Hin fína bláa lína Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 23. október 2020 20:32 Enn er haldið áfram að hamast í lögreglunni vegna hátt í þriggja ára gamallar myndar af merkjum á lögreglubúningi. Eins og ég hef getið um áður finnst mér að það eigi ekki að vera önnur merki á lögreglubúningum en þau sem tilheyra lögreglunni. Sú er þegar orðin raunin. Hins vegar snýst hamagangurinn um allt annað. Hann snýst um að ná höggstað á lögreglunni og níðast á einstaklingum og í sumum tilvikum heilli starfsstétt. Táknrænir sérfræðingar Nú hefur verið fenginn „algjörlega óháður og ópólitískur sérfræðingur“ til að segja fólki hvernig beri að túlka merkin sem sást glitta í á ljósmyndinni. Þá er litið fram hjá uppruna merkjanna og því sem lá að baki hjá þeim sem notaði þau. Utanaðkomandi sérfræðingur ákveður hvað merkin tákni og útskýrir hugarfar fólks sem notar þau án þess að hafa nokkurn tímann talað við viðkomandi. Við undirbúning flokksþings fyrir nærri áratug lagði ég til að merki þingsins yrði rísandi sól í fánalitunum. Sérfræðingur úr annarri átt stjórnmálanna tók að sér að útskýra (sem „óháður fræðimaður“) að þetta væri klassískt fasískt tákn. Hefði sérfræðingurinn haft hugmynd um hvað hann var að tala hefði hann vitað að rísandi sól er þvert á móti þekkt og gamalt tákn vinstrihreyfinga víða um heim („sjá roðann í austri“ og allt það) og verkalýðshreyfinga. Hann hefði þá getað gagnrýnt okkur fyrir það. Með merkinu var hins vegar vísað til þess að rísandi sól hefur líka verið tákn íslensku ungmennafélaganna, framfara og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga en það vissi sérfræðingurinn ekki heldur. Hann sá bara það sem hann langaði að sjá og það sem þjónaði áhuga hans á að sverta pólitíska andstæðinga. Nútíma pólitík Nú sætir lögreglukona viðvarandi svívirðingum og jafnvel lögreglan öll m.a. vegna fána sem hannaður var af íslensk ættuðum forsprakka rokkhljómsveitar og hefur verið notaður af fjölmörgum hópum sem tákn um marga ólíka hluti. Byrjað var á svo kölluðum Vínlandsfána sem hefur verið notaður af ýmsu tilefni. Eða var þetta norskur herfáni? Eða e.t.v. fáni frændfólks okkar í Suðureyjum þ.e. íbúanna á Suðvesturey eða Suður Vist (South Uist)? Eyju sem er skammt suður af Grímsey í Suðureyjum (ef það hjálpar). Norræni krossfáninn tekur á sig ýmsar myndir og er notaður víða um heim (enda langflottustu fánarnir). Við verðum bara að vona að eitthvað vafasamt fólk taki ekki upp á því að nota íslenska fánann. Hvað gera ybbar þá? Í fánamálinu vilja andstæðingar þeirra sem notuðu merkin ráða því hvaða hugsanir lágu þar að baki. Þeir telja sig vita meira um hugarfar annars fólks en fólkið sjálft. Þarna er unnið út frá einu af megineinkennum ímyndarstjórnmála samtímans. Fólki er skipt í fórnarlömb og óvini. Allt það sem þeir sem teljast til óvina segja og gera er svo túlkað á versta veg. Því miður hefur lögreglan verið flokkuð með óvinahópum. Einna óvægnastir í þeim efnum eru þeir sem kenna sig við aldalanga glæpastarfsemi á heimshöfunum. Rakið mál Þegar þeir sem telja sig betri en aðra eru komnir með spotta vilja þeir toga áfram til að rekja upp garnið. Þá skiptir ekkert máli nema hið tilbúna yfirbragð. Litið er fram hjá staðreyndum eins og þeirri að lögregla víða um lönd skiptist á merkjum eins og þeim sem sáust á búningi lögreglukonunnar. Þetta er t.d. vinsæl hefð á Norðurlöndum. Einhvers staðar á ég samfesting með merkjum ýmissa félaga í samtökum norrænna viðskipta- og hagfræðinema. Ef ég finn hann er verð ég líklega að athuga hvort ég uppgötvi eitthvað sem talist getur vafasamt. Eftir að menn höfðu skammast yfir Vínlands-/Suðureyjafánanum var athyglinni beint að merki hinnar fínu bláu línu (e. thin blue line) og því meðal annars haldið fram að það sé svar við BLM hreyfingunni. Þá mætti spyrja hvort það sé óeðlilegt að lögreglan sýni samstöðu gagnvart hreyfingu sem hefur það að meginmarkmiði að leggja niður löggæslu? Margir forsprakkar BLM hafa talað um lögreglu með hætti sem ég treysti mér ekki til að hafa eftir en orðið „hatursorðræða“ á sannarlega við. Varnarlínan í vörn Lögregla víða um lönd hefur sætt árásum á götum úti og öðru ofbeldi undanfarin misseri. Nokkrar borgir í Bandaríkjunum hafa látið verða af því að reka lögregluþjóna og leggja af löggæslu að miklu leyti. Í sumum löndum hafa yfirmenn lögreglunnar látið sig hafa það að krjúpa á kné til að lýsa stuðningi við samtök sem vilja leggja lögregluna niður. Skyldi einhvern undra að lögregluþjónar vilji sýna hver öðrum samstöðu við slíkar aðstæður? Hin fína bláa lína táknar þó fyrst og fremst samstöðu um að hjálpa fjölskyldum lögregluþjóna sem hafa misst föður eða móður við skyldustörf. Hún minnir líka á það hversu þunn línan er milli öryggis, laga og reglu annars vegar og upplausnar og ofbeldis hins vegar. Reynsla okkar Við Íslendingar þurfum ekki að efast um þetta. Það er rétt rúmur áratugur frá því að þunn lína lögreglufólks kom í veg fyrir að Alþingishúsið yrði lagt í rúst og brennt til grunna. Það sama átti við um Stjórnarráðið. Á þeim tíma hafði eflaust hver einasti lögregluþjónn áhyggjur af eigin afkomu og fjölskyldu sinnar. Þeir lögðu sig þó alla fram við að gera skyldu sína og vörðu lýðræðislegt stjórnkerfi landsins og komu í veg fyrir upplausn. Þetta skrifa ég sem maður sem vildi fella þáverandi ríkisstjórn en gera það á lýðræðislegan hátt ólíkt sumum þeirra sem nú bera fyrir sig lýðræði í baráttu fyrir því að kollvarpa stjórnskipan landsins. Þegar línan er slitin Í Portland í Bandaríkjunum hafa stjórnvöld orðið við kröfum um að draga úr löggæslu. Þar fara svartklæddar vopnaðar sveitir sem kalla sig Antifa nú um göturnar og ráðast á lögreglu og óbreytta borgar. Öfgamennirnir hafa brennt hús og fellt nánast allar styttur borgarinnar, nú síðast styttu af Abraham Lincoln. Opinberum byggingum hefur verið breytt í virki en viðbrögð yfirvalda hafa verið þau að draga enn úr fjárveitingum til lögreglunnar. Lögregluþjónar vinna erfitt og vanþakklátt starf fyrir óeðlilega lág laun. Hvernig væri að sýna smá virðingu, gera sér grein fyrir mikilvægi löggæslu og þakka fólkinu sem vinnur við að verja öryggi okkar hinna? Árangur árásanna Mál eins og það sem hefur verið til umræðu undanfarna daga bitnar á einstaklingum og fjölskyldum þeirra. En það bitnar líka á samfélaginu. Það færir hina fínu bláu línu. Til þess er leikurinn líka gerður. Pólitíkusar koma fram og flytja æfða frasa úr handbók stjórnmálamannsins. Talað er um að það þurfi að mennta lögreglumenn svo að þeir séu ekki kynþáttahatarar. „Haturstákn og hatursorðræða verða ekki liðin“ er aðalfrasinn og þannig gefið til kynna að lögreglan hafi stundað slíkt. En hvað með hatursorðræðu í garð lögreglunnar. Er ekki tímabært að taka á henni? Í lýðræðisríki er mikilvægt að fólk geti gagnrýnt lögregluna. Hún fer með mikið vald og þarf að fara vel með það. Þegar verður misbrestur á því er mikilvægt að bregðast við. En það að að byggja gagnrýni á fordómum í garð stéttarinnar er óheiðarlegt og til þess fallið að gera lögreglunni erfiðara að tryggja öryggi samfélagsins. Víða hefur lögregla verið sett í þá stöðu að geta ekki unnið vinnuna sína af ótta við ásakanir um fordóma. Látum það ekki henda á Íslandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Enn er haldið áfram að hamast í lögreglunni vegna hátt í þriggja ára gamallar myndar af merkjum á lögreglubúningi. Eins og ég hef getið um áður finnst mér að það eigi ekki að vera önnur merki á lögreglubúningum en þau sem tilheyra lögreglunni. Sú er þegar orðin raunin. Hins vegar snýst hamagangurinn um allt annað. Hann snýst um að ná höggstað á lögreglunni og níðast á einstaklingum og í sumum tilvikum heilli starfsstétt. Táknrænir sérfræðingar Nú hefur verið fenginn „algjörlega óháður og ópólitískur sérfræðingur“ til að segja fólki hvernig beri að túlka merkin sem sást glitta í á ljósmyndinni. Þá er litið fram hjá uppruna merkjanna og því sem lá að baki hjá þeim sem notaði þau. Utanaðkomandi sérfræðingur ákveður hvað merkin tákni og útskýrir hugarfar fólks sem notar þau án þess að hafa nokkurn tímann talað við viðkomandi. Við undirbúning flokksþings fyrir nærri áratug lagði ég til að merki þingsins yrði rísandi sól í fánalitunum. Sérfræðingur úr annarri átt stjórnmálanna tók að sér að útskýra (sem „óháður fræðimaður“) að þetta væri klassískt fasískt tákn. Hefði sérfræðingurinn haft hugmynd um hvað hann var að tala hefði hann vitað að rísandi sól er þvert á móti þekkt og gamalt tákn vinstrihreyfinga víða um heim („sjá roðann í austri“ og allt það) og verkalýðshreyfinga. Hann hefði þá getað gagnrýnt okkur fyrir það. Með merkinu var hins vegar vísað til þess að rísandi sól hefur líka verið tákn íslensku ungmennafélaganna, framfara og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga en það vissi sérfræðingurinn ekki heldur. Hann sá bara það sem hann langaði að sjá og það sem þjónaði áhuga hans á að sverta pólitíska andstæðinga. Nútíma pólitík Nú sætir lögreglukona viðvarandi svívirðingum og jafnvel lögreglan öll m.a. vegna fána sem hannaður var af íslensk ættuðum forsprakka rokkhljómsveitar og hefur verið notaður af fjölmörgum hópum sem tákn um marga ólíka hluti. Byrjað var á svo kölluðum Vínlandsfána sem hefur verið notaður af ýmsu tilefni. Eða var þetta norskur herfáni? Eða e.t.v. fáni frændfólks okkar í Suðureyjum þ.e. íbúanna á Suðvesturey eða Suður Vist (South Uist)? Eyju sem er skammt suður af Grímsey í Suðureyjum (ef það hjálpar). Norræni krossfáninn tekur á sig ýmsar myndir og er notaður víða um heim (enda langflottustu fánarnir). Við verðum bara að vona að eitthvað vafasamt fólk taki ekki upp á því að nota íslenska fánann. Hvað gera ybbar þá? Í fánamálinu vilja andstæðingar þeirra sem notuðu merkin ráða því hvaða hugsanir lágu þar að baki. Þeir telja sig vita meira um hugarfar annars fólks en fólkið sjálft. Þarna er unnið út frá einu af megineinkennum ímyndarstjórnmála samtímans. Fólki er skipt í fórnarlömb og óvini. Allt það sem þeir sem teljast til óvina segja og gera er svo túlkað á versta veg. Því miður hefur lögreglan verið flokkuð með óvinahópum. Einna óvægnastir í þeim efnum eru þeir sem kenna sig við aldalanga glæpastarfsemi á heimshöfunum. Rakið mál Þegar þeir sem telja sig betri en aðra eru komnir með spotta vilja þeir toga áfram til að rekja upp garnið. Þá skiptir ekkert máli nema hið tilbúna yfirbragð. Litið er fram hjá staðreyndum eins og þeirri að lögregla víða um lönd skiptist á merkjum eins og þeim sem sáust á búningi lögreglukonunnar. Þetta er t.d. vinsæl hefð á Norðurlöndum. Einhvers staðar á ég samfesting með merkjum ýmissa félaga í samtökum norrænna viðskipta- og hagfræðinema. Ef ég finn hann er verð ég líklega að athuga hvort ég uppgötvi eitthvað sem talist getur vafasamt. Eftir að menn höfðu skammast yfir Vínlands-/Suðureyjafánanum var athyglinni beint að merki hinnar fínu bláu línu (e. thin blue line) og því meðal annars haldið fram að það sé svar við BLM hreyfingunni. Þá mætti spyrja hvort það sé óeðlilegt að lögreglan sýni samstöðu gagnvart hreyfingu sem hefur það að meginmarkmiði að leggja niður löggæslu? Margir forsprakkar BLM hafa talað um lögreglu með hætti sem ég treysti mér ekki til að hafa eftir en orðið „hatursorðræða“ á sannarlega við. Varnarlínan í vörn Lögregla víða um lönd hefur sætt árásum á götum úti og öðru ofbeldi undanfarin misseri. Nokkrar borgir í Bandaríkjunum hafa látið verða af því að reka lögregluþjóna og leggja af löggæslu að miklu leyti. Í sumum löndum hafa yfirmenn lögreglunnar látið sig hafa það að krjúpa á kné til að lýsa stuðningi við samtök sem vilja leggja lögregluna niður. Skyldi einhvern undra að lögregluþjónar vilji sýna hver öðrum samstöðu við slíkar aðstæður? Hin fína bláa lína táknar þó fyrst og fremst samstöðu um að hjálpa fjölskyldum lögregluþjóna sem hafa misst föður eða móður við skyldustörf. Hún minnir líka á það hversu þunn línan er milli öryggis, laga og reglu annars vegar og upplausnar og ofbeldis hins vegar. Reynsla okkar Við Íslendingar þurfum ekki að efast um þetta. Það er rétt rúmur áratugur frá því að þunn lína lögreglufólks kom í veg fyrir að Alþingishúsið yrði lagt í rúst og brennt til grunna. Það sama átti við um Stjórnarráðið. Á þeim tíma hafði eflaust hver einasti lögregluþjónn áhyggjur af eigin afkomu og fjölskyldu sinnar. Þeir lögðu sig þó alla fram við að gera skyldu sína og vörðu lýðræðislegt stjórnkerfi landsins og komu í veg fyrir upplausn. Þetta skrifa ég sem maður sem vildi fella þáverandi ríkisstjórn en gera það á lýðræðislegan hátt ólíkt sumum þeirra sem nú bera fyrir sig lýðræði í baráttu fyrir því að kollvarpa stjórnskipan landsins. Þegar línan er slitin Í Portland í Bandaríkjunum hafa stjórnvöld orðið við kröfum um að draga úr löggæslu. Þar fara svartklæddar vopnaðar sveitir sem kalla sig Antifa nú um göturnar og ráðast á lögreglu og óbreytta borgar. Öfgamennirnir hafa brennt hús og fellt nánast allar styttur borgarinnar, nú síðast styttu af Abraham Lincoln. Opinberum byggingum hefur verið breytt í virki en viðbrögð yfirvalda hafa verið þau að draga enn úr fjárveitingum til lögreglunnar. Lögregluþjónar vinna erfitt og vanþakklátt starf fyrir óeðlilega lág laun. Hvernig væri að sýna smá virðingu, gera sér grein fyrir mikilvægi löggæslu og þakka fólkinu sem vinnur við að verja öryggi okkar hinna? Árangur árásanna Mál eins og það sem hefur verið til umræðu undanfarna daga bitnar á einstaklingum og fjölskyldum þeirra. En það bitnar líka á samfélaginu. Það færir hina fínu bláu línu. Til þess er leikurinn líka gerður. Pólitíkusar koma fram og flytja æfða frasa úr handbók stjórnmálamannsins. Talað er um að það þurfi að mennta lögreglumenn svo að þeir séu ekki kynþáttahatarar. „Haturstákn og hatursorðræða verða ekki liðin“ er aðalfrasinn og þannig gefið til kynna að lögreglan hafi stundað slíkt. En hvað með hatursorðræðu í garð lögreglunnar. Er ekki tímabært að taka á henni? Í lýðræðisríki er mikilvægt að fólk geti gagnrýnt lögregluna. Hún fer með mikið vald og þarf að fara vel með það. Þegar verður misbrestur á því er mikilvægt að bregðast við. En það að að byggja gagnrýni á fordómum í garð stéttarinnar er óheiðarlegt og til þess fallið að gera lögreglunni erfiðara að tryggja öryggi samfélagsins. Víða hefur lögregla verið sett í þá stöðu að geta ekki unnið vinnuna sína af ótta við ásakanir um fordóma. Látum það ekki henda á Íslandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Formaður Miðflokksins.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar