Sahel: Áheitaráðstefnan skilaði 240 milljörðum íslenskra króna Heimsljós 22. október 2020 11:53 UNHCR Alls söfnuðust tæplega 240 milljarðar íslenskra króna í áheitasöfnun Sameinuðu þjóðanna í vikunni til mannúðaraðstoðar á Mið-Sahelsvæðinu í Afríku. Hungursneyð er yfirvofandi í þessum heimshluta, í Búrkína Fasó, Malí og Níger. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tilkynnti um 80 milljóna króna framlag Íslands til mannúðaraðstoðar á sérstakri áheitaráðstefnu sem haldin var vegna neyðarástandsins sem blasir við á þessu svæði. Mið-Sahelsvæðið Að mati Sameinuðu þjóðanna er einhver mesta mannúðarkrísa samtímans í uppsiglingu í þessum heimshluta. Vopnuð átök og ofbeldi hafa hrakið eina og hálf milljón íbúa frá heimilum sínum í þessum ríkjum, tuttugu sinnum fleiri en fyrir tveimur árum. Kynbundnu ofbeldi fjölgar ískyggilega, milljónir barna er utan skóla og bæði heilsugæsla og félagsþjónusta er í molum. Kórónuveirufaraldurinn hefur síðan aukið á vandann. Þrisvar sinnum fleiri draga fram lífið við hungurmörk í dag borið saman við sama árstíma á síðasta ári. „Það er komið að ögurstund á Mið-Sahelsvæðinu,“ segir António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. "Við þurfum að snúa þessari þróun við með endurnýjaðri sókn til friðar og sátta. Við þurfum líka miklu meiri mannúðaraðstoð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og félagasamtök eru á vettvangi og með meiri fjármögnun getum við gert miklu meira.“ Á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna var tilkynnt um framlög af hálfu 24 ríkisstjórna og stofnana. Markmiðið var að safna tæpum 340 milljörðum íslenskra króna og því skortir enn 100 milljarða króna. Framlögum verður ráðstafað til þurfandi íbúa Sahel-svæðinu við að tryggja næringu og mat, heilbrigðisþjónustu, vatn og hreinlætisaðstöðu, húsaskjól, fræðslu og vernd, auk þess að veita þeim stuðning sem sætt hafa kynbundnu ofbeldi. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) ráðstafar stærstum hluta íslenska framlagsins en stofnunin hlaut á dögunum friðarverðlaun Nóbels, sem kunnugt er. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Búrkína Fasó Malí Níger Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent
Alls söfnuðust tæplega 240 milljarðar íslenskra króna í áheitasöfnun Sameinuðu þjóðanna í vikunni til mannúðaraðstoðar á Mið-Sahelsvæðinu í Afríku. Hungursneyð er yfirvofandi í þessum heimshluta, í Búrkína Fasó, Malí og Níger. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tilkynnti um 80 milljóna króna framlag Íslands til mannúðaraðstoðar á sérstakri áheitaráðstefnu sem haldin var vegna neyðarástandsins sem blasir við á þessu svæði. Mið-Sahelsvæðið Að mati Sameinuðu þjóðanna er einhver mesta mannúðarkrísa samtímans í uppsiglingu í þessum heimshluta. Vopnuð átök og ofbeldi hafa hrakið eina og hálf milljón íbúa frá heimilum sínum í þessum ríkjum, tuttugu sinnum fleiri en fyrir tveimur árum. Kynbundnu ofbeldi fjölgar ískyggilega, milljónir barna er utan skóla og bæði heilsugæsla og félagsþjónusta er í molum. Kórónuveirufaraldurinn hefur síðan aukið á vandann. Þrisvar sinnum fleiri draga fram lífið við hungurmörk í dag borið saman við sama árstíma á síðasta ári. „Það er komið að ögurstund á Mið-Sahelsvæðinu,“ segir António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. "Við þurfum að snúa þessari þróun við með endurnýjaðri sókn til friðar og sátta. Við þurfum líka miklu meiri mannúðaraðstoð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og félagasamtök eru á vettvangi og með meiri fjármögnun getum við gert miklu meira.“ Á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna var tilkynnt um framlög af hálfu 24 ríkisstjórna og stofnana. Markmiðið var að safna tæpum 340 milljörðum íslenskra króna og því skortir enn 100 milljarða króna. Framlögum verður ráðstafað til þurfandi íbúa Sahel-svæðinu við að tryggja næringu og mat, heilbrigðisþjónustu, vatn og hreinlætisaðstöðu, húsaskjól, fræðslu og vernd, auk þess að veita þeim stuðning sem sætt hafa kynbundnu ofbeldi. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) ráðstafar stærstum hluta íslenska framlagsins en stofnunin hlaut á dögunum friðarverðlaun Nóbels, sem kunnugt er. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Búrkína Fasó Malí Níger Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent