„Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2020 11:27 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að ef þurfi að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telji rétt, þá verði það gert. Eggert Jóhannesson/Vilhelm Gunnarsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. Áslaug Arna segir þetta í röð tísta sem hún birti í morgun í tilefni af umfjöllun gærdagsins um merki að einhverjir lögreglumenn beri fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum vegna myndar sem sýndi íslenskan lögreglumann bera umdeilda fána á búningi sínum. Menntun aukin ef þurfa þykir Áslaug Arna segir að ef þurfi að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telji rétt, þá verði það gert. „Það er líka lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér. Ekki með táknum orðum né handahreyfingum. Núna liggur það fyrir skýrar en nokkru sinni og öllum ætti að vera ljóst hvaða þýðingu einstök merki hafa. Við munum því að gera meiri kröfur hér eftir,“ segir dómsmálaráðherra. Ráðherra segir ennfremur að hann telji lögregluna hafa brugðist við með réttum og afgerandi hætti í gær. „Búið að gefa út með skýrum hætti að það sé bannað bera slík merki innan lögreglunnar. Tekið var skýrlega fram að lögreglan styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Ég held að við séum flest sammála um það að íslenskir lögreglumenn leggi sig almennt fram við að koma fram við fólk af vinsemd og virðingu. Lögreglan á að sýna fram á að hún starfi og þjóni öllum þeim sem hér búa og dvelja – og ég tel að hún geri það,“ segir ráðherra í tístunum. Þrjá fána var að finna á búningi lögreglukonunnar.Eggert Jóhannesson Þrír fánar Myndin er nokkurra ára gömul en birtist með frétt á vef Mbl í gær. Lögreglukonan sagði í samtali við Vísi að hún hafi ekki vitað ef neikvæðri merkingu fánanna. Hún noti fánana ennþá. Þrír fánar sjást á undirvesti lögreglukonunnar. Efsti fáninn er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist í gær munu óska eftir því við allsherjar- og menntamálanefnd að taka málið fyrir á fundi og ræða við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan hennar og aðferðir til þess að sporna við honum. Þá hefur tilkynning um fánana verið send til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21. október 2020 18:45 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. Áslaug Arna segir þetta í röð tísta sem hún birti í morgun í tilefni af umfjöllun gærdagsins um merki að einhverjir lögreglumenn beri fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum vegna myndar sem sýndi íslenskan lögreglumann bera umdeilda fána á búningi sínum. Menntun aukin ef þurfa þykir Áslaug Arna segir að ef þurfi að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telji rétt, þá verði það gert. „Það er líka lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér. Ekki með táknum orðum né handahreyfingum. Núna liggur það fyrir skýrar en nokkru sinni og öllum ætti að vera ljóst hvaða þýðingu einstök merki hafa. Við munum því að gera meiri kröfur hér eftir,“ segir dómsmálaráðherra. Ráðherra segir ennfremur að hann telji lögregluna hafa brugðist við með réttum og afgerandi hætti í gær. „Búið að gefa út með skýrum hætti að það sé bannað bera slík merki innan lögreglunnar. Tekið var skýrlega fram að lögreglan styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Ég held að við séum flest sammála um það að íslenskir lögreglumenn leggi sig almennt fram við að koma fram við fólk af vinsemd og virðingu. Lögreglan á að sýna fram á að hún starfi og þjóni öllum þeim sem hér búa og dvelja – og ég tel að hún geri það,“ segir ráðherra í tístunum. Þrjá fána var að finna á búningi lögreglukonunnar.Eggert Jóhannesson Þrír fánar Myndin er nokkurra ára gömul en birtist með frétt á vef Mbl í gær. Lögreglukonan sagði í samtali við Vísi að hún hafi ekki vitað ef neikvæðri merkingu fánanna. Hún noti fánana ennþá. Þrír fánar sjást á undirvesti lögreglukonunnar. Efsti fáninn er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist í gær munu óska eftir því við allsherjar- og menntamálanefnd að taka málið fyrir á fundi og ræða við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan hennar og aðferðir til þess að sporna við honum. Þá hefur tilkynning um fánana verið send til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21. október 2020 18:45 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51
Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21. október 2020 18:45
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30
Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna. 21. október 2020 13:41