„Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. október 2020 19:13 Birna og Kristófer eiga von á dreng í næstu viku. Þeim þykir ákvörðun um að neita þeim um lengingu fæðingarorlofsgreiðslna óskiljanlega, enda sé neitunin tilkomin vegna aðgerða stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Sigurjón Þunguð kona gagnrýnir Fæðingarorlofssjóð fyrir að neita sér um veikindagreiðslur á grundvelli þess að hún hafi ekki verið í vinnu í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki tekjur í apríl var fyrirskipun stjórnvalda um að loka hárgreiðslustofum, hvar hún starfaði þar til hertar sóttvarnarreglur tóku gildi. Hún hefði fengið greitt úr sjóðnum ef stofunni hefði ekki verið gert að loka. Birna Bergsdóttir er gengin þrjátíu og níu vikur af öðru barni sínu. Hún starfaði á hárgreiðslustofu með fram námi, eða allt þar til hárgreiðslustofum var fyrirskipað að loka í kórónuveirufaraldrinum. Eftir það fór grindargliðnun að gera vart við sig og Birna gat því ekki snúið aftur til starfa. Hún óskaði því eftir lengingu greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði en var hafnað á grundvelli þess að hún fékk ekki laun í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki laun í apríl var fyrirskipuð lokun hárgreiðslustofa. „Þetta er óréttlátt af því að ástæðan fyrir því að ég fékk neitun var af því að stofunum var lokað, þannig að ef Covid hefði ekki verið þá hefðu stofurnar verið opnar, ég verið að vinna og líklegast hefði ég fengið þennan styrk frá Fæðingarorlofssjóði,“ segir Birna. „En þau neituðu af því að það voru engar tekjur hjá mér. Sem er eitthvað sem er ekki mér að kenna.“ Auður Harðardóttir, móðir Birnu, hefur verið henni innan handar í samskiptum við Vinnumálastofnun og Fæðingarorlofssjóð. Hún hefur sent inn fjölda gagna, veikindavottorð, staðfestingu á hvers vegna Birna var ekki störf og svo mætti lengi telja. „Okkur var bara sagt að þrátt fyrir þessar skýringar þá hafi hún ekki verið með laun í apríl. Computer says no,“ segir Auður. Birna hefur reynt að fá ákvörðuninni hnekkt, en fær alltaf sama svarið: Viðbótargögnin breyta ekki fyrri afgreiðslu. Til að eiga rétt á lengingu þarf viðkomandi að vera í að minnsta kosti 25 prósent starfi síðustu sex mánuði áður en lenging getur hafist. Hún lét einnig reyna á hlutabótaleiðina en starfshlutfallið dugði ekki til að hún ætti rétt á bótum. Birna og barnsfaðir hennar, Kristófer Svavarsson, hafa þar af leiðandi verið tekjulaus undanfarna tvo mánuði, en Kristófer er sjálfur námsmaður. „Það er bara óþægilegt að vera tekjulaus. Það veldur manni áhyggjum og stressi. Óþarfa stressi. Þetta er bara eins og þetta sé leikur hjá þeim. Þangað til þú gefst upp. Og þá eru þau í rauninni búin að vinna,“ segir Kristófer. Bæði eru þau þó afar þakklát fyrir sitt bakland. „Þetta væri ekkert hægt nema því við erum með gott stuðningsnet en fullt af fólki hefur það náttúrlega ekki. Ég veit ekki hvað við myndum gera ef við hefðum ekki hjálp. Þá hefðum við ekkert,“ segir Birna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fæðingarorlof Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þunguð kona gagnrýnir Fæðingarorlofssjóð fyrir að neita sér um veikindagreiðslur á grundvelli þess að hún hafi ekki verið í vinnu í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki tekjur í apríl var fyrirskipun stjórnvalda um að loka hárgreiðslustofum, hvar hún starfaði þar til hertar sóttvarnarreglur tóku gildi. Hún hefði fengið greitt úr sjóðnum ef stofunni hefði ekki verið gert að loka. Birna Bergsdóttir er gengin þrjátíu og níu vikur af öðru barni sínu. Hún starfaði á hárgreiðslustofu með fram námi, eða allt þar til hárgreiðslustofum var fyrirskipað að loka í kórónuveirufaraldrinum. Eftir það fór grindargliðnun að gera vart við sig og Birna gat því ekki snúið aftur til starfa. Hún óskaði því eftir lengingu greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði en var hafnað á grundvelli þess að hún fékk ekki laun í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki laun í apríl var fyrirskipuð lokun hárgreiðslustofa. „Þetta er óréttlátt af því að ástæðan fyrir því að ég fékk neitun var af því að stofunum var lokað, þannig að ef Covid hefði ekki verið þá hefðu stofurnar verið opnar, ég verið að vinna og líklegast hefði ég fengið þennan styrk frá Fæðingarorlofssjóði,“ segir Birna. „En þau neituðu af því að það voru engar tekjur hjá mér. Sem er eitthvað sem er ekki mér að kenna.“ Auður Harðardóttir, móðir Birnu, hefur verið henni innan handar í samskiptum við Vinnumálastofnun og Fæðingarorlofssjóð. Hún hefur sent inn fjölda gagna, veikindavottorð, staðfestingu á hvers vegna Birna var ekki störf og svo mætti lengi telja. „Okkur var bara sagt að þrátt fyrir þessar skýringar þá hafi hún ekki verið með laun í apríl. Computer says no,“ segir Auður. Birna hefur reynt að fá ákvörðuninni hnekkt, en fær alltaf sama svarið: Viðbótargögnin breyta ekki fyrri afgreiðslu. Til að eiga rétt á lengingu þarf viðkomandi að vera í að minnsta kosti 25 prósent starfi síðustu sex mánuði áður en lenging getur hafist. Hún lét einnig reyna á hlutabótaleiðina en starfshlutfallið dugði ekki til að hún ætti rétt á bótum. Birna og barnsfaðir hennar, Kristófer Svavarsson, hafa þar af leiðandi verið tekjulaus undanfarna tvo mánuði, en Kristófer er sjálfur námsmaður. „Það er bara óþægilegt að vera tekjulaus. Það veldur manni áhyggjum og stressi. Óþarfa stressi. Þetta er bara eins og þetta sé leikur hjá þeim. Þangað til þú gefst upp. Og þá eru þau í rauninni búin að vinna,“ segir Kristófer. Bæði eru þau þó afar þakklát fyrir sitt bakland. „Þetta væri ekkert hægt nema því við erum með gott stuðningsnet en fullt af fólki hefur það náttúrlega ekki. Ég veit ekki hvað við myndum gera ef við hefðum ekki hjálp. Þá hefðum við ekkert,“ segir Birna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fæðingarorlof Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira