Varaforseti þýska þingsins látinn eftir að hafa hnigið niður skömmu fyrir viðtal Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2020 07:27 Thomas Oppermann hafði gegnt embætti varaforseta þýska þingsins frá árinu 2017. Getty Thomas Oppermann, varaforseti þýska þingsins, er látinn eftir að hafa hnigið niður skömmu fyrir tökur á sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Hann varð 66 ára. Fjöldi samflokksmanna Oppermann í þýska Jafnaðarmannaflokknum segist vera í áfalli vegna fréttanna af andláti Oppermann. Vinnumarkaðsmálaráðherrann Hubertus Heil staðfesti andlát Oppermann á Twitter-síðu sinni í morgun. Segist Heil vera mjög sorgmæddur vegna málsins. „Með ástríðu og skynsemi hefur Thomas þjónað landi okkar og jafnaðarmannastefnunni. Hugur minn er hjá fjölskyldu hans,“ sagði Heil. Die Nachricht vom plötzlichen Tode meines Kollegen und Genossen Thomas Oppermann erfüllt mich mit tiefer Trauer. Thomas hat sich mit Leidenschaft und Verstand um unser Land und die Sozialdemokratie verdient gemacht. Meine Gedanken sind bei seiner Familie.— Hubertus Heil (@hubertus_heil) October 26, 2020 DW segir frá því að Oppermann hafi hnigið niður í gærkvöldi þar sem sjónvarpsstöðin ZDF var að fara að ræða við hann. Oppermann hafi í kjölfarið verið fluttur á sjúkrahús og lést hann svo snemma í morgun. Oppermann hóf stjórnmálaferil sinn á níunda áratugnum, fyrst í Neðra Saxlandi þar sem hann gegndi meðal annars embætti ráðherra vísindamála. Færði hann sig svo yfir í landsmálin. Oppermann greindi frá því í sumar að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningunum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Hann hafði gegnt embætti varaforseta þingsins frá því í október 2017. Áður hafði hann gegnt stöðu þingflokksformanns hjá Jafnaðarmannaflokknum. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Oppermann hafi hnigið í miðju viðtali, en hið rétta er að það gerðist skömmu áður en viðtalið átti að hefjast. Þýskaland Andlát Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Thomas Oppermann, varaforseti þýska þingsins, er látinn eftir að hafa hnigið niður skömmu fyrir tökur á sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Hann varð 66 ára. Fjöldi samflokksmanna Oppermann í þýska Jafnaðarmannaflokknum segist vera í áfalli vegna fréttanna af andláti Oppermann. Vinnumarkaðsmálaráðherrann Hubertus Heil staðfesti andlát Oppermann á Twitter-síðu sinni í morgun. Segist Heil vera mjög sorgmæddur vegna málsins. „Með ástríðu og skynsemi hefur Thomas þjónað landi okkar og jafnaðarmannastefnunni. Hugur minn er hjá fjölskyldu hans,“ sagði Heil. Die Nachricht vom plötzlichen Tode meines Kollegen und Genossen Thomas Oppermann erfüllt mich mit tiefer Trauer. Thomas hat sich mit Leidenschaft und Verstand um unser Land und die Sozialdemokratie verdient gemacht. Meine Gedanken sind bei seiner Familie.— Hubertus Heil (@hubertus_heil) October 26, 2020 DW segir frá því að Oppermann hafi hnigið niður í gærkvöldi þar sem sjónvarpsstöðin ZDF var að fara að ræða við hann. Oppermann hafi í kjölfarið verið fluttur á sjúkrahús og lést hann svo snemma í morgun. Oppermann hóf stjórnmálaferil sinn á níunda áratugnum, fyrst í Neðra Saxlandi þar sem hann gegndi meðal annars embætti ráðherra vísindamála. Færði hann sig svo yfir í landsmálin. Oppermann greindi frá því í sumar að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningunum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Hann hafði gegnt embætti varaforseta þingsins frá því í október 2017. Áður hafði hann gegnt stöðu þingflokksformanns hjá Jafnaðarmannaflokknum. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Oppermann hafi hnigið í miðju viðtali, en hið rétta er að það gerðist skömmu áður en viðtalið átti að hefjast.
Þýskaland Andlát Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira