Út í hött að biðjast afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2020 15:55 Björn Leifsson, eigandi World Class. Björn Leifsson, eigandi World Class, vill bæta í starfsemi líkamsræktarstöðva til að verjast kórónuveirunni. Hann segist hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann opnaði stöðvar sínar á ný, þvert á tilmæli sóttvarnalæknis. Í dag þori fólk vart að segja frá því að það hafi farið í líkamsræktarstöð og finni fyrir „æfingaskömm“. Líkamsræktarstöðvar World Class voru opnaðar á ný fyrir sex dögum innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. 19 manns mega aðeins mæta í skipulagða tíma en Björn segir að um tíu prósent þeirra sem eiga kort í World Class hafa nýtt sér þessa opnun. Hægt er að sjá viðtal við Björn hér fyrir neðan „Þetta hefur gengið fínt. Það eru allir skráðir í tímana á netinu og merkt við alla sem koma inn. Þetta er mjög rólegt, þetta eru bara nokkrar hræður í hverjum tíma. Þetta eru engin vandamál,“ segir Björn. Orð sóttvarnalæknis ábyrgðalaus Sóttvarnalæknir hefur mælst til þess að líkamsræktarstöðvar séu lokaðar og lýst yfir áhyggjum af því að fólk fái að æfa þar í dag. „Mér finnst hann bara ábyrgðarlaus með þessu, það er bara þannig. Ég myndi kalla þetta lélega fræðimennsku,“ segir Björn um orð sóttvarnalæknis en sóttvarnalæknir hefur sagt að fjölda smita megi rekja til líkamsræktarstöðva. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað. Hann segir að 30 prósent smitum séu órakin. 30 prósent af íbúum höfuðborgarsvæðisins stunda heilsurækt í stöðvunum öllum. Ef hann finnur ekki þrjátíu prósent þá ályktar hann að þau séu í heilsurækt. En þessi 30 prósent voru líka í Bónus og Hagkaup og víða. Þessir staðir eru ekki hættulegri en aðrir, nema síður sé.“ Fólk finni fyrir „æfingaskömm" Björn segist finna fyrir mikilli gagnrýni vegna opnunarinnar. „Það er komið nýyrði. Það heitir æfingaskömm. Fólk þorir ekki að segja að það fari á líkamsræktarstöð. Það er búið að tala svo mikið um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á, þó engin smit hafi komið upp á líkamsræktarstöðvum,“ segir Björn. Laugar, líkamsræktarstöð World Class í Laugardal. Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann hafi íhugað að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis um að hafa líkamsræktarstöðvarnar lokaðar, svarar Björn: „Nei, ég vil bara fá að bæta í. Það er mikil þörf fyrir þessa starfsemi og þetta er það sem við getum best gert til að verjast veirunni.“ Hvernig verjumst við veirunni með því að hafa líkamsræktarstöðvar opnar? „Með því að vera heilbrigð og hraust, bæði andlega og líkamlega. Það segir sig sjálft.“ Út í hött að biðjast afsökunar Eigandi Sporthússins opnaði sína stöð fyrir iðkendum en lokaði henni aftur og baðst afsökunar. Spurður hvað honum finnst um þá afsökunarbeiðni svarar Björn: „Mér fannst það bara út í hött, það þarf ekki að biðjast afsökunar á því sem er leyft samkvæmt lögum. Ég held að ástæðan fyrir því að hann lokaði sé sú að það var ekkert að gera hjá honum.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að opnun líkamsræktarstöðva, gegn fyrrgreindum skilyrðum, hefði verið ákveðin á grundvelli jafnræðisreglu. Sóttvarnalæknir hafði lagt til að leyfa ákveðna starfsemi, á borð við jóga og Crossfit í bókuðum tímum, þar sem fjöldinn var takmarkaður við 20 manns, fjarlægðartakmörk virt og hægt að hreinsa búnað á milli iðkennda. Ekki hefði verið hægt að leyfa slíka starfsemi hjá einum rekstraraðila en ekki öðrum. Björn segist ekki hafa beitt þrýstingi í málinu. „Ég hef aldrei talað við neitt af þessu liði. Hvorki ráðherra né þingmenn eða sóttvarnalækni. Mjög öruggt umhverfi Sjálfur myndi hann leyfa 50 til 100 manns inni í World Class. „Það er hægt að halda þessu mjög öruggu með því, vegna þess að það er allt skráð inn, það eru augnskannar sem skrá þig líka inn, það er hægt að rekja hvern einasta sem kemur inn í húsið hjá okkur. Á þessum stöðvum eru allir að spritta og passa. Það eru engar snertingar hérna innandyra. Aftur á móti ef þú ferð í matvöruverslun eru allir að snerta vörur og skila þeim aftur. Hérna eru engar snertingar, þetta er mjög öruggt umhverfi.“ Þá segir hann loftgæði inn á stöðvum eins og best verður á kosið. „Ég held að það séu átta til tíu sinnum loftskipti á klukkutíma í þessum stöðvum. Þetta eru mjög öflugar loftræstingar, þannig að það er ekki vandamálið.“ Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Björn Leifsson, eigandi World Class, vill bæta í starfsemi líkamsræktarstöðva til að verjast kórónuveirunni. Hann segist hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann opnaði stöðvar sínar á ný, þvert á tilmæli sóttvarnalæknis. Í dag þori fólk vart að segja frá því að það hafi farið í líkamsræktarstöð og finni fyrir „æfingaskömm“. Líkamsræktarstöðvar World Class voru opnaðar á ný fyrir sex dögum innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. 19 manns mega aðeins mæta í skipulagða tíma en Björn segir að um tíu prósent þeirra sem eiga kort í World Class hafa nýtt sér þessa opnun. Hægt er að sjá viðtal við Björn hér fyrir neðan „Þetta hefur gengið fínt. Það eru allir skráðir í tímana á netinu og merkt við alla sem koma inn. Þetta er mjög rólegt, þetta eru bara nokkrar hræður í hverjum tíma. Þetta eru engin vandamál,“ segir Björn. Orð sóttvarnalæknis ábyrgðalaus Sóttvarnalæknir hefur mælst til þess að líkamsræktarstöðvar séu lokaðar og lýst yfir áhyggjum af því að fólk fái að æfa þar í dag. „Mér finnst hann bara ábyrgðarlaus með þessu, það er bara þannig. Ég myndi kalla þetta lélega fræðimennsku,“ segir Björn um orð sóttvarnalæknis en sóttvarnalæknir hefur sagt að fjölda smita megi rekja til líkamsræktarstöðva. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað. Hann segir að 30 prósent smitum séu órakin. 30 prósent af íbúum höfuðborgarsvæðisins stunda heilsurækt í stöðvunum öllum. Ef hann finnur ekki þrjátíu prósent þá ályktar hann að þau séu í heilsurækt. En þessi 30 prósent voru líka í Bónus og Hagkaup og víða. Þessir staðir eru ekki hættulegri en aðrir, nema síður sé.“ Fólk finni fyrir „æfingaskömm" Björn segist finna fyrir mikilli gagnrýni vegna opnunarinnar. „Það er komið nýyrði. Það heitir æfingaskömm. Fólk þorir ekki að segja að það fari á líkamsræktarstöð. Það er búið að tala svo mikið um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á, þó engin smit hafi komið upp á líkamsræktarstöðvum,“ segir Björn. Laugar, líkamsræktarstöð World Class í Laugardal. Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann hafi íhugað að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis um að hafa líkamsræktarstöðvarnar lokaðar, svarar Björn: „Nei, ég vil bara fá að bæta í. Það er mikil þörf fyrir þessa starfsemi og þetta er það sem við getum best gert til að verjast veirunni.“ Hvernig verjumst við veirunni með því að hafa líkamsræktarstöðvar opnar? „Með því að vera heilbrigð og hraust, bæði andlega og líkamlega. Það segir sig sjálft.“ Út í hött að biðjast afsökunar Eigandi Sporthússins opnaði sína stöð fyrir iðkendum en lokaði henni aftur og baðst afsökunar. Spurður hvað honum finnst um þá afsökunarbeiðni svarar Björn: „Mér fannst það bara út í hött, það þarf ekki að biðjast afsökunar á því sem er leyft samkvæmt lögum. Ég held að ástæðan fyrir því að hann lokaði sé sú að það var ekkert að gera hjá honum.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að opnun líkamsræktarstöðva, gegn fyrrgreindum skilyrðum, hefði verið ákveðin á grundvelli jafnræðisreglu. Sóttvarnalæknir hafði lagt til að leyfa ákveðna starfsemi, á borð við jóga og Crossfit í bókuðum tímum, þar sem fjöldinn var takmarkaður við 20 manns, fjarlægðartakmörk virt og hægt að hreinsa búnað á milli iðkennda. Ekki hefði verið hægt að leyfa slíka starfsemi hjá einum rekstraraðila en ekki öðrum. Björn segist ekki hafa beitt þrýstingi í málinu. „Ég hef aldrei talað við neitt af þessu liði. Hvorki ráðherra né þingmenn eða sóttvarnalækni. Mjög öruggt umhverfi Sjálfur myndi hann leyfa 50 til 100 manns inni í World Class. „Það er hægt að halda þessu mjög öruggu með því, vegna þess að það er allt skráð inn, það eru augnskannar sem skrá þig líka inn, það er hægt að rekja hvern einasta sem kemur inn í húsið hjá okkur. Á þessum stöðvum eru allir að spritta og passa. Það eru engar snertingar hérna innandyra. Aftur á móti ef þú ferð í matvöruverslun eru allir að snerta vörur og skila þeim aftur. Hérna eru engar snertingar, þetta er mjög öruggt umhverfi.“ Þá segir hann loftgæði inn á stöðvum eins og best verður á kosið. „Ég held að það séu átta til tíu sinnum loftskipti á klukkutíma í þessum stöðvum. Þetta eru mjög öflugar loftræstingar, þannig að það er ekki vandamálið.“
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira