Sýknaður af nauðgun á sambýliskonu sinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2020 22:12 Landsréttur sýknaði í dag mann sem var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa nauðgað þáverandi sambýliskonu sinni. Vísir/Vilhelm Landsréttur sýknaði í dag mann sem var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2019 fyrir að hafa nauðgað þáverandi sambýliskonu sinni með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Framburður sonar konunnar sem vísað var til í dómi héraðsdóms var ekki talinn styðja framburð móður hans. Fram kemur í dómi Landsréttar að niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu hafi byggst á framburði konunnar sem metinn var trúverðugur, auk þess sem vísað var til þess að framburður sonar hennar styddi framburð hennar, og skýrslur vitna sem konan hafði verið í samband við á umræddum tíma. Landsréttur telur að óljóst sé hvort þau orðaskipti sem sonur konunnar bar um að hafa heyrt hefðu varðað málsatvik sem ákæran náði til eða önnur átök milli þáverandi sambýlisfólksins. Þótti óvarlegt að leggja til grundvallar að framburður hans styddi framburð móður hans. Þá væru framburðir vitnanna tveggja byggðir eingöngu á endursögn konunnar á atvikum auk þess sem vitnin mundu illa eftir atvikum við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi. Þá hafi ekki verið ljós hvort framburður þeirra ætti við um nauðgunina sem sambýlismaðurinn var ákærður fyrir eða nauðganir sem konan kærði hann fyrir en leiddu ekki til ákæru. Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir nauðgunina. Hann var ákærður fyrir að hafa farið upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hafi ruðst inn í herergi hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Þá sagði hún son sinn hafa verið heima og hann hefði orðið var við það sem gekk á. Hún sagði jafnframt að maðurinn hafi nauðgað henni þrisvar sumarið 2015. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Landsréttur sýknaði í dag mann sem var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2019 fyrir að hafa nauðgað þáverandi sambýliskonu sinni með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Framburður sonar konunnar sem vísað var til í dómi héraðsdóms var ekki talinn styðja framburð móður hans. Fram kemur í dómi Landsréttar að niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu hafi byggst á framburði konunnar sem metinn var trúverðugur, auk þess sem vísað var til þess að framburður sonar hennar styddi framburð hennar, og skýrslur vitna sem konan hafði verið í samband við á umræddum tíma. Landsréttur telur að óljóst sé hvort þau orðaskipti sem sonur konunnar bar um að hafa heyrt hefðu varðað málsatvik sem ákæran náði til eða önnur átök milli þáverandi sambýlisfólksins. Þótti óvarlegt að leggja til grundvallar að framburður hans styddi framburð móður hans. Þá væru framburðir vitnanna tveggja byggðir eingöngu á endursögn konunnar á atvikum auk þess sem vitnin mundu illa eftir atvikum við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi. Þá hafi ekki verið ljós hvort framburður þeirra ætti við um nauðgunina sem sambýlismaðurinn var ákærður fyrir eða nauðganir sem konan kærði hann fyrir en leiddu ekki til ákæru. Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir nauðgunina. Hann var ákærður fyrir að hafa farið upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hafi ruðst inn í herergi hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Þá sagði hún son sinn hafa verið heima og hann hefði orðið var við það sem gekk á. Hún sagði jafnframt að maðurinn hafi nauðgað henni þrisvar sumarið 2015.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira