Þykir leitt að verða vitni að óróanum í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 11:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að sér þyki leitt að verða vitni að þeim óróa sem skapast hefur í samfélaginu eftir að hann skilaði minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar og svo útgáfu nýrra reglugerða ráðherra í kjölfarið. Þórólfur segist telja að bæði hann og ráðuneytið þurfi að draga lærdóm af þessum óróa og verða samhentari og skýrari í framsetningu sinni í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Vísaði hann til reglugerða sem tóku gildi á þriðjudag. Mikið hefur verið rætt um misræmi í minnisblaði sóttvarnalæknis og svo atriði í annarri reglugerðinni sem snýr að því hvort líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu megi hafa opið eða ekki. Lagði Þórólfur til að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu og heimilaði hópatíma í stöðvunum að uppfylltu tuttugu manna samkomubanni og að ítrustu sóttvarna yrði gætt. Þá hefur verið gagnrýnt að fullorðnir megi mæta í ræktina á sama tíma og íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggi alveg niðri. Mörg atriði óskýr og í einstaka tilfellum misvísandi Þórólfur ræddi minnisblaðið og reglugerðirnar á upplýsingafundinum í dag. „Mér þykir leitt að verða vitni að þeim óróa sem hefur komið upp í kjölfarið á útgáfu minnisblaðsins og reglugerðanna en ein af ástæðum þess er vafalaust sú að reglugerðirnar og minnisblaðið er í mörgum atriðum óskýrar og í einstaka tilfellum misvísandi. En ég vona hins vegar að þrátt fyrir þessa hnökra þá sjái allir meginmarkmið aðgerðanna sem er að forðast hópamyndun, forðast of mikla nánd, sérstaklega óskyldra og ótengdra aðila, og forðast smithættu af sameiginlegum snertiflötum. Þetta eru meginatriði aðgerðanna og hafa verið allan tímann í raun og veru,“ sagði Þórólfur. Ef allir hefðu þetta í huga væri nokkuð ljóst hvað þyrfti að gera til að hindra útbreiðslu veirunnar og tryggja þann árangur sem sóst er eftir. Ekki óeðlilegt að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis „Ég held hins vegar að við getum sagt að bæði ég og ráðuneytið þurfum að draga okkar lærdóm af þessum óróa og vera samhentari og skýrari í framsetningu í framtíðinni. Ég vil líka endurtaka það sem ég hef sagt margoft að mér finnst ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir því sem ég legg til. Stjórnvöld þurfa að taka tillit til fjölmargra annarra þátta en sóttvarna og bera að endingu ábyrgð á þeim ráðstöfunum sem gripið er til,“ sagði Þórólfur. Jafnframt sagðist hann ekki efst um það að ef vikið væri frá tillögum hans þá fylgdu því viðhlítandi skýringar. Þá áréttaði hann að þrátt fyrir að fjölda smitaðra hafi farið fækkandi síðustu daga þá væri baráttunni ekki lokið. „Og ég vil hvetja alla til dáða á næstu mánuðum,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að sér þyki leitt að verða vitni að þeim óróa sem skapast hefur í samfélaginu eftir að hann skilaði minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar og svo útgáfu nýrra reglugerða ráðherra í kjölfarið. Þórólfur segist telja að bæði hann og ráðuneytið þurfi að draga lærdóm af þessum óróa og verða samhentari og skýrari í framsetningu sinni í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Vísaði hann til reglugerða sem tóku gildi á þriðjudag. Mikið hefur verið rætt um misræmi í minnisblaði sóttvarnalæknis og svo atriði í annarri reglugerðinni sem snýr að því hvort líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu megi hafa opið eða ekki. Lagði Þórólfur til að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu og heimilaði hópatíma í stöðvunum að uppfylltu tuttugu manna samkomubanni og að ítrustu sóttvarna yrði gætt. Þá hefur verið gagnrýnt að fullorðnir megi mæta í ræktina á sama tíma og íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggi alveg niðri. Mörg atriði óskýr og í einstaka tilfellum misvísandi Þórólfur ræddi minnisblaðið og reglugerðirnar á upplýsingafundinum í dag. „Mér þykir leitt að verða vitni að þeim óróa sem hefur komið upp í kjölfarið á útgáfu minnisblaðsins og reglugerðanna en ein af ástæðum þess er vafalaust sú að reglugerðirnar og minnisblaðið er í mörgum atriðum óskýrar og í einstaka tilfellum misvísandi. En ég vona hins vegar að þrátt fyrir þessa hnökra þá sjái allir meginmarkmið aðgerðanna sem er að forðast hópamyndun, forðast of mikla nánd, sérstaklega óskyldra og ótengdra aðila, og forðast smithættu af sameiginlegum snertiflötum. Þetta eru meginatriði aðgerðanna og hafa verið allan tímann í raun og veru,“ sagði Þórólfur. Ef allir hefðu þetta í huga væri nokkuð ljóst hvað þyrfti að gera til að hindra útbreiðslu veirunnar og tryggja þann árangur sem sóst er eftir. Ekki óeðlilegt að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis „Ég held hins vegar að við getum sagt að bæði ég og ráðuneytið þurfum að draga okkar lærdóm af þessum óróa og vera samhentari og skýrari í framsetningu í framtíðinni. Ég vil líka endurtaka það sem ég hef sagt margoft að mér finnst ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir því sem ég legg til. Stjórnvöld þurfa að taka tillit til fjölmargra annarra þátta en sóttvarna og bera að endingu ábyrgð á þeim ráðstöfunum sem gripið er til,“ sagði Þórólfur. Jafnframt sagðist hann ekki efst um það að ef vikið væri frá tillögum hans þá fylgdu því viðhlítandi skýringar. Þá áréttaði hann að þrátt fyrir að fjölda smitaðra hafi farið fækkandi síðustu daga þá væri baráttunni ekki lokið. „Og ég vil hvetja alla til dáða á næstu mánuðum,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira