af íbúum höfuðborgarsvæðisins stunda heilsurækt í stöðvunum öllum. Ef hann finnur ekki þrjátíu prósent þá ályktar hann að þau séu í heilsurækt. En þessi 30 prósent voru líka í Bónus og Hagkaup og víða. Þessir staðir eru ekki hættulegri en aðrir, nema síður sé.“ Fólk finni fyrir „æfingaskömm" Björn segist finna fyrir mikilli gagnrýni vegna opnunarinnar. „Það er komið nýyrði. Það heitir æfingaskömm. Fólk þorir ekki að segja að það fari á líkamsræktarstöð. Það er búið að tala svo mikið um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á, þó engin smit hafi komið upp á líkamsræktarstöðvum,“ segir Björn. Laugar, líkamsræktarstöð World Class í Laugardal. Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann hafi íhugað að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis um að hafa líkamsræktarstöðvarnar lokaðar, svarar Björn: „Nei, ég vil bara fá að bæta í. Það er mikil þörf fyrir þessa starfsemi og þetta er það sem við getum best gert til að verjast veirunni.“ Hvernig verjumst við veirunni með því að hafa líkamsræktarstöðvar opnar? „Með því að vera heilbrigð og hraust, bæði andlega og líkamlega. Það segir sig sjálft.“ Út í hött að biðjast afsökunar Eigandi Sporthússins opnaði sína stöð fyrir iðkendum en lokaði henni aftur og baðst afsökunar. Spurður hvað honum finnst um þá afsökunarbeiðni svarar Björn: „Mér fannst það bara út í hött, það þarf ekki að biðjast afsökunar á því sem er leyft samkvæmt lögum. Ég held að ástæðan fyrir því að hann lokaði sé sú að það var ekkert að gera hjá honum.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að opnun líkamsræktarstöðva, gegn fyrrgreindum skilyrðum, hefði verið ákveðin á grundvelli jafnræðisreglu. Sóttvarnalæknir hafði lagt til að leyfa ákveðna starfsemi, á borð við jóga og Crossfit í bókuðum tímum, þar sem fjöldinn var takmarkaður við 20 manns, fjarlægðartakmörk virt og hægt að hreinsa búnað á milli iðkennda. Ekki hefði verið hægt að leyfa slíka starfsemi hjá einum rekstraraðila en ekki öðrum. Björn segist ekki hafa beitt þrýstingi í málinu. „Ég hef aldrei talað við neitt af þessu liði. Hvorki ráðherra né þingmenn eða sóttvarnalækni. Mjög öruggt umhverfi Sjálfur myndi hann leyfa 50 til 100 manns inni í World Class. „Það er hægt að halda þessu mjög öruggu með því, vegna þess að það er allt skráð inn, það eru augnskannar sem skrá þig líka inn, það er hægt að rekja hvern einasta sem kemur inn í húsið hjá okkur. Á þessum stöðvum eru allir að spritta og passa. Það eru engar snertingar hérna innandyra. Aftur á móti ef þú ferð í matvöruverslun eru allir að snerta vörur og skila þeim aftur. Hérna eru engar snertingar, þetta er mjög öruggt umhverfi.“ Þá segir hann loftgæði inn á stöðvum eins og best verður á kosið. „Ég held að það séu átta til tíu sinnum loftskipti á klukkutíma í þessum stöðvum. Þetta eru mjög öflugar loftræstingar, þannig að það er ekki vandamálið.“ Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Björn Leifsson, eigandi World Class, vill bæta í starfsemi líkamsræktarstöðva til að verjast kórónuveirunni. Hann segist hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann opnaði stöðvar sínar á ný, þvert á tilmæli sóttvarnalæknis. Í dag þori fólk vart að segja frá því að það hafi farið í líkamsræktarstöð og finni fyrir „æfingaskömm“. Líkamsræktarstöðvar World Class voru opnaðar á ný fyrir sex dögum innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. 19 manns mega aðeins mæta í skipulagða tíma en Björn segir að um tíu prósent þeirra sem eiga kort í World Class hafa nýtt sér þessa opnun. Hægt er að sjá viðtal við Björn hér fyrir neðan „Þetta hefur gengið fínt. Það eru allir skráðir í tímana á netinu og merkt við alla sem koma inn. Þetta er mjög rólegt, þetta eru bara nokkrar hræður í hverjum tíma. Þetta eru engin vandamál,“ segir Björn. Orð sóttvarnalæknis ábyrgðalaus Sóttvarnalæknir hefur mælst til þess að líkamsræktarstöðvar séu lokaðar og lýst yfir áhyggjum af því að fólk fái að æfa þar í dag. „Mér finnst hann bara ábyrgðarlaus með þessu, það er bara þannig. Ég myndi kalla þetta lélega fræðimennsku,“ segir Björn um orð sóttvarnalæknis en sóttvarnalæknir hefur sagt að fjölda smita megi rekja til líkamsræktarstöðva. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað. Hann segir að 30 prósent smitum séu órakin. 30 prósent af íbúum höfuðborgarsvæðisins stunda heilsurækt í stöðvunum öllum. Ef hann finnur ekki þrjátíu prósent þá ályktar hann að þau séu í heilsurækt. En þessi 30 prósent voru líka í Bónus og Hagkaup og víða. Þessir staðir eru ekki hættulegri en aðrir, nema síður sé.“ Fólk finni fyrir „æfingaskömm" Björn segist finna fyrir mikilli gagnrýni vegna opnunarinnar. „Það er komið nýyrði. Það heitir æfingaskömm. Fólk þorir ekki að segja að það fari á líkamsræktarstöð. Það er búið að tala svo mikið um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á, þó engin smit hafi komið upp á líkamsræktarstöðvum,“ segir Björn. Laugar, líkamsræktarstöð World Class í Laugardal. Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann hafi íhugað að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis um að hafa líkamsræktarstöðvarnar lokaðar, svarar Björn: „Nei, ég vil bara fá að bæta í. Það er mikil þörf fyrir þessa starfsemi og þetta er það sem við getum best gert til að verjast veirunni.“ Hvernig verjumst við veirunni með því að hafa líkamsræktarstöðvar opnar? „Með því að vera heilbrigð og hraust, bæði andlega og líkamlega. Það segir sig sjálft.“ Út í hött að biðjast afsökunar Eigandi Sporthússins opnaði sína stöð fyrir iðkendum en lokaði henni aftur og baðst afsökunar. Spurður hvað honum finnst um þá afsökunarbeiðni svarar Björn: „Mér fannst það bara út í hött, það þarf ekki að biðjast afsökunar á því sem er leyft samkvæmt lögum. Ég held að ástæðan fyrir því að hann lokaði sé sú að það var ekkert að gera hjá honum.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að opnun líkamsræktarstöðva, gegn fyrrgreindum skilyrðum, hefði verið ákveðin á grundvelli jafnræðisreglu. Sóttvarnalæknir hafði lagt til að leyfa ákveðna starfsemi, á borð við jóga og Crossfit í bókuðum tímum, þar sem fjöldinn var takmarkaður við 20 manns, fjarlægðartakmörk virt og hægt að hreinsa búnað á milli iðkennda. Ekki hefði verið hægt að leyfa slíka starfsemi hjá einum rekstraraðila en ekki öðrum. Björn segist ekki hafa beitt þrýstingi í málinu. „Ég hef aldrei talað við neitt af þessu liði. Hvorki ráðherra né þingmenn eða sóttvarnalækni. Mjög öruggt umhverfi Sjálfur myndi hann leyfa 50 til 100 manns inni í World Class. „Það er hægt að halda þessu mjög öruggu með því, vegna þess að það er allt skráð inn, það eru augnskannar sem skrá þig líka inn, það er hægt að rekja hvern einasta sem kemur inn í húsið hjá okkur. Á þessum stöðvum eru allir að spritta og passa. Það eru engar snertingar hérna innandyra. Aftur á móti ef þú ferð í matvöruverslun eru allir að snerta vörur og skila þeim aftur. Hérna eru engar snertingar, þetta er mjög öruggt umhverfi.“ Þá segir hann loftgæði inn á stöðvum eins og best verður á kosið. „Ég held að það séu átta til tíu sinnum loftskipti á klukkutíma í þessum stöðvum. Þetta eru mjög öflugar loftræstingar, þannig að það er ekki vandamálið.“
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira